

Claes Oldenburg, myndhöggvari þekktur fyrir að gera stóra skúlptúra af hversdagslegum hlutum, er látinn. Hann lést í gær á heimili sínu, 93 ára að aldri, eftir að hafa dottið illa nýlega.
Grínistinn og leikarinn Jak Knight er látinn. Knight er þekktastur fyrir að hafa verið einn af handritshöfundum teiknimyndaþáttanna Big Mouth sem eru afar vinsælir á Netflix.
Ivana Trump, fyrrverandi eiginkona Donald Trump, er látin, 73 ára að aldri. Með Donald eignaðist hún þrjú börn, þau Donald yngri, Ivanka og Eric.
Monty Norman, höfundur James Bond-stefsins, er látinn 94 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skömm veikindi samkvæmt tilkynningu á vefsíðu hans.
Ingvar Lundberg, hljómborðsleikari í hljómsveitinni Súellen er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu sveitarinnar á Facebook.
Bandaríski leikarinn Tony Sirico er látinn. Sirico var hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Peter Paul „Paulie Walnuts“ Gualtieri í þáttunum The Sopranos. Sirico var 79 ára gamall er hann lést.
Tetsuya Yamagami hefur játað að hafa myrt Shinzo Abe, fyrrum forsætisráðherra Japan. Yamagami skaut Abe með haglabyssu í nótt þegar hann var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í borginni Nara.
José Eduardo dos Santos, fyrrverandi forseti Angóla, er látinn, 79 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Barcelona eftir landvinn veikindi.
Kazuki Takahashi, skapari Yu-Gi-Oh! teiknimyndasagnanna, fannst látinn í gær. Lík hans fannst við strendur Okinawa-eyju í Japan en hann hafði verið að snorkla.
Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japan, hefur látist af sárum sínum eftir að hann var skotinn í bakið í nótt. Abe var að flytja ræðu í Nara í vestur Japan í nótt þegar skotmaður skaut hann með haglabyssu og hæfði hann í bakið. Abe var fluttur á spítala í kjölfar árásinnar en nú hefur japanka ríkisútvarpið NHK staðfest að hann sé látinn.
Stórleikarinn James Caan er látinn. Fjölskylda hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum um klukkan fimm í dag, að íslenskum tíma, en hann var 82 ára gamall og átti fimm börn, þar á meðal leikarann Scott Caan.
Mohammad Barkindo, framkvæmdastjóri Samtaka olíuframleiðsluríkja, OPEC, er látinn, 63 ára að aldri. Nígeríumaðurinn Barkindo hafði gegnt stöðunni frá árinu 2016, en hann hugðist láta af störfum síðar í þessum mánuði.
Örn Steinsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri KR, er látinn, 82 ára að aldri. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 1. júlí síðastliðinn.
Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og blaðamaður, er látinn 82 ára að aldri. Árni lést aðfaranótt föstudags.
Bandaríski leikarinn Joe Turkel er látinn 94 ára að aldri. Turkel er hvað þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum The Shining og Blade Runner.
Andy Goram sem varði mark Skota á EM ´92 og ´96 og HM ´90 er látinn úr krabbameini einungis 58 ára að aldri.
Milljónir tölvuleikaaðdáenda út um allan heim syrgja nú einn þekktasta og besta Minecraft-leikmann heims. Alex, eða Technoblade eins og hann kallaði sig í netheimum, lést úr krabbameini í gær. Hann var aðeins 23 ára gamall.
Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda.
Grænlenski listamaðurinn og þingmaðurinn fyrrverandi, Thue Christiansen, er látinn, 82 ára að aldri. Christiansen hannaði grænlenska fánann sem samþykktur var árið 1985.
Róbert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson er látinn 76 ára að aldri.
Sólon R. Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri, er látinn, áttræður að aldri. Hann lést á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag.
Brett Tuggle, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar Fleetwood Mac og liðsmaður David Lee Roth Band, er látinn, sjötugur að aldri. Hann lést af völdum krabbameins.
Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og formaður flokksins Venstre, er látinn. Hann átti lengi í baráttu við krabbamein og var áttræður þegar hann lést.
Leikarinn Philip Baker Hall er látinn, 90 ára að aldri. Frá þessu var greint í dag og dánarorsök ekki getið en vitað er að leikarinn glímdi við lungnaþembu.
Halldór Jónatansson, lögfræðingur og fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar, er látinn, níutíu að aldri. Hann lést á miðvikudaginn.
Bandaríska söngkonan Julee Cruise, sem er hvað þekktust fyrir að syngja upphafslag Twin Peaks-þáttanna, er látin. Hún varð 65 ára gömul.
Ráðherra umhverfis- og auðlindamála í Dóminíska lýðveldinu var skotinn til bana á skrifstofunni sinni af nánum vini sínum í gær.
Alec John Such, upphaflegur bassaleikari og einn stofnenda glysrokksveitarinnar Bon Jovi, er látinn, sjötugur að aldri. Jon Bon Jovi sjálfur segir Such hafa leikið lykilhlutverk í myndun sveitarinnar.
Árni Gils Hjaltason er látinn, tuttugu og níu ára að aldri, en hann var fæddur 3. október 1992.
Annar mannanna, sem sakaður er um að hafa banað Alexander Litvinenko í Lundúnum, er látinn úr Covid-19.