Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kristrún í Val

    Ein af sterkari körfuboltakonum landsins, Kristrún Sigurjónsdóttir, hefur ákveðið að söðla um og er genginn í Val frá Hamri. Kristrún skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór búinn að semja við Snæfell til ársins 2014

    Ingi Þór Steinþórsson framlengdi í gær samning sinn við Snæfell um tvö ár og mun því þjálfa karla- og kvennalið félagsins til ársins 2014. Ingi Þór var að klára sitt annað tímabil í Hólminum en hann gerði karlaliðið að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári og í vetur vann liðið Lengjubikarinn og Meistarakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hildur Sigurðardóttir samdi við Snæfell

    Hildur Sigurðardóttir skrifaði í dag undir samning við Snæfell og mun hún leika með liðinu í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik næstu tvö árin. Hildur hefur verið lykilmaður í KR-liðinu undanfarin ár en hún er fædd og uppalinn í Stykkishólmi og mun hún styrkja hið unga lið Snæfells gríðarlega. Jón Ólafur Jónsson skrifaði einnig undir tveggja ára samning við Snæfell í dag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Maður er hundsvekktur eftir svona tap

    „Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni. „Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingibjörg: Kom í Keflavík til að vinna titilinn

    Ingibjörg Jakobsdóttir, kom til Keflavíkur fyrir tímabilið og varð Íslands-, bikar- og fyrirtækjameistari á sínu fyrsta tímabili. Hún hafði orðið bikarmeistari með Grindavík á sínum tíma en varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn á ferlinum í Toyota-höllinni í gærkvöldi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Auður: Þetta er rétt að byrja hjá þeim

    Öskubuskuævintýri Njarðvíkurkvenna tók enda í gær þegar liðið tapaði 51-61 í þriðja leiknum á móti Keflavík í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann alla þrjá leikina og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór hættir á toppnum með kvennalið Keflavíkur

    Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í kvöld eftir 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór gaf það út eftir leikinn að hann væri hættur með liðið eftir fimm ára starf en liðið varð tvisvar Íslandsmeistari undir hans stjórn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pálína: Tilfinningin er alltaf jafngóð

    Pálína Gunnlaugsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur þegar þær tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 61-51 sigri í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna: Ég er rosalega stolt af liðinu

    Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn á ferlinum í kvöld þegar Keflavík vann 61-51 sigur í þriðja leiknum á móti Njarðvík í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur Íslandsmeistarar

    Keflavíkurkonur eru Íslandsmeistarar í kvennakörfunni í fjórtánda sinn eftir tíu stiga sigur á Njarðvík, 61-51, í Toyota-höllinni í kvöld í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi Iceland Express deildar kvenna. Keflavík vann einvígið 3-0 og alls 6 af 7 leikjum sínum í úrslitakeppninni í ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir: Gerðum of mikið af grundvallarmistökum

    "Við þurftum að hafa rosalega mikið fyrir því að koma okkur inn í leikinn,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur, eftir tapið í kvöld. Njarðvík er heldur betur komið upp við vegg en eftir tapið í kvöld þá leiðir Keflavík einvígið 2-0. Leikurinn í kvöld var virkilega spennandi en Keflvíkingar voru sterkari á lokasprettinum og unni 67-64.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bíta Ljónynjurnar enn frá sér?

    Annar leikur lokaúrslita í Iceland Express deild kvenna fer fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík klukkan 19.15 í kvöld en þar tekur öskubuskulið Njarðvíkur á móti bikarmeisturum Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Birna fyrst til að taka þátt í tíu úrslitaeinvígum um titilinn

    Birna Valgarðsdóttir fyrirliði Keflavíkurliðsins í Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður í eldlínuni í dag í fyrsta leik úrslitaeinvígisins á móti Njarðvík. Birna brýtur þá blað í sögu úrslitakeppni kvenna með því að verða fyrsti leikmaðurinn sem nær því að taka þátt í tíu úrslitaeinvígum um titilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Deildarmeistaralaus lokaúrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár

    Njarðvíkurkonur tryggðu sér sæti í lokaúrslitum í fyrsta sinn í sögu úrslitakeppni kvenna þegar þær slógu út deildarmeistara Hamars í oddaleik í Hveragerði í gærkvöldi. Þetta er aðeins í annað skiptið í 19 ára sögu úrslitakeppninnar sem deildarmeistarar komast ekki í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn en síðast gerðist það fyrir fjórtán árum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

    "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter

    "Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

    Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurkonur komnar í úrslit - myndir

    Kvennalið Keflavíkur tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með því að slá út Íslandsmeistara KR í DHL-höllinni í gærkvöldi. Keflavík vann tvo síðustu leikina og einvígið 3-1. Keflavík var að komast í lokaúrslitin í fyrsta sinn síðan 2008 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið í fimmtánda sinn frá upphafi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Þetta er hræðilega sárt

    "Þetta er alveg hræðilega sárt,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. KR-stúlkur eru komnar í sumarfrí eftir að hafa fallið úr leik gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express-deild kvenna, en einvíginu lauk með 3-1 sigri Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Jón Halldór: Er með stelpur sem hafa spilað milljón svona leiki

    “Við ætluðum okkur í úrslit og því erum við í toppmálum,” sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið í Iceland-Express deild kvenna eftir 70-62 sigur gegn KR í fjórða leik liðana og einvíginu lauk því með 3-1 sigri suðurnesjastúlkna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR

    Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR.

    Körfubolti