

Bílar
Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fjögur þúsund kvartað yfir draugabremsun
Bílaframleiðandinn Tesla hefur fengið þúsundir kvartana vegna aðstoðarkerfis ökumanna. Einnig hefur fyrirtækinu mistekist að verja upplýsingar um viðskiptavini og starfsmenn.

Tork gaur: Umdeilt grill öskrar ,,drullaðu þér frá“
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í tíunda þætti annarrar þáttaraðar er það BMW i7 sem verður prufukeyrður.

Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu
Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánnýjar ofurdrossíur.

Leiðtogabílarnir verða ekki fluttir úr landi
Fimmtíu Audi Q8 e-tron rafmagnsbílar voru fluttir inn til landsins til að aka leiðtogum Evrópuráðsins milli staða á meðan fundur þeirra í Hörpu fór fram í vikunni. Til stóð að flytja hluta flotans úr landi en sökum mikils áhuga verða engir bílanna fluttir úr landi.

Eigendur eldri bíla gætu þurft að kaupa dýrara bensín
Bílafloti landsins verður nú knúinn umhverfisvænna bensíni en áður. Fyrir langflesta er þetta engin breyting en fyrir þá sem eiga eldri bíla gæti þetta úthent lengri og dýrari ferðir á bensínstöðvar.

Blár Porsche varð fyrir valinu þegar bleikur var ekki til
Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokko, keyrir um á ljósblárri glæsibifreið af tegundinni Porsche Taycan en hefði viljað hann bleikan.

Tork gaur: „Glaðasti bíll í heimi“ með aragrúa af ljósum
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er rafmagnsbíllinn Smart #1, fyrsta sinnar tegundar á landinu.

Bifreiðar óökufærar en minniháttar meiðsli eftir árekstur
Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir með sjúkrabíl af vettvangi bílslyss þar sem tveir bílar skullu saman í Grafarvogi. Áverkar þeirra voru minniháttar en báðar bifreiðarnar voru óökufærar og voru dregnar af vettvangi.

Stefna vegna áhrifa uppfærslu á drægni Tesla-bifreiða
Hópur eigenda tveggja tegunda Tesla-rafbireiða hyggjast stefna framleiðandanum vegna sjálfvirkrar hugbúnaðaruppfærslu sem þeir segja að hafi dregið úr drægni bifreiðanna eða jafnvel skemmt rafhlöðu þeirra.

Tork gaur: „Það er eitthvað svona frískandi við að vera hérna inni“
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti annarrar þáttaraðar er Renault Megane E-tech tekinn fyrir.

Lokað fyrir bíla og strætó í nágrenni leiðtogafundarins
Stórum hluta miðborgarinnar verður lokað fyrir umferð ökutækja, þar á meðal strætisvagna, á meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur í Hörpu eftir tvær vikur. Reikna má með umferðartöfum á öllu höfuðborgarsvæðinu vegna fundarins.

Tork gaur: Finnst ennþá heillandi að geta sofið í bílnum
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í áttunda þætti annarrar þáttaraðar er Volvo FH Electric Vörubíll tekinn fyrir.

Ávinningurinn margfaldur en greiða þurfi úr flækjum: „Þetta er gríðarlega stórt verkefni“
Koma fyrstu rafmagnsvörubílanna til landsins markar byltingu að sögn forstjóra Brimborgar. Tæknilega væri hægt að skipta helmingi flotans út strax en kostnaður og skortur á innviðum er ákveðin hindrun sem bregðast þurfi við. Ávinningurinn sé þó margfaldur, ekki síst þegar kemur að því að ná loftslagsmarkmiðum. Áfram sé langt í land en þetta sé skref til framtíðar.

Tugir bíla skemmdir í Eyjafirði: „Ég ætlaði að sækja bílinn um síðustu helgi“
Skemmdarvargar tjónuðu um það bil þrjátíu bíla, sem geymdir eru í gamalli námu í Eyjafirði, í gærkvöldi. Eigandi eins bílsins telur tjónið jafnvel geta hlaupið á milljónum króna.

Fátt um fína bíla á Íslandi
Bílar sem myndu flokkast sem „ofurbílar“ á heimsvísu eru ekki margir hér á landi. Til eru tveir Ferrari-bílar á landinu, tveir Aston Martin og sex Maserati. Örfá önnur merki eiga fulltrúa nokkur eiga engan fulltrúa hér á landi.

Tork gaur: Undantekningin sem sannar ekkert endilega regluna
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjöunda þætti annarrar þáttaraðar er Volvo C40 tekinn fyrir.

