Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Vill að Conte sé nákvæmari í gagnrýni sinni

    Pierre-Emile Höjberg, leikmaður Tottenham, vill að Antonio Conte, knattspyrnustjóri liðsins, skýri betur hvað hann átti við þegar hann úthúðaði öllu hjá Spurs í sannkallaðri eldræðu á blaðamannafundi eftir 3-3 jafntefli við Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    West Ham vill Still

    Forráðamenn West Ham United ku hafa áhuga á Will Still, unga Englendingnum sem hefur gert frábæra hluti með Reims í frönsku úrvalsdeildinni.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Munu bjóða í Man United á nýjan leik

    Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Vill að Mitro­vić og Fernandes fái tíu leikja bann

    Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Marcus Rashford meiddur

    Marcus Rashford hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum um helgina.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    „Vorum klár­lega betra liðið“

    Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Enginn spilað meira en Bruno Fernandes

    Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, verður seint sagður latur knattspyrnumaður. Enginn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu hefur spilað meira en Portúgalinn á þessari leiktíð.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    E­ver­ton náði í stig á Brúnni

    Chelsea hafði unnið þrjá leiki í röð áður en Everton mætti á Brúnna í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2 þar sem gestirnir jöfnuðu metin í blálokin.

    Enski boltinn