Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Björn Kristinn Björnsson: Við gerðum okkur erfitt fyrir

    Björn Kristinn Björnsson þjálfari Fylkisstúlkna var að vonum ánægður eftir sigur liðs síns í Kaplakrika, en Fylkisstelpur unnu þar FH 4-2. „Ég er mjög ánægður að ná þessum stigum hérna í dag en við vorum vorum vægast sagt að gera okkur þetta erfitt fyrir, FH-liðið var einnig að spila mjög vel. Maður spilar ekki betur en andstæðingurinn leyfir og þær voru að spila vel. Við getum hinsvegar ekki verið annað en ánægð með að fá þrjú stig hér en það má gera betur."

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jón Þór: Stelpurnar vissu að þetta yrði erfitt

    Jón Þór Brandsson, þjálfari FH, var ánægður með lið sitt þrátt fyrir tap gegn Fylkisstúlkum á Kaplakrika í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Fylki sem voru manni fleiri síðustu 30 mínúturnar. „Okkur vantar enn stig, en við erum á réttri leið, við erum að læra í hverjum leik og vitum nú hvað þarf til að vinna stig í Pepsideildinni og erum við að nálgast það," sagði Jón Þór Brandsson.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Sigurður Ragnar: Dýrt að klúðra vítum

    Það var smá ryð í okkur í upphafi leiksins en við unnum okkur svo vel inn í leikinn,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, eftir 2-0 tap gegn Bandaríkjunum á Algarve Cup í dag.

    Íslenski boltinn