

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.
Fabinho verður ekki með Liverpool í leiknum gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Hann er lítillega meiddur.
Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa, segir að samherji sinn, Jack Grealish, minni um margt á sjálfan Lionel Messi.
Tammy Abraham, leikmaður Chelsea, fagnaði því meira að bjarga á línu gegn Barnsley en markinu sem hann skoraði í leiknum.
Tvö lið í ensku úrvalsdeildinni eru í algjörum sérflokki þegar kemur að því að hafa verið með mesta stigahrunið frá því í fyrra.
Stoðsendingaþrenna Gylfa Þórs Sigurðssonar á móti Tottenham var sú fyrsta hjá Everton í næstum því níu ár.
Það er nóg um að vera í heimi íþróttanna í dag en við endum að sjálfsögðu vinnuvikuna á Dominos Körfuboltakvöldi með Kjartani Atla Kjartanssyni og sérfræðingum þáttarins.
Chelsea sló Barsnley út úr deildarbikarnum fyrr á leiktíðinni og endurtók leikinn í kvöld þökk sé sigurmarki Tammy Abraham í síðari hálfleik.
Búið er að draga í átta liða úrslit enska FA-bikarsins og má segja að við fáum tvo stórleiki.
Southampton vann 2-0 útisigur á Wolverhampton Wanderers í 16-liða úrslitum FA-bikarsins í kvöld.
Everton og Tottenham buðu til markaveislu í leik liðanna í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar á Goodison Park í gær. Everton vann leikinn, 5-4, eftir framlengingu.
Liverpool maðurinn Mohamed Salah fær kannski alveg það lof sem hann á skilið en hann á mikinn aðdáanda hjá Bayern München.
Gylfi Þór Sigurðsson kom að fjórum mörkum Everton í 5-4 sigri á Tottenham í enska bikarnum í gærkvöldi en með því tryggði Everton sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Gylfi Þór Sigurðsson