Úrslit kvöldsins í IE-deild kvenna | Snæfell lagði KR Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna og var mest spenna fyrir leik KR og Snæfells. Körfubolti 29. febrúar 2012 21:18
Hildur ætlar að harka af sér í kvöld KR og Snæfell mætast í DHL-höllinni í kvöld í einum af úrslitaleikjunum um sæti í úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna en liðin mega ekkert gefa eftir ætli þau að vera með í úrslitakeppninni í ár. Körfubolti 29. febrúar 2012 06:00
KR skiptir um þjálfara í kvennakörfunni Ara Gunnarssyni, þjálfara kvennaliðs KR í körfubolta, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í kvöld. Körfubolti 23. febrúar 2012 23:23
Galopin barátta um þriðja sætið | toppliðin unnu Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Keflavík og Njarðvík, efstu tvö lið deildarinnar, unnu bæði sína leiki í kvöld en næstu þrjú lið á eftir eru nú jöfn að stigum. Körfubolti 22. febrúar 2012 21:13
Fögnuður Njarðvíkurstúlkna - myndir Njarðvík vann magnaðan sigur á Snæfelli í úrslitum Poweradebikars kvenna í Laugardalshöll í dag. Njarðvík skrefi á undan og vel að titlinum komið. Körfubolti 18. febrúar 2012 18:50
Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 77-84 Njarðvík skrifaði nýjan kafla í glæsta sögu félagsins með 84-77 sigri gegn liði Snæfells í úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknatleik. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Njarðvíkur vinnur stóran titil í körfubolta en Njarðvík hefur þrívegis áður leiki til úrslita. Snæfell var í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar. Körfubolti 18. febrúar 2012 13:00
Ferskir vindar um Höllina Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland Express deildunum eru á því að Tindastól og Nja Körfubolti 18. febrúar 2012 10:00
Hver vinnur hjá konunum? Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild kvenna(fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik kvenna í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn kona leiksins. Körfubolti 18. febrúar 2012 09:00
Bryndís er ekki með slitið krossband en Helga er úr leik KR verður án tveggja lykilmanna á næstunni en liðið stendur í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Varafyrirliðinn Helga Einarsdóttir verður ekkert meira með á tímabilinu vegna meiðsla í baki og Bryndís Guðmundsdóttir missir af næstu þremur til fjórum vikum. Körfubolti 15. febrúar 2012 07:00
Snæfellskonur í Höllina í fyrsta sinn | Unnu Stjörnuna örugglega Kvennalið Snæfells tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum eftir 46 stiga sigur á 1. deildarliði Stjörnunnar, 101-55, í undanúrslitaleik liðanna í Poweradebikar kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Sigur Snæfellsliðsins var sannfærandi og öruggur. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Snæfells kemst í bikarúrslitaleikinn. Körfubolti 13. febrúar 2012 20:39
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75 - 73 Shanae Baker-Brice tryggði Njarðvíkingum sæti í úrslitum Powerade bikarsins í 75-73 sigri Njarðvíkur á Haukum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar 9 sekúndur voru eftir af framlengingunni en Haukastúlkur náðu ekki að svara því. Körfubolti 13. febrúar 2012 19:18
Auðvelt hjá Keflvíkingum Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni, 93-69, í Iceland Express-deild kvenna í dag. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar bera með sér. Körfubolti 12. febrúar 2012 18:34
Óvæntur sigur Hamars í vesturbænum Hamarskonur komu heldur betur á óvart í Iceland Express-deild kvenna með því að vinna sterkt lið KR í vesturbæ Reykjavíkur í dag, 72-69. Alls fóru þrír leikir fram í dag. Körfubolti 11. febrúar 2012 18:24
Kæru Keflvíkinga hafnað | Úrslitin standa í leik Njarðvíkur og Keflavíkur Úrslitin úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta sem fram fór þann 23. janúar síðastliðinn, munu standa en það er niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands. Njarðvík verður því í undanúrslitum keppninnar ásamt Haukum, Snæfelli og Stjörnunni. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 9. febrúar 2012 17:29
Keflavík skellti KR | Öll úrslit kvöldsins Keflavík gefur ekkert eftir í Iceland Express-deild kvenna en liðið skellti KR-stúlkum í kvöld. Körfubolti 8. febrúar 2012 21:15
