Uppgjörið: ÍA-HK 8-0 | HK-ingar hnepptir í þrældóm á Írskum dögum Það má með sanni segja að ÍA hafi boðið upp á flugeldasýningu þegar liðið mætti HK í 13. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 6. júlí 2024 15:50
Dagskráin í dag: Barist í Bestu deildunum og í tímatöku á Silverstone Leikir í Bestu deild karla og kvenna í fótbolta auk tímatökunnar í Formúlu 1 eru á meðal þess sem sjá má í beinni útsendingu á sporstöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag. Sport 6. júlí 2024 07:00
Frederik fer frá Val og Ögmundur gengur til liðs við félagið Frederik Schram hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Val sem rennur út eftir tímabilið. Ögmundur Kristinsson snýr heim úr atvinnumennsku og mun verja mark Valsmanna næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 15:25
ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 10:00
Liðsfélagar Helga skjóta hann í hausinn: „Ég þarf að ræða við þá eða drulla mér í burtu bara“ Helgi Guðjónsson hefur tvisvar á síðustu dögum fengið dúndurbolta í andlitið frá eigin liðsfélaga. Bæði skiptin slapp við hann við heilahristing en hann segist þurfa að eiga orð við þá Viktor Örlyg og Ara Sigurpálsson, nú eða bara finna leiðir til að forða sér úr aðstæðum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 14:17
Óskar Hrafn ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR KR hefur ráðið Óskar Hrafn Þorvaldsson sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Hann tekur formlega til starfa um næstu mánaðarmót. Fótbolti 3. júlí 2024 10:36
Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Meistaradeildin í snóker Besta deild kvenna í fótbolta á kvöldið þegar þrír hörkuleikir fara fram í elleftu umferðinni en það má einnig sjá bestu snókerspilara heimsins spreyta sig í Meistaradeildinni. Sport 2. júlí 2024 06:00
Fagnaði markinu með því að þykjast kasta vatnsbrúsa Víkingur hélt út gegn Fram og vann 2-1 sigur í 13. umferð Bestu deildar karla. Mörkin úr leiknum og sérstakt fagn Danijels Dejan Djuric má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 1. júlí 2024 12:00
„Virkilegt áhyggjuefni fyrir þessa Evrópuleiki“ Það var létt yfir Arnar Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, þegar hann mætti í viðtal til Gunnlaugs Jónssonar strax eftir 2-1 sigur liðsins gegn Fram í kvöld. Fótbolti 30. júní 2024 21:52
Uppgjör: Víkingur R. - Fram 2-1 | Meistararnir héldu út Topplið Víkings tók á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Leikið var á Víkingsvelli. Eftir afar spennandi leik sigruðu Víkingar 2-1 og styrkja stöðu sína því á toppnum. Íslenski boltinn 30. júní 2024 18:30
„Það væri gaman að fylla Laugardalsvöllinn og ég held að það sé alveg möguleiki“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með lið sitt eftir 3-0 sigur gegn Þrótti en Valskonum tókst þar að tryggja farseðilinn í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna. Íslenski boltinn 29. júní 2024 17:40
Pálmi klárar tímabilið með KR Pálmi Rafn Pálmason stýrir KR út tímabilið. Félagið greindi frá þessu í dag. Íslenski boltinn 29. júní 2024 11:57
Sjáðu dramatíkina á Akranesi og hvernig FH og KA unnu sína leiki Níu mörk voru skoruð í seinni þremur leikjunum í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 29. júní 2024 10:00
„Fannst við vera betri allan leikinn“ Böðvar Böðvarsson spilaði af stakri prýði í vinstri bakvarðarstöðunni hjá FH þegar liðið fór með 1-0 sigur af hólmi gegn Breiðabliki í leik liðanna í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Íslenski boltinn 28. júní 2024 22:18
„Við erum fullir sjálfstrausts“ Steinar Þorsteinsson, leikmaður ÍA, gerði heldur betur mikilvægt mark fyrir ÍA þegar hann skoraði þriðja mark liðsins í 3-2 sigri gegn Val á Akranesi í kvöld. Sigurmarkið skoraði Steinar á 90. mínútu leiksins. Sport 28. júní 2024 22:09
Uppgjör og viðtöl: HK - KA 1-2 | KA sloppið úr fallsæti eftir tvo sigra í röð KA-menn hoppuðu upp úr fallsæti Bestu deildar karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á HK í Kórnum í kvöld. Þetta var í fyrsta sinn í sumar sem KA liðið vinnur tvo deildarleiki í röð og um leið enduðu þeir tveggja leikja sigurgöngu HK-liðsins. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:29
„Við börðumst eins og ljón“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með að ná í þrjú stig í Kórnum í kvöld. Leikurinn var annar sigurleikur KA í röð í Bestu deildinni og er liðið komið úr fallsæti. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:21
