Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Á skilorði vegna mótmæla við Alþingishúsið

Mótmælandi sem var handtekinn eftir mótmæli No Borders við Alþingishúsið í mars árið 2019 er kominn á skilorð fyrir að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að færa sig frá aðalinngangi Alþingis við umrædd mótmæli. Mótmælandinn var sýknaður af því að hafa hindrað störf lögreglu á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurmódelið gæti myndað ríkisstjórn

Flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu myndað fjögurra floka ríkisstjórn að loknum kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Núverandi stjórnarmeirihluti er kolfallinn samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja

Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Mið­­flokkurinn aldrei staðið tæpar

Mið­flokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi sam­kvæmt nýrri Maskínu­könnun sem gerð var fyrir frétta­stofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíal­istar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Efasemdarmönnum gengur hægt að safna undirskriftum

Meiri gangur er í atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í aðdraganda þingkosninga en á sama tíma við síðustu kosningar. Nýju stjórnmálahreyfingunni Ábyrgri framtíð gengur hægt að safna undirskriftum, en á meðal stefnumála hennar er að nota óhefðbundin lyf við Covid-19.

Innlent
Fréttamynd

Elsti kvenoddvitinn frestar ballettþátttöku fyrir stjórnmálin

Helga Thorberg leikkona og garðyrkjufræðingur er elsta kona til að vera oddviti flokks í framboði til alþingiskosninga í haust. Hún fer fram fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi og segist hissa á að ekki skuli vera fleiri konur á hennar aldri að leiða lista að þessu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Loks búið að boða formlega til kosninga

Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sterkara heil­brigðis­kerfi

Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Vill rjúfa þing á fimmtudag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja til við forseta Íslands að þing verði rofið fimmtudaginn 12. ágúst. Alþingiskosningar fara fram 25. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnar pólitískum um­ræðu­þætti sem sitjandi þing­maður

Páll Magnús­son, þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska um­ræðu­þætti á sjón­varps­stöð Hring­brautar fram að næstu al­þingis­kosningum 25. septem­ber. Páll er auð­vitað á­fram sitjandi þing­maður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur.

Innlent