Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Sanders segir Biden þurfa að gera meira

Bernie Sanders, fyrrum mótframbjóðandi Joe Biden í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í ár, segir ekki duga til að kosningabaráttan snúist einungis um að svara Trump.

Erlent
Fréttamynd

Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump

Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út.

Erlent
Fréttamynd

Póstmeistari Trump sagður hafa brotið kosningalög

Fyrrverandi starfsmenn forstjóra bandarísku póstþjónustunnar segja að þrýst hafi verið á þá að leggja fé í kosningasjóði frambjóðenda Repúblikanaflokksins sem honum hugnaðist og þeim hafi síðan verið greiddur kostnaðurinn.

Erlent
Fréttamynd

Trump réð „gervi-Obama“ sem hann út­húðaði og rak

Donald Trump Bandaríkjaforseti réð leikara til að fara með hlutverk Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandi þar sem Trump úthúðaði „forsetanum fyrrverandi“ og endaði myndbandið á því að Trump rak Obama á staðnum.

Erlent
Fréttamynd

Draga úr skimun til að fegra ímynd forsetans

Hvíta húsið er hætt að reyna að halda aftur af útbreiðslu Covid-19 í Bandaríkjunum. Þess í stað er markmiðið að vernda viðkvæma hópa, koma á einhvers konar eðlilegu ástandi og bæta ímynd Donald Trump, forseta varðandi faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Biden mælist enn með töluvert forskot

Útlit er fyrir að landsfundir Demókrata og Repúblikana hafi haft lítil áhrif á viðhorf kjósenda fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Joe Biden, frambjóðandi Demókrataflokksins, er enn með talsvert forskot gegn Donald Trump, forseta.

Erlent
Fréttamynd

Hvatti kjósendur sína til að fremja kosningasvik

Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti stuðningsmenn sína í Norður-Karólínu til þess að kjósa tvisvar í forsetakosningum sem fara fram í nóvember, að hans sögn til þess að kanna hvort að eftirlit með póstatkvæðum virki sem skyldi. Ólöglegt er að kjósa oftar en einu sinni.

Erlent
Fréttamynd

Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist.

Erlent