Uppgjör og viðtöl: ÍA - Valur 3-2 | Steinar tryggði Skagamönnum sigur á síðustu stundu Skagamenn unnu dramatískan 3-2 sigur á Valsmönnum í kvöld og Valsliðinu tókst því ekki að minnka forskot Víkinga á toppi Bestu deildarinnar. Nýliðar Skagamanna halda áfram að sýna sig og sanna í deildinni. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:16
Uppgjör og viðtöl: FH- Breiðablik 1-0 | Ástbjörn reyndist hetja FH-liðsins þegar liðið vann Breiðablik FH lagði Breiðablik að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 12. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í rjómablíðu á Kaplakrikavelli í kvöld. Það var bakvörðurinn snaggaralegi Ástbjörn Þórðarson sem skoraði markið sem skildi liðin að í þessari rimmu. Íslenski boltinn 28. júní 2024 21:14
„Hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur“ Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var allt annað en sáttur við dómara leiksins eftir 2-1 tap á móti KA. Íslenski boltinn 28. júní 2024 20:42
Fótboltamenn „örva skapandi löngun“ og mynda nýtt tónlistartvíeyki Knattspyrnumennirnir Eyþór Aron Wöhler og Kristall Máni Ingason tóku óvænt höndum saman í hljóðveri og hafa nú gefið út glænýjan sumarsmell. Þeir leituðu til þekkts nafns í fótbolta- og tónlistarheiminum sér til auka, Loga Tómasson, einnig þekktur sem Luigi. Fótbolti 28. júní 2024 12:01
Niðurstöður veðmálakönnunar áhyggjuefni: „Brýnt málefni fyrir fótboltasamfélagið í heild sinni að skoða“ Íslenskur toppfótbolti birti niðurstöður úr könnun vegna veðmálaþátttöku leikmanna í Bestu deild karla. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu leikmönnum hefur glímt við andlega vanlíðan vegna veðmála. Íslenski boltinn 28. júní 2024 10:30
Sjáðu Víking rúlla yfir Stjörnuna, Fylki jafna tvisvar í Vesturbænum og góða ferð Fram á Ísafjörð Tólf mörk voru skoruð í leikjum gærdagsins í Bestu deild karla. Víkingur rústaði Stjörnunni, Fram gerði góða ferð á Ísafjörð og KR og Fylkir skildu jöfn á Meistaravöllum. Íslenski boltinn 28. júní 2024 09:59
Dagskráin í dag: Ísland á HM, Besta deildin og Formúla 1 Líkt og fyrri daginn er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 og óskum við íslenskum pílukösturum sérstaklega til hamingju með daginn því í dag stíga þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson og Arngrímur Anton Ólafsson á stóra sviðið í Frankfurt fyrir Íslands hönd og taka þátt á HM í pílukasti. Sport 28. júní 2024 06:01
„Það leggst ekkert á mig að þurfa að byrja á bekknum“ „Gott að komast aftur á sigurbraut eftir tvö jafntefli,“ sagði Helgi Guðjónsson eftir 4-0 stórsigur Víkings gegn Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Hann átti frábæra innkomu af bekknum og skoraði tvö mörk. Íslenski boltinn 27. júní 2024 22:27
„Þetta var allt of lélegt hjá okkur og ég er drullu pirraður“ KR gerði 2-2 jafntefli gegn Fylki á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var langt frá því að vera sáttur með að hafa aðeins fengið eitt stig í kvöld. Íslenski boltinn 27. júní 2024 21:45
„Gaf okkur svar í dag og vonandi fæ ég svar áfram“ Davíð Smári Lamude, þjálfari Bestu deildar liðs Vestra, var svekktur eftir 3-1 tap sinna manna gegn Fram á heimavelli í kvöld. Hann ákvað að gefa sænsk ættaða markverðinum Karl William Eskelinen traustið í markinu þrátt fyrir martraðarframmistöðu Svíans í síðustu umferð gegn Val og fannst hann fá svar frá honum í kvöld. Íslenski boltinn 27. júní 2024 21:37
Uppgjör, viðtöl og myndir: KR - Fylkir 2-2 | Áfram heldur Pálmi Rafn að gera jafntefli KR og Fylkir skildu jöfn í Vesturbænum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en síðari hálfleikur var frábær skemmtun en niðurstaðan 2-2 jafntefli. Þetta var annar leikur KR undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar og báðir leikirnir hafa endað með jafntefli. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 27. júní 2024 21:04
Uppgjör: Stjarnan - Víkingur 0-4 | Algjörir yfirburðir gestanna í Garðabæ Víkingur heimsótti Stjörnuna í Garðabæ og vann 4-0 stórsigur. Heimamenn sáu einfaldlega aldrei til sólarinnar gegn ógnarsterkum gestunum. Íslenski boltinn 27. júní 2024 21:00
Uppgjör og viðtöl: Vestri - Fram 1-3 | Þægilegt fyrir Fram á Ísafirði Vestri og Fram áttust við á Kerecisvellinum í kvöld við frábærar aðstæður. Enduðu leikar 1-3 fyrir Fram sem voru miklu betri allan leikinn, að undanskildum fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Íslenski boltinn 27. júní 2024 17:15