

Dómsmál
Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Gripinn glóðvolgur við flóttatilraun úr landi
Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Maðurinn var gripinn glóðvolgur á Keflavíkurflugvelli er hann reyndi að flýja land, þrátt fyrir farbann.

Vill skoða lög og reglur um einangrunarvistun
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra útilokar ekki breytingar á lögum og reglum um einangrunarvist og hefur kallað eftir upplýsingum frá lögreglu og embætti ríkislögmanns vegna þessa. Hún segir umhugsunarvert hvernig einangrunarvistun er beitt við rannsókn mála hér á landi.

Litu til þess að konan hafði áður sent lögreglumanninum sambærileg skilaboð
Lögreglumaðurinn var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn.

Aftur í gæsluvarðhald grunuð um mjög alvarleg brot gegn dætrum sínum
Meðal gagna í málinu eru myndbandsupptökur og segir í greinargerð héraðssaksóknara að á þeim megi bæði sjá og heyra að þáttur konunnar í brotunum sé mikill

Burðardýr í fangelsi fyrir innflutning á amfetamínbasa
Pólskur ríkisborgari hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir innflutning á tæpum lítra af amfetamínbasa fyrr á árinu.

Lögreglumaður dæmdur fyrir líflátshótanir á Snapchat
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt lögreglumann í þrjátíu daga skilorðsbundið fanglesi vegna hótana sem hann sendi konu á samfélagsmiðlinum Snapchat í lok janúar síðastliðinn.

Kynni Vilhjálms og Markúsar úrskurðuð „hefðbundin“
Ólafur hyggst kæra úrskurð Landsréttar til Hæstaréttar.

„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“
Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar

Stundin lagði Glitni í Landsrétti
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða.

Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins
Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017.

Játaði hjá lögreglu en fer nú fram á frest
Sigurður Kristinsson óskaði eftir fresti til að taka afstöðu til sakargiftar við þingfestingu í Skáksambandsmálinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Hæstiréttur vildi ekki taka fyrir kröfu Atla Helgasonar um lögmannsréttindi
Landsréttur hafnaði beiðni Atla um lögmannsréttindi í sumar. Hæstiréttur synjaði beiðni hans um skjóta málinu þangað, að sögn RÚV.

Heyrði þegar skinnið sprakk á ofninum
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir að ráðast á sambýliskonu sína og halda handlegg hennar upp að sjóðandi heitum ofni.

Þingfest í Skáksambandsmálinu á föstudag
Sigurður Kristinsson auk tveggja annarra verða ákærðir í Skáksambandsmálinu svokallaða sem tengist innflutningi á töluverðu magni fíkniefna.

„Þetta hefur haft rosaleg áhrif á mig og fjölskyldu mína“
Ásta Kristín segir niðurstöðuna áfall og ætlar að áfrýja dómnum.

Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað
Var sýknuð af ákæru um manndráp af gáleysi.

Katrín biður sakborninga og aðstandendur afsökunar
Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands beðist afsökunar „á því ranglæti,“ sem sakborningar, aðstandendur þeirra og aðrir sem hafa „átt um sárt að binda“ vegna Guðmundar-og Geirfinnsmálanna.

Konu í Sviss stefnt fyrir meiðyrði vegna Hlíðamálsins
Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði.

Erla enn með ábyrgðina á herðum sér
Erla Bolladóttir á enn eftir að fá mannorð sitt hreinsað. Tilfinningarnar eru blendnar eftir sýknudóm í gær. Hún vonast enn til að Hæstiréttur gangi lengra, lýsi sakleysi þeirra yfir og gangist við því sem gerðist.

Tekur ekki á sig kostnað ábyrgðarlausra
Minnst fimm innheimtumál Menntamiðstöðvarinnar ehf. vegna ógreiddra skólagjalda hafa ratað fyrir dómstóla. Skólastjóri segir að um sé að ræða einstaklinga sem hafi aldrei haft í hyggju að borga og séu að reyna að komast hjá því.

Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn
Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Allir gera ráð fyrir sýknudómi en Ragnar vill yfirlýsingu um sakleysi og bendir á dóm frá Bretlandi.

Dæmdur fyrir hótanir: „Stúta þessum læknabeljum“
Karlmaður hefur verið dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hótað starfsfólki dýralækningastöðvar á höfuðborgarsvæðinu.

Segir endurtekninguna erfiða fyrir ákærðu í málinu
Aðalmeðferð í Aurum-málinu hófst í gær í Landsrétti og heldur áfram í dag.

Káfaði á stúlku í Kringlunni
Var El Mustapha ákærður fyrir brot gegn barnaverndarlögum.

Kæra lögreglu vegna lélegrar rannsóknar
Lögmaður tveggja stúlkna og móður þeirra hefur lagt fram kærur bæði til ríkis- og héraðssaksóknara vegna meðferðar lögreglu á rannsókn brota föðurins gegn stúlkunum. Málið komst í hámæli í vor vegna afskipta þáverandi forstjóra Barnaverndarstofu.

Hitti föður sinn í síðasta skipti í fermingu daginn fyrir voðaatburðinn
Hilmar Ragnarsson, sonur Ragnars heitins Lýðssonar sem myrtur var af bróður sínum, Vali um páskana í Biskupstungum spyr sig hvort það sé nóg að drekka sig fullan og bera svo við minnisleysi til að fá aðeins sjö ára dóm fyrir.

Nauðgunardómur mildaður vegna tafa
Landsréttur hefur mildað dóm yfir Kristóferi John Unnsteinssyni sem dæmdur var í þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga stúlku eftir starfsmannagleði árið 2015.

„Ég er ekki ákærður fyrir að senda tölvupósta“
Aðalmeðferð í Aurum-málinu fer fram í Landsrétti í dag.

Dómari fór í vettvangsferð til að skoða hvort hráki væri mögulegur
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað mann sem hrækti í tvígang á lögreglumann út um glugga á samkvæmi í síðasta ári. Maðurinn var sýknaður þar sem ekki var ákært fyrir rétt brot. Dómari í málinu skoðaði aðstæður á vettvangi þar sem hrákarnir áttu sér stað til þess athuga hvort mögulegt væri að hrækja út um glugga íbúðarinnar.

Dæmdur til öryggisgæslu á viðeigandi stofnun vegna tuga brota
Ungur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir rúmri viku sakfelldur fyrir ríflega 20 brot.