Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Hvers vegna ekki að kjósa strax?

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar.

Skoðun
Fréttamynd

„Með­vituð um að það eru veik­leikar í stjórnar­sam­starfinu“

„Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“   

Innlent
Fréttamynd

Hundalógík ríkis­stjórnarinnar

í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er áformað að skerða framlag ríkisins til jöfnunar örorkubyrði lífeyrissjóðanna á næsta ári og fella það síðan alveg niður.

Skoðun
Fréttamynd

Raun­veru­leg pólítísk á­byrgð ís­lenskra stjórn­mála­manna

Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég leyni því ekki að við erum í vanda stödd“

Formaður Framsóknaflokksins segir samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð og formaður Vinstri grænna segist ekki vilja leyna því að ríkisstjórnin sé í vanda stödd. Þrátt fyrir það segist hvorugt þeirra spennt fyrir kosningum á allra næstu mánuðum.

Innlent
Fréttamynd

Má lög­regla rann­saka mál að ei­lífu?

Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma.

Skoðun
Fréttamynd

„Við þolum ekki þetta á­stand mikið lengur“

Landspítalinn hefur aldrei staðið frammi fyrir öðrum eins innlagnarvanda en spítalinn hefur verið vikum saman á hæsta viðbragðsstigi. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir starfsemina komna að algjörum þolmörkum. Innviðir heilbrigðiskerfisins hafi ekki vaxið í takt við samfélagsþróun. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­þarfa steinar í götunni

Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins.

Skoðun
Fréttamynd

Reyna aftur að leggja niður Ríkis­út­varpið ohf.

Hópur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar á rekstrarumhverfi fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt verður Ríkisútvarpið ohf. lagt niður og Ríkisútvarpið gert að ríkisstofnun. Frumvarpið var fyrst lagt fram á síðasta löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Riddari kannana mætir í Sam­talið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan 14:00. Flokkur hans tapaði miklu fylgi í kosningunum 2021 en fer nú með himinskautum í könnunum.

Innlent
Fréttamynd

Dökk heims­mynd Jóhanns Páls

Í ræðustól Alþingis á dögunum stóð Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, og hélt því blákalt fram að ríkisstjórnarflokkarnir héldu samstarfi sínu gangandi einvörðungu til að tryggja sér háa styrki úr vösum skattgreiðenda, sem koma til greiðslu í janúar. Góðar samsæriskenningar geta verið safaríkar og spennandi en verra er þegar þær standast ekki minnstu skoðun.

Skoðun
Fréttamynd

Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðs­hanskanum

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að framganga Vinstri grænna sé með þeim hætti að útilokað sé að réttlæta áframhaldandi samstarf við þá í ríkisstjórn og segir hingað og ekki lengra. Stjórnmálafræðiprófessor segir stjórnarflokkana líta svo á að samstarfinu sé efnislega lokið og að þeir séu hættir málamiðlunum.

Innlent
Fréttamynd

Vatn rennur ekki upp í móti

Það er skiljanlegt að fólk sé reitt, og jafnvel brjálað, yfir vaxtahækkun bankanna á verðtryggðu lánunum á dögunum. Þetta er enn eitt vaxtahöggið fyrir fjölskyldurnar. Kjaftshögg sem kostar fólk tugi þúsunda á mánuði. Fólki finnst ranglátt að á sama tíma og það flýr svimandi háar afborganir óverðtryggðra lána sé því strax refsað með græðgishækkun bankanna á verðtryggðu lánunum. Það er einfaldlega hvergi skjól að fá.

Skoðun
Fréttamynd

Ekkert á hreinu um næstu kosningar

Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga.

Innlent
Fréttamynd

Ó­líkt hefst fólk að

Alls ekki ætla ég að mæla því bót, sem þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis Þórunn Sveibjarnardóttir er nú sökuð um en það er frumkvæðisathugun á lögmæti netsölu áfengis og er sagt að nefndin hafi þar farið langt út fyrir valdheimildir sínar.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er bara ó­rætt okkar á milli“

Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Skjá­skotin hafi ekki farið í dreifingu

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að hvorki hún né þingflokkur Pírata hafi beitt sér gegn lýðræðislegra kjörinni framkvæmdastjórn flokksins. Hún segir því fara fjarri að hún eða þingflokkurinn hafi brotið persónuverndarlög, skjáskot af spjalli stjórnarmeðlima hafi ekki farið í neina dreifingu.

Innlent
Fréttamynd

Þor­björg ætlar sér fyrsta sætið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sækist eftir fyrsta sætinu í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík sem fyrirhugað í tengslum við næstu alþingiskosningar sem munu að óbreyttu fara fram á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

For­menn stjórnar­flokkanna hljóti að ræða fram­haldið

Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum.

Innlent
Fréttamynd

„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá.

Innlent
Fréttamynd

„Þing­flokkur Pírata braut á mér“

Fyrrverandi starfsmaður Pírata segir þingflokkinn hafa brotið á honum og átta öðrum Pírötum, með því að skoða, dreifa og taka fyrir einkasamtöl hópsins um stjórnmálaþátttöku innan Pírata. Hann var látinn taka pokann sinn eftir umdeildan aðalfund flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Þetta er allt að koma...

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.

Skoðun
Fréttamynd

Skiptar skoðanir um um­talaða bókun við EES-samninginn

Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með.

Innlent