Tork gaur: Kraftmikill fjölskyldujepplingur
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í sjötta þætti annarrar þáttaraðar er Porsche Cayenne Coupe tekinn fyrir.

„Allt að 70% afsláttur“ reyndist iðulega einungis fimm prósent
Dekkja- og bílaþjónustan ehf., rekstraraðili dekk1.is, hefur verið sektað vegna viðskiptahátta sinna. Auglýstur var allt að 70 prósent afsláttur í „Cyberviku“ en einungis var hægt að finna dekk á mun lægri afslætti, iðulega einungis fimm prósenta. Þarf félagið að greiða 200 þúsund króna sekt.

Gamall Volvo brann til kaldra kola í Kópavogi
Eldur kom upp í bifreið í Kórahverfinu í Kópavogi í dag. Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu brann bíllinn til kaldra kola en um var að ræða gamlan bíl frá Volvo.

Símon Orri stýrir sölu smartbíla
Símon Orri Sævarsson hefur verið ráðinn til Bílaumboðsins Öskju. Símon mun gegna starfi sölustjóra smartbíla og Mercedes-Benz sendibíla. Bílaframleiðandinn Smart býður upp á rafknúna bíla og er nýjasta viðbótin í vöruframboði Öskju.

Tærður geymir olli sprengingunni í Álfheimum
Þrýstigeymirinn sem sprakk í bíl sem lagt var á þjónuststöð Olís við Álfheima í febrúar síðastliðnum var verulega tærður og orsakaði það skert þrýstingsþol. Ökumaðurinn bílsins kastaðist frá bílnum þegar sprengingin varð við áfyllingu metaneldsneytis, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir hlutu áverka.

Vara við tortryggilegum Toyota-gjafaleik
„Enn eitt svindlið á Facebook,“ segir í upphafi færslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Færslan er gerð til að vara fólk við gjafaleik sem þúsundir Íslendinga hafa tekið þátt í.

Hagstæð langtímaleiga hjá Brimborg á nýjum rafbílum
Það hefur sennilega sjaldan eða aldrei verið jafn öruggt og þægilegt að taka rafbíl á langtímaleigu eins og um þessar mundir.

Óvenjulega dýr Toyota-jeppi til sölu á Facebook
Vakin var athygli í Íslandi í dag á óvenjulega hátt verðlögðum Toyota Land Cruiser 300 í söluauglýsingu á Facebook um daginn. Jeppinn, sem er af árgerð 2023, er auglýstur til sölu á 38.900.000 krónur.

Tork gaur: Einungis 270 stykki til í heiminum
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fimmta þætti annarrar þáttaraðar er Polestar 2 BST 270 tekinn fyrir.

Tesla reyndi að fá Karen til að hætta við tillögu
Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur ákveðið að taka tillögu Karenar Róbertsdóttur, fjárfestis, upp á aðalfundi í vor. Tillagan lýtur að lykilpersónuáhættu í ljósi áhugaleysis Elon Musk á fyrirtækinu undanfarin misseri.

Starfsmenn Tesla deildu viðkvæmum myndum viðskiptavina
Hópur starfsmanna bílaframleiðandans Tesla segir að myndir og myndskeið, sem bílar viðskiptavina fyrirtækisins hafa tekið, hafi gengið milli starfsmanna í hópspjöllum á netinu. Sum myndskeiðin séu af viðkvæmum toga líkt og eitt sem sýnir viðskiptavin kviknakinn. Þá virðist eitt myndskeiðanna hafa verið tekið af bíl sjálfs Elons Musk, forstjóra Tesla.

Lögreglan á Vesturlandi komin á Teslu
Lögreglan á Vesturlandi hefur fest kaup á tveimur Teslu-bifreiðum sem notaðar verða við almenna löggæslu framvegis. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir bifreiðakaupin hluta af kolefnisjöfnun embættisins.

„Með BMW áhuga eiginlega síðan ég kom úr legi móður minnar“
Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í fjórða þætti annarrar þáttaraðar er BMW i4 eDrive 40 tekinn fyrir. Um er að ræða afturhjóladrifinn BMW bíl sem er einungis knúinn af rafmagni.

Opna GoKart-braut á Akureyri í sumar
Opnuð verður GoKart-braut á Akureyri 1. júní í ár. Um er að ræða einu braut sinnar tegundar á landinu en GoKart hefur ekki verið í boði á Íslandi síðan árið 2018 þegar brautin í Garðabæ lokaði. Einn þeirra á bak við nýju brautina segir GoKart vera mikilvægt svo krakkar fái tilfinningu fyrir akstri áður en þeir fá bílpróf.