Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Þorgerður Katrín segir hættulegt að verða við kröfum Rússa

Formaður Viðreisnar sem jafnframt situr í utanríkismálanefnd segir að engin ein aðildarþjóð Atlantshafsbandalagsins geti ákveðið viðbrögð þess ef Rússar ráðast inn í Úkraínu. En breski varnarmálaráðherrann segir ósennilegt að NATO myndi senda hersveitir þangað Úkraínumönnum til varnar ef til innrásar kæmi.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri þingmenn Viðreisnar smitast

María Rut Kristinsdóttir, þriðji varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, er með kórónuveiruna. Allir þingmenn Viðreisnar hafa greinst með veiruna á síðustu dögum og nú virðist veiran ætla að ná taki á varaþingmönnum flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr

Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Erfiðara að sitja í ein­angrun en að setja sig inn í fjár­lögin

Vara­þing­menn Við­reisnar eru klárir í slaginn en þeir þurfa að kynna sér fjár­laga­frum­varpið um helgina til að geta tekið þátt í um­ræðum á þinginu um það í næstu viku. Allir þing­menn Við­reisnar hafa greinst með kórónu­veiruna. Það er ein­stakt í sögunni að svo stór þing­flokkur sé al­farið skipaður vara­mönnum vegna veikinda.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Harðar með 32 nýjar bækur fyrir jól

„Það er ekki hægt að líka því saman hvað það er miklu skemmtilegra að vera bóksali heldur en alþingismaður“, segir Bjarni Harðarson á Selfossi en hann er að gefa út 32 titla af nýjum bókum fyrir jól. Bjarni, eða Bjarni Harðar eins og hann er alltaf kallaður, og Elín Gunnlaugsdóttir, eiginkona hans fengu í vikunni menningarverðlaun Árborgar fyrir árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Viðreisn undirlögð af veirunni

Fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þingflokksformaðurinn bíður eftir niðurstöðu úr PCR-prófi en er ekki vongóð um að sleppa.

Innlent
Fréttamynd

105 ár Fram­sóknar fyrir ís­lenskt sam­fé­lag

Kæri lesandi.Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

„Eru ekki allir í stuði?“

Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, sem er ef til vill betur þekktur sem Tommi á Búllunni, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um það að öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Skilur gagn­rýni stjórnar­and­stöðunnar vel

Forsætisráðherra segist hafa haft miklar áhyggjur af sölu Símans á fjarskiptainnviðum Mílu til erlenda fjárfestingarfyrirtækisins Ardian. Hún segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á skömmum tíma sem þingið fær til að fjalla um málið réttmæta.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarandstaðan bindur miklar vonir við Björn Zoega

Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ánægðir með ráðningu Björns Zoega í heilbrigðisráðuneytið og telja ráðninguna merki þess að til standi að breyta um stefnu í heilbrigðismálunum. Tómas Andrés Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hefði reyndar frekar viljað sjá Birgi í Play til ráðgjafar í heilbrigðismálunum. „Sá kann að stýra fyrirtæki," segir Tómas.

Innherji
Fréttamynd

Gagnrýnir yfirvöld vegna úrræðaleysis gagnvart fátækum

Hið opinbera þarf að gjörbreyta stefnu sinni gagnvart þeim sem stríða við fátækt að mati félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Algjört úrræðaleysi hafi einkennt stefnu yfirvalda í málaflokknum. Það sé aðdáunarvert hvernig þeir sem minnst hafa komist af.

Innlent