Undanúrslit í uppnámi Ekki er ljóst hvenær undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna í körfuknattleik fara fram. Beðið er eftir niðurstöðu kærumáls úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur sem fram fór í átta liða úrslitum. Körfubolti 7. febrúar 2012 06:00
Óvæntur sigur Snæfells á toppliði Keflavíkur Snæfell gerði sér lítið fyrir og skellti toppliði Keflavíkur í Iceland Express-deild kvenna í Stykkishólmi í kvöld. Alls fóru þrír leikir fram í deildinn í kvöld. Körfubolti 1. febrúar 2012 21:04
Keflavík lagði Hauka - Valur, Hamar og Njarðvík með sigra Keflavík heldur fjögurra stiga forskoti á toppi Iceland Express-deildar kvenna í körfuknattleik eftir 78-75 heimasigur á Haukum. Valskonur unnu óvæntan sigur á KR, Hamar lagði Fjölni og Njarðvík vann útisigur á Snæfell. Körfubolti 28. janúar 2012 18:50
Haukakonur aftur upp fyrir KR | Vonin orðin veik hjá Val Haukakonur endurheimtu þriðja sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna átján stiga sigur á Val, 84-66, á Ásvöllum í kvöld. Von Valskvenna á því að komast í úrslitakeppnina er nú orðin afar veik en liðið er nú tíu stigum á eftir Haukum og KR sem eru í 3. og 4. sæti. Körfubolti 25. janúar 2012 20:48
Keflavíkurkonur hefndu bikartapsins og unnu í Ljónagryfjunni Keflavík styrkti stöðu sína á toppi Iceland Express deildar kvenna eftir sex stiga útisigur á Njarðvík, 68-62, í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld. Keflavík er eftir leikinn með fjögurra stiga forskot á Njarðvík á toppi deildarinnar. Körfubolti 25. janúar 2012 20:40
KR-konur upp í þriðja sætið | Fóru illa með Fjölni KR-konur eru komnar upp í þriðja sæti Iceland Express deildar kvenna eftir sannfærandi 44 stiga sigur á Fjölni í kvöld, 86-42. KR fór upp fyrir Hauka en Haukakonur eiga leik inni á móti Val á morgun. Körfubolti 24. janúar 2012 20:47
Botnliðið fór á kostum og vann Snæfell | Voru búnar að tapa 11 í röð Hamarskonur eru ekki búnar að segja sitt síðasta í Iceland Express deild kvenna í vetur því botnliðið vann 25 stiga sigur á Snæfelli, 82-57, í Hveragerði í kvöld. Hamar var með örugga forystu allan leikinn og endaði með þessum sigri ellefu leikja taphrinu sína. Körfubolti 24. janúar 2012 20:40
Njarðvíkurkonur slógu út Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur Njarðvík varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum Poweradebikars kvenna í körfubolta eftir 78-72 sigur á nágrönnunum úr Keflavík í framlengdum leik í Ljónagryfjunni. Körfubolti 23. janúar 2012 21:50
KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni. Körfubolti 10. janúar 2012 14:30
Valskonur unnu í Hólminum | Úrslitin í kvennakörfunni í kvöld Keflavík og Njarðvík bættu stöðu sína í tveimur efstu sætunum Iceland Express deildar kvenna í kvöld og KR komst upp í 3. sætið eftir átta sigur á Hamar í Hveragerði. Valskonur ætla að byrja árið vel því þær fóru í Stykkishólm og unnu 15 stiga sigur á Snæfell. Körfubolti 4. janúar 2012 20:56
Butler valin best í fyrri hluta IE-deildar kvenna KKÍ veitti í dag verðlaun fyrir fyrri hluta Iceland Express-deildar kvenna. Besti leikmaðurinn var valin Jaleesa Butler hjá Keflavík en hún hefur leikið einkar vel það sem af er vetri. Körfubolti 3. janúar 2012 14:29
IE-deild kvenna | Keflavík vann nauman sigur á KR Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í dag. Þar bar hæst að topplið Keflavíkur marði eins stigs sigur á KR. Körfubolti 17. desember 2011 18:00
Hildur fór fyrir endaspretti Snæfells í Grafarvogi | Snæfell í 4.sætið Snæfell vann níu stiga sigur á Fjölni, 94-85, í Garfarvogi í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð sem klárast á morgun. Körfubolti 16. desember 2011 21:00
Haukaliðið með tak á KR - myndir Haukakonur unnu frábæran 70-58 sigur á KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi en það voru mörg óvænt úrslit í umferðinni í gær en þrjú efstu liðin, Keflavík, Njarðvík og KR, töpuðu öll sínum leikjum. Körfubolti 15. desember 2011 08:45
Fjölnir vann í Njarðvík | Stigaskor kvöldsins í kvennakörfunni Fjölnir vann óvæntan sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni í Iceland Express deild kvenna körfubolta í kvöld og Keflavík heldur því toppsætinu þrátt fyrir óvænt tap í Hólminum. Valur vann Hamar í Hveragerði og staða Hamarsliðsins á botninum versnaði því eftir úrslit kvöldsins. Körfubolti 14. desember 2011 21:00