Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fyrrum leikmaður íslenska karlalandsliðsins og tvöfaldur Íslandsmeistari með KR er ekki ánægður með tækifærin sem dóttir hans er að fá hjá Þorsteini Halldórssyni, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Fótbolti 11. júlí 2025 08:06
Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Evrópumóti vonbrigða er lokið fyrir íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Mótið þar sem Ísland komst aldrei á skrið og spurningarnar sem sitja eftir eru margar og stórar. Fótbolti 10. júlí 2025 23:22
Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sveindís Jane Jónsdóttir var besti leikmaður Íslands í tapi gegn Noregi í síðasta leik liðsins á EM 2025. Sveindís skoraði eitt mark og lagði upp annað en gat ekki verið annað en svekkt með niðurstöðuna í mótinu. Fótbolti 10. júlí 2025 22:42
„Það var köld tuska í andlitið“ Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans. Fótbolti 10. júlí 2025 22:35
Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði landsliðsins var svekkt með tapið í kvöld gegn Noregi og mótið í heild sinni. Það var öruggt fyrir leikinn í kvöld að Ísland kæmist ekki upp úr riðlinum en Glódís segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega skrýtið að fara inn í þennan leik. Sport 10. júlí 2025 22:20
Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Dagný Brynjarsdóttir fór yfir vítt svið í viðtali eftir tapleikinn gegn Noregi fyrr í kvöld á EM 2025. Mótið var gert upp og rætt um framtíð leikmannsins bæði hjá félagsliðum og landsliði. Fótbolti 10. júlí 2025 22:02
Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Þorsteinn Halldórsson hefur löngunina og telur sig hafa getuna í að starfa áfram sem landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins en gerir sér grein fyrir því að ákvörðunin er ekki bara hans að taka. Fótbolti 10. júlí 2025 21:50
Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Ísland lauk leik á Evrópumótinu í kvöld með 4-3 tapi gegn Noregi. Ísland komst 0-1 yfir í byrjun en lenti svo 4-1 undir þar sem mátti setja nokkur spurningamerki við varnarleikinn. Fótbolti 10. júlí 2025 21:31
Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Ísland tapaði 4-3 fyrir Noregi í kvöld í lokaleik liðsins á EM. Ísland endar því með 0 stig í riðlinum en það var staðfest fyrir leik að við kæmumst ekki upp úr riðlinum. Sport 10. júlí 2025 21:19
Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Sviss tekur 2. sætið í C-riðli á Evrópumóti kvenna en liðið gerði dramatískt 1-1 jafntefli við Finnland í kvöld. Fótbolti 10. júlí 2025 21:06
Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gerir þrjár breytingar á byrjunarliði Íslands frá síðasta leik, fyrir leikinn við Noreg á EM í kvöld. Fótbolti 10. júlí 2025 17:48
Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Ísland skoraði þrjú mörk á móti Noregi í 3-4 tapi fyrr í kvöld. Leikið var í Thun og var þetta lokaleikur Íslands á EM 2025. Meira jákvætt er ekki hægt að taka úr leiknum en mörkin því Noregur stjórnaði leiknum frá A til Ö þó Ísland hafi komist yfir og skorað tvö sárabótarmörk í lok leiks. Fótbolti 10. júlí 2025 17:04
Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta létu sig ekki vanta á stuðningsmannasvæðið í Thun í Sviss í dag fyrir lokaleik Íslands á EM þetta árið gegn Noregi. Fótbolti 10. júlí 2025 16:22
Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Amanda Andradóttir, landsliðskona Íslands í fótbolta, segir það skemmtilega tilhugsun að spila mögulega á móti Noregi í kvöld á EM í fótbolta. Amanda á bæði rætur að rekja til Íslands sem og Noregs og valdi íslenska landsliðið fram yfir það norska á sínum tíma. Fótbolti 10. júlí 2025 13:31
EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Þriðji og síðasti leikdagur Íslands á EM í fótbolta í Sviss er í dag. Alla hungrar í sigur en það var einnig ýmislegt annað að ræða í næstsíðasta þættinum af EM í dag. Fótbolti 10. júlí 2025 13:08
Sex hafa ekkert spilað á EM Sex leikmenn íslenska landsliðsins hafa sitt síðasta tækifæri í kvöld til þess að koma við sögu á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Fótbolti 10. júlí 2025 11:02
Síðasti séns á að vinna milljónir Þó að ekki sé lengur að neinu að keppa fyrir Ísland varðandi það að komast lengra á EM kvenna í fótbolta þá myndi sigur gegn Noregi í kvöld engu að síður skila verðlaunafé í hús. Fótbolti 10. júlí 2025 09:01
Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Emma Snerle var einstaklega óheppin í öðrum leik danska landsliðsins á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss þegar liðsfélagi skaut hana niður. Fótbolti 10. júlí 2025 08:21
Frakkar sýndu styrk sinn Frakkland vann öruggan og nokkuð þægilegan 4-1 sigur á Wales í kvöld á Evrópumóti kvenna en franska liðið var einfaldlega einu til tveimur númerum of stórt fyrir Wales. Fótbolti 9. júlí 2025 18:32
Englendingar hrukku heldur betur í gang England og Holland áttust við annarri umferð D-riðils á EM kvenna í fótbolta í dag þar sem England varð að vinna til að halda vonum um sæti í 8-liða úrslitum á lífi. Fótbolti 9. júlí 2025 15:31
EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson stóðu keikir eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins í morgun og ræddu ummæli þjálfarans Þorsteins Halldórssonar, sem kallaði Sindra nautheimskan á fundinum. Fótbolti 9. júlí 2025 13:20
„Vissulega eru það vonbrigði“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Fótbolti 9. júlí 2025 12:46
„Þetta er það sem að mann dreymdi um“ Elísabet Gunnarsdóttir, landsliðsþjálfari Belgíu, útilokar það ekki að þjálfa félagslið aftur einhvern daginn. Núna er hún hins vegar á stað sem hana dreymdi um að vera á þegar að hún var yngri og á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari. Fótbolti 9. júlí 2025 11:32
„Heimskuleg spurning og dónaleg“ Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi. Fótbolti 9. júlí 2025 11:22
Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, ætlar að gera einhverjar breytingar á byrjunarliði sínu í leiknum á móti Noregi á Evrópumótinu á morgun. Hann sagði þó á blaðamannafundi í dag að þær verða ekki margar. Fótbolti 9. júlí 2025 10:56
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Íslenska kvennlandsliðið mætir Noregi annað kvöld í síðasta leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Sviss. Blaðamannafundur fyrir leikinn var í beinni útsendingu hér á Vísi. Fótbolti 9. júlí 2025 10:19
Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Sveindís Jane Jónsdóttir er hættulegasti sóknarmaður íslenska kvennalandsliðsins og hefur verið það undanfarin ár. Frammistaða hennar á tveimur Evrópumótum hefur alls ekki staðið undir væntingum. Fótbolti 9. júlí 2025 10:02
„Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ „Hún er ástríðufull fram í fingurgóma,“ segir Björn Sigurbjörnsson um Elísabetu Gunnarsdóttur. Þau sameinuðu krafta sína á ný hjá belgíska kvennalandsliðinu í fótbolta, eftir að hafa unnið saman í ellefu ár hjá Kristianstad í Svíþjóð, og eru því bæði á Evrópumótinu í Sviss. Fótbolti 9. júlí 2025 09:30
„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Fótbolti 9. júlí 2025 07:32
Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Fótbolti 8. júlí 2025 18:57