Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur

Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segjast ekki hafa klippt gamla þætti á ný

Höfundar þáttanna Stranger Things segjast ekki hafa klippt gamla þætti eftir að þeir voru gefnir út til þess að þeir litu betur út miðað við hvernig þættirnir þróuðust. Áhorfendur hafa greint frá því að þegar þeir horfa á gamla þætti séu einhver atriði sem vantar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó

Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Lífið
Fréttamynd

H.E.R. mun leika Fríðu

Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Líður eins og stjörnu í Sarajevó

Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi.

Lífið
Fréttamynd

Rýnt í stiklu House of the Dragon

HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Rýnt í stiklu Rings of Power

Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna

Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar.

Lífið
Fréttamynd

Væntanlegt í bíó: Af hundum, köttum, ljónum og Baltasari

Nú er genginn í garð sá árstími sem Hollywood gefur út sínar dýrustu myndir og væntir aðsóknar í takt við reikninginn. Nú þegar hafa nýjar Top Gun og Jurassic World myndir litið dagsins ljós og á morgun bætist Thor: Love and Thunder í hópinn. Það er svo í ágúst sem fullorðnir fá loks eitthvað fyrir sinn snúð þegar myndir á við Bullet Train, Beast og Nope koma út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Margrét ráðin að­stoðar­dag­skrár­stjóri RÚV

Margrét Jónasdóttir hefur verið ráðin aðstoðardagskrárstjóri RÚV. Hún mun hafa faglega umsjón með innkaupum og framleiðslu á heimildaefni. Jafnframt mun hún leiða, í samstarfi við dagskrárstjóra,hugmyndavinnu, þróun, framleiðslu, kaup, stefnumótun, gæðamat og gæðeftirlit með öllu heimildaefni fyrir sjónvarp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hollywood fréttir: Hata allir Chris Pratt?

Sjónvarpsframleiðandinn Amy Berg velti því upp á Twitter árið 2020 hver væri óvinsælasti leikarinn með fornafnið Chris: Hemsworth, Evans, Pine eða Pratt. Pratt var þar níddur af miklum meirihluta svarenda. Síðan þá hefur hann þurft að þola að vera sagður óvinsælasti leikarinn með nafnið Chris í Hollywood.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tökur hefjist í fyrsta lagi eftir tvö ár

Aðdáendur ofurnjósnarans James Bond þurfa að sætta sig við dágóða bið eftir næstu mynd samkvæmt upplýsingum frá Barböru Broccoli, framleiðanda myndanna. Framleiðsla myndarinnar muni ekki hefjast fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Byrjuð að framleiða Aulann mig 4

Framleiðsla er hafin á Aulanum mér 4 segir leikarinn Steve Carell sem talar fyrir illmennið Gru. Carell segir myndina rökrétt framhald af þriðju mynd seríunnar, hún fjalli um það hvernig fjölskylda þeirra Gru og Lucy virki sem heild nú þegar þau eru komin með börn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr Svari við bréfi Helgu frumsýnd

Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september en hér er fyrsta stiklan úr myndinni sem er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum.

Lífið