„Rafbílavæðing á Íslandi hefur stóraukist og þá helst á síðustu 3-4 árum. Orkusalan hóf vegferð sína í hleðslulausnum árið 2016 en þá gáfum við öllum sveitarfélögum landsins 22kW hleðslustöðvar til þess að vekja athygli á orkuskiptum framtíðarinnar. Til að byrja með voru þessar stöðvar lítið notaðar og þá síst utan höfuðborgarsvæðisins en með aukinni drægni rafbíla hefur fjöldi rafbílaeigenda 20-faldast á síðustu fimm árum. Við sjáum klárlega aukningu í kortunum, þessi þróun á eftir að halda áfram næstu ár sem er mikilvægur þáttur þegar kemur að orkuskiptum hér á landi,“ segir Heiða Halldórsdóttir, markaðsstjóri Orkusölunnar.