
Leik Manchester United og Liverpool frestað
Leik Manchester United og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað. Leikurinn átti að hefjast klukkan 15.30 en vegna mótmæla stuðningsfólks Man United í kringum Old Trafford, heimavöll liðsins, hefur verið ákveðið að fresta leiknum.