Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Toyota Crown enn í fullu fjöri

Hver man ekki eftir Toyota Crown, flaggskipi Toyota, sem seldist vel hér á landi fyrir nokkrum áratugum og entist von úr viti? Þessi bíll hefur ekki verið til sölu hérlendis lengi, en það þýðir ekki að framleiðslu hans hafi verið hætt. Öðru nær, nú er hann kominn á fjórtándu kynslóð og framleiddur í Japan fyrir heimamarkað.

Bílar
Fréttamynd

Voldugur á alla kanta

Fyrst þegar tekið er af stað á Ford Expedition Limited jeppanum er tilfinningin svolítið eins og maður hafi stigið upp í vörubíl. Stærðin á bílnum venst þó ótrúlega fljótt og er hann raunar furðulipur miðað við umfang.

Bílar
Fréttamynd

Gladiator á götuna

Handsmíðaða mótorhjólið hans Jakobs Inga Jakobssonar laganema nefnist The Gladiator og er enginn venjulegur gæðingur. Það hannaði Jakob algjörlega sjálfur í skylmingarþrælastíl og skreytti með um 200 myndum.

Bílar
Fréttamynd

Rafknúinn sportbíll rennir úr hlaði

Tveggja sæta sportbíll, Tesla Roadster, sem eingöngu er knúinn rafmagni hefur litið dagsins ljós. Hann er knúinn lithium-ion rafhlöðum og kostar tæplega 8 milljónir kr.

Bílar
Fréttamynd

Land Rover sextugur

30. apríl fyrir 60 árum var sögulegur í breskri bílasögu: Fyrsti Land Roverinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Amsterdam. Enn þann dag í dag má finna erfðavísa þessa fyrsta bíls í Defender-línunni frá Land Rover. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru enn nokkrir vélarhlutir algjörlega óbreyttir frá upphafi: Meðal annars olíutappi og festing til þess að binda niður seglþakið. Aðrir hlutir í bílnum hafa þó breyst umtalsvert, samhliða því sem tækninni hefur fleygt fram.

Bílar
Fréttamynd

Lipur eins og fólksbíll

Þótt hressilega gusti á Kjalarnesinu á köflum kemst Þorsteinn Einarsson sjúkraliði allra sinna ferða. Hann ekur um á Hummer sem haggast ekki þó að vindurinn fari í sextíu metra á sekúndu.

Bílar
Fréttamynd

Hlegið í umferðinni

Sumir bílar fá vegfarendur til að brosa og jafnvel hlæja. Til dæmis sá með skrásetningarmerkið HEHEHE. Eigandinn Haraldur Leví Gunnarsson var tekinn á beinið.

Bílar
Fréttamynd

Svöl mótorhjólamamma

Anna Málfríður Jónsdóttir fékk sér mótorhjól fyrir nokkrum árum, en uppátækið vakti ekki furðu dætranna sem voru vanar því að móðirin umgengist húðflúraða og skeggjaða Snigla.

Bílar
Fréttamynd

Gæti lagt inni í herbergi

Mini Cooper er snaggaralegur bíll, ekki síst með blæju. Haraldur Guðmundsson, nemandi í Flugskólanum, ekur um á einum slíkum.

Bílar
Fréttamynd

Ökuleikni í óbyggðum

Daglangt námskeið fyrir óvana ökumenn á óbreyttum jeppum og jepplingum verður haldið á vegum Arctic Trucks hinn 3. nóvember. Arctic Trucks býður upp á námskeið í jeppaakstri í byrjun nóvember fyrir þá sem ekki eru bugaðir af reynslu. Markmiðið er að að kenna ökumönnum að aka við hinar ýmsu aðstæður en framkvæmdin er háð færð og veðri.

Bílar
Fréttamynd

Ófært á rétt rúmum tíma

Á veturna er í raun engum fjallvegum lokað en þeir eru á hinn bóginn merktir ófærir og þá er fólk á ferð á eigin ábyrgð. Einu skiptin sem þeim er lokað er við sérstakar aðstæður eins og í leysingum.

Bílar
Fréttamynd

Óskabíllinn alla tíð

Að fara með Þrúðmari Kára Ragnarssyni vélamanni á rúntinn á Chevrolet Corvette C6 er eins og að svífa á dúnmjúku skýi.

Bílar
Fréttamynd

Sölumet slegin

VW slær sölumet sjöunda mánuðinn í röð. Sala hefur aukist mikið á fyrstu sjö mánuðum ársins hjá Volkswagen-samstæðunni. Sett var sölumet í júlí þegar seldust 522 þúsund bílar, sem er 10,2% söluaukning miðað við sama mánuð í fyrra.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Gegnsær sportbíll

Bíll sem lítur út eins og risastórt leikfang er nýjasta hönnun fyrirtækisins Rinspeed. Formið er eins og blanda af gamaldags kappakstursbíl og Volkswagen-bjöllu og boddíið er úr gegnsæju gulu plasti.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Dísilbílarnir menga minnst

Umhverfisvænir bílar hafa verið mikið í umræðunni að undan­förnu og hefur forseti Íslands nú bæst í hóp þeirra sem velja þann kost. Stefán Ásgrímsson, ritstjóri FÍB blaðsins, segir Svía lengst á veg komna með að skilgreina hvaða bílar séu umhverfisvænir.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Enginn gleiðgosaháttur

Honda Accord executive býður af sér góðan þokka og kemur fyrir sem hógvær en kraftmikil skepna. Við fyrstu kynni virkaði Honda Accord executive svolítið eins og félagsheimilið í myndinni Með allt á hreinu.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Toyota fer troðnar slóðir

Toyota Auris er nýr hlaðbakur sem ætlað er að taka við af hlaðbaksútgáfum Corolla. Barnið vex en brókin ekki. Bílar gera það hinsvegar. Gott dæmi er Toyota Corolla sem hefur gegnum tíðina stækkað úr smábíl í fullvaxinn fólksbíl og um leið orðið að mjög fjölbreyttri bílalínu.

Heilsuvísir
Fréttamynd

Hemlar verða að vera í lagi

Tími ferðalaganna er runninn upp og margir hafa tekið fram tjaldvagna og fellihýsi fyrir fríið. Að mörgu eru að huga áður en tjaldvagn eða fellihýsi er hengt aftan í bílinn -- ef búnaðurinn er ekki lagi getur farið illa. </font /></b />

Menning