Daníel Laxdal: Það tók bara smá tíma að koma á „Jöllaball“ „Mjög sáttur með sigurinn í kvöld“, sagði 500 leikja maðurinn Daníel Laxdal við Stöð 2 Sport eftir sigur Stjörnumanna gegn KR. Leikurinn var í 20. umferð Bestu deildar karla og skipti gríðarlega miklu máli í baráttunni um fjórða sætið. Daníel steig ekki feilspor í varnarlínunni hjá heimamönnum og stýrði liðinu til sigurs. Fótbolti 21. ágúst 2023 21:30
Segir enga formlega beiðni hafa komið frá Breiðabliki Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir enga formlega beiðni hafa komið frá Íslandsmeisturum Breiðabliks um að færa leik liðanna og spila hann í komandi landsleikjahléi. Íslenski boltinn 21. ágúst 2023 17:46
Fimm hundraðasti meistaraflokksleikur Daníels í kvöld Daníel Laxdal spilar í kvöld meistaraflokksleik númer fimm hundruð fyrir Stjörnuna en hann er langleikjahæsti leikmaður félagsins. Íslenski boltinn 21. ágúst 2023 16:31
„Gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sitt lið gera tilkall til þess að vera metið sem eitt af bestu liðum Íslandssögunnar. Víkingar eru búnir að stinga af á toppi Bestu deildarinnar og settu í gær nýtt stigamet í efstu deild karla. Íslenski boltinn 21. ágúst 2023 12:31
Sjáðu sigurmörk Fylkismanna, Blika og Framara og öll hin mörkin í Bestu í gær Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær og nú má sjá öll mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 21. ágúst 2023 10:15
Sjáðu mörkin þegar að Víkingar skráðu sig á spjöld sögunnar Víkingur Reykjavík skráði sig á spjöld sögunnar í gær með sigri sínum á Val í toppslag 20. umferðar Bestu deildar karla í gærkvöldi. Sigurinn sá til þess að liðið hefur slegið stigametið í efstu deild. Íslenski boltinn 21. ágúst 2023 09:30
Umfjöllun og viðtöl: HK - FH 2-2 | Anton Søjberg skoraði tvö í jafntefli HK og FH gerðu jafntefli í fjögurra marka leik. FH komst yfir í fyrri hálfleik og var með forystuna í 50 mínútur en þá jafnaði Anton Søjberg og fylgdi því eftir með öðru marki þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson tryggði síðan FH stig að lokum. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 21:52
„Ég skora alltaf á Hlíðarenda“ Logi Tómasson skoraði eitt marka Víkings þegar liðið bar sigurorð af Val í toppslag Bestu deildar karla í fótbolta á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Logi er mögulega að spila sinn síðasta leik fyrir Víking í bili en hann er á leið til Strömsgodset í Noregi. Fótbolti 20. ágúst 2023 21:48
„Það var allt betra í seinni hálfleik“ HK og FH gerðu 2-2 jafntefli í Kórnum. HK komst yfir á 87. mínútu en gestirnir jöfnuðu þremur mínútum síðar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var því afar svekktur að hafa ekki fengið þrjú stig. Sport 20. ágúst 2023 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 0-4 | Víkingar geta farið að setja kampavínið í kælinn eftir stórsigur gegn Val Víkingur er kominn með 11 stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í fótbolta en Fossvogsliðið lagði Val, sem situr í öðru sæti deildarinnar, að velli með fjórum mörkum gegn engu í toppslag liðanna í 20. umferð deildarinnar á Origo-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Eftir þennan sigur hefur Víkingur 53 stig á toppnum en Valur kemur svo næst með 42 stig. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 21:09
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 2-1 | Heimamenn nýttu Evrópuþreytu gestanna Fram og KA mættust í Úlfarsárdalnum í 20. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Eftir afar spennandi og skemmtilegan leik fór svo að lokum að Fram vann afar mikilvægan 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 21:00
Óskar Hrafn: Átti alls ekki von á því Breiðablik vann Keflavík 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk heimamanna. Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með flest allt í leik sinna manna í kvöld. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:51
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 2-1 | Ágúst Eðvald sá um gestina Breiðablik mætti Keflavík í kvöld í 20. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með 2-1 sigri heimamanna þar sem Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði bæði mörk Blika. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:30
Ekki til betri tilfinning Aron Jóhannsson var hetja Fram í dag þegar liðið lagði KA 2-1 í Bestu deild karla í knattspyrnu. Aron skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir góða skyndisókn. Hann var að vonum gríðarlega sáttur þegar hann mætti í viðtal eftir leik. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 20:25
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 0-0 | Blikar að missa af toppliðinu Breiðablik fékk ÍBV í heimsókn í dag í 17. umferð Bestu deildarinnar. Lauk leiknum með markalausu jafntefli þar sem Blikar lágu á Eyjakonum allan síðari hálfleikinn, án þess þó að skora. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 16:30
„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. Íslenski boltinn 20. ágúst 2023 11:31
Ragnar stýrir Fram út tímabilið Ragnar Sigurðsson mun stýra knattspyrnuliði Fram út yfirstandandi tímabili í Bestu-deild karla. Fótbolti 19. ágúst 2023 11:31
Emil um endurkomuna: Hafði alltaf trú á sjálfum mér Sóknarmaðurinn Emil Atlason hafði alltaf trú á því að hann kæmi til baka eftir ítrekuð meiðsli. Hann blómstrar nú í Bestu deildinni í knattspyrnu og er með sjálfstraustið í botni. Íslenski boltinn 19. ágúst 2023 09:00
Samningi Ólafs við Breiðablik sagt upp Samningi Ólafs Kristjánssonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Breiðabliki hefur verið sagt upp. Þetta staðfestir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks í samtali við Fótbolta.net. Íslenski boltinn 18. ágúst 2023 16:59
Logi fer til Noregs: „Búinn að stefna að þessu síðan ég var lítill krakki“ Logi Tómasson er á leið til norska félagsins Strömgodset frá Víkingum. Logi er spenntur og segist hafa stefnt að atvinnumennsku af alvöru síðustu árin. Fótbolti 17. ágúst 2023 18:30
Ósammála Rúnari: „Menn reyna að klekkja á liðinu sem er á toppnum“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er ósammála ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um meintan grófleika Víkinga eftir leik liðanna í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Hann skilur þó af hverju Rúnar lét ummælin falla. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 13:31
Vill finna ástríðuna á ný og afsanna hrakspár annarra í sinn garð Markahrókurinn Steven Lennon telur sig hafa leikið sinn síðasta leik fyrir FH. Á næstu vikum ætlar hann að sanna fyrir fólki að fótboltatöfrarnir lifi enn í sér. Íslenski boltinn 17. ágúst 2023 08:00
Michael Jordan hjálpar Eyjamönnum í fallbaráttunni ÍBV hefur samið við Michael Jordan Nkololo um að leika með liðinu í Bestu-deild karla. Jordan er þrítugur framherji sem kemur til með að hjálpa Eyjamönnum í fallbaráttunni sem framundan er. Fótbolti 16. ágúst 2023 14:31
Steven Lennon í Þrótt Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024. Íslenski boltinn 15. ágúst 2023 17:55
Keflvíkingar fá Palestínumann sem á unglingalandsliðsleiki fyrir Króatíu Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur samið við Palestínumanninn Muhamed Alghoul um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu-deild karla í knattspyrnu. Fótbolti 15. ágúst 2023 12:31
Emil búinn að missa þrennuna aftur Stjörnumaðurinn Emil Atlason hélt þrennunni ekki lengi því staðfest leikskýrsla á heimasíðu KSÍ hefur nú verið uppfærð. Íslenski boltinn 15. ágúst 2023 12:19
Erlendur dómari gaf Emil þrennuna: Sjáðu mörkin Stjörnumaðurinn Emil Atlason hélt að hann hefði ekki fengið þrennuna skráða í 4-0 sigri Stjörnunnar á Fylki í Bestu deild karla í fótbolta í Árbæ í gærkvöldi en dómarar leiksins ákváðu eftir allt saman að skrá þrjú mörk á hann. Íslenski boltinn 15. ágúst 2023 09:00
Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 22:09
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - Stjarnan 0-4 | Emil Atlason allt í öllu Emil Atlason skoraði tvö, mögulega þrjú mörk, þegar Stjarnan heimsótti Fylki í lokaleik 19. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Stjarnan hafði fyrir leik kvöldsins ekki tapað gegn Fylki í efstu deild í heilan áratug. Á því varð engin breyting í kvöld. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 21:15
Stjarnan bætir við sig dönskum varnarmanni Bestu deildar lið Stjörnunar hefur gengið fram samningum við danska varnarmanninn Kristian Riss. Íslenski boltinn 14. ágúst 2023 16:00