Ráðherra segir að sátt verði að ríkja um störf fjölmiðlanefndar Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningarmálaráðherra, getur ekki aðhafst vegna framferðis fjölmiðlanefndar sem hefur á síðustu mánuðum úrskurðað og gefið út álit er varðar umfjallanir fjölmiðla vegna kvartana sem nefndinni hefur borist. Ástæðan fyrir því er sú að fjölmiðlanefnd er sjálfstætt stjórnvald. Innlent 26. mars 2019 14:11
Fötlunarhreyfingin Tabú fór fram á að Anna Kolbrún viki vegna Klaustursmálsins Tabú, feminísk fötlunarhreyfing, fór fram á að Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins viki af fundi allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis þegar fulltrúar hreyfingarinnar mættu fyrir nefndina til að ræða breytingar á almennum hegningarlögum. Innlent 26. mars 2019 10:34
Alþingi notaði 539.500 pappírsblöð á síðasta ári Alls voru 539.500 pappírsblöð notuð á Alþingi á síðasta ári að því er fram kemur í svari forseta Alþingis við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar um hversu mikill pappír er notaður á Alþingi. Innlent 25. mars 2019 22:04
Varð fyrir vonbrigðum með ákvörðun SÁÁ að loka göngudeildinni Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að lokun göngudeildar SÁÁ Akureyri hafi komið sér á óvart og valdið henni vonbrigðum. Innlent 25. mars 2019 17:31
Býst við að kæra verði lögð fram í næstu viku Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á ekki von á öðru en að stjórn félagsins samþykki að leggja fram kæru. Innlent 25. mars 2019 11:13
"Allar forsendur brostnar áður en prentblekið er þornað“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir efnahagsforsendur fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar til fimm ára óraunhæfar. Takist ekki að bjarga WOW air blasi við að endurskoða þurfi stefnuna. Innlent 25. mars 2019 09:53
Spyr hvort forsendur fjármálaáætlunar séu brostnar Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að þrátt fyrir að margt sé jákvætt í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé hún engu að síður reist á forsendum sem gætu vel brostið. Innlent 25. mars 2019 09:30
Ljótur leikur Fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2020-2024 síðastliðinn laugardag. Skoðun 25. mars 2019 07:00
Fjármálaáætlunin sýni slaka hagsstjórn Þingflokksformaður Samfylkingarinnar teljur nýja fjármálaáætlun rikisstjórnarinnar sýna slaka hagsstjórn. Hún gagnrýnir að lítið standi eftir til að standa við loforð ríkisstjórnarinnar. Þingmaður Framsóknarflokksins segir það sýna ábyrgð að innbyggt aðhald sé í áætluninni. Innlent 24. mars 2019 13:00
„Ekki sniðugt“ hjá mótmælendum að hengja spjöld á Jón Sigurðsson Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það hafi ekki verið gott ráð hjá mótmælendum á Austurvelli að hengja mótmælaspjöld á styttuna af Jóni Sigurðssyni. Innlent 24. mars 2019 13:00
Veruleg óvissa um hagþróun næstu árin Veruleg óvissa er um hagþróun á næstunni samkvæmt fjármálaáætlun næstu fimm ára sem var kynnt í dag. Innlent 23. mars 2019 20:15
Fjórir milljarðar til viðbótar í samgöngumál Gert er ráð fyrir fjögurra milljarða króna viðbótaraukningu til samgönguframkvæmda frá og með árinu 2020 samkvæmt fjármálaætlun fyrir árin 2020 til 2024 sem kynnt var í dag. Innlent 23. mars 2019 13:29
Bein útsending: Bjarni kynnir fjármálaáætlun 2020-2024 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mun í dag kynna fjármálaáætlun fyrir árin 2020 til 2024. Innlent 23. mars 2019 12:45
Flokki gegn vegtollum vex ásmegin í Noregi Stjórnmálaflokkur sem berst gegn vegtollum í Noregi gæti komist í oddaaðstöðu í borgarstjórn Björgvinjar í sveitarstjórnarkosningum í haust, miðað við nýja fylgiskönnun. Erlent 23. mars 2019 08:15
Segir veiðigjöldin glæpsamlega háan landsbyggðarskatt Eitt fullkomnasta fiskvinnsluhús á Íslandi hefur verið tekið í notkun í Grundarfirði. Framkvæmdastjórinn efast um að þeir hefðu lagt út í fjárfestinguna hefðu þeir vitað hver veiðigjöldin yrðu. Innlent 22. mars 2019 20:15
Segir Íslendinga hafa full yfirráð í raforkumálum í orkupakka III Þingsályktun og frumvarp um innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins verða lögð fram á Alþingi í næstu viku. Utanríkisráðherra segir það sameiginlegan skilning Íslendinga og Evrópusambandsins að Íslendingar hafi áfram einir full yfirráð yfir raforkumálum landsins. Innlent 22. mars 2019 20:00
Styrmir spáir hörðum átökum innan Sjálfstæðisflokksins Orkupakki 3 gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiður. Innlent 22. mars 2019 14:28
Þriðji orkupakkinn fer fyrir þingið Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja orkupakkann fyrir Alþingi. Innlent 22. mars 2019 14:00
Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs. Innlent 22. mars 2019 08:00
Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: "Mér blöskraði og mér brá“ Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu. Innlent 21. mars 2019 13:20
Eyrún segir sig úr VG vegna breytinga á lögum um hatursorðræðu Eyrún Eyþórsdóttir hatursglæpalögregluþjónn er ósátt við fyrirhugaðar breytingar á lögum um hatursorðræðu. Innlent 21. mars 2019 12:42
Gagnrýndi málflutning þingmanna um mótmælin á Austurvelli Sigríður María Egilsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, benti þingheimi á að rétturinn til að mótmæla standi og falli með lýðræðinu sjálfu. Innlent 20. mars 2019 22:06
Sameiginlegur fundur stjórnarflokka um þriðja orkupakkann Þingflokkar stjórnarflokkanna komu saman til sameiginlegs fundar í Ráðherrabústaðnum í dag til að ræða innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Innlent 20. mars 2019 19:15
Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. Innlent 20. mars 2019 16:20
Funduðu um þriðja orkupakkann í Ráðherrabústaðnum Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna, komu saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30 til að ræða þriðja orkupakkann. Innlent 20. mars 2019 15:55
Áfengisfrumvarpið í brennidepli: "Við erum allan daginn að hafa vit fyrir öðrum“ Tekist var á um hið svonefnda áfengisfrumvarp á Alþingi í gærkvöldi í fyrstu umræðu um málið. Innlent 20. mars 2019 13:00
Segir lobbíista eldismanna hamast á löggjafarvaldinu Jón Kaldal gefur lítið fyrir fyrirhugaðan kynningarfund eldisfyrirtækja. Innlent 20. mars 2019 12:46
Páll frábiður sér það að vera stimplaður rasisti Páll Magnússon telur fráleitt að tengja rasisma við gagnrýni á umgengni á Austurvelli. Innlent 20. mars 2019 10:43
Þingmenn stjórnarflokkanna funda um þriðja orkupakkann Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna, koma saman til fundar í Ráðherrabústaðnum í dag klukkan 13:30. Innlent 20. mars 2019 10:29
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. Innlent 20. mars 2019 07:15