Handbolti

Þor­steinn inn en Andri og Elvar fyrir utan

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson kemur inn í leikmannahóp Íslands í dag.
Þorsteinn Leó Gunnarsson kemur inn í leikmannahóp Íslands í dag. vísir/Vilhelm

Þorsteinn Leó Gunnarsson kemur inn í leikmannahóp Íslands fyrir leik dagsins við Króatíu líkt og búist var við eftir að skyttan stóra var skráð af HSÍ á mótið í gær.

18 leikmenn eru í æfingahópi Íslands en aðeins 16 mega vera á leikskýrslu í hverjum leik. Einar Þorsteinn Ólafsson kom inn í hópinn í stað Andra Más Rúnarssonar í síðasta leik við Ungverjaland. Í þeim leik meiddist Elvar Örn Jónsson en Elvar Ásgeirsson var kallaður til æfinga í stað nafna síns.

Þorsteinn Leó kemur nú inn í hópinn í stað Elvar Arnar Jónssonar og er einn 16 leikmanna Íslands á skýrslu. Þeir Andri Már Rúnarsson og Elvar Ásgeirsson horfa á leikinn úr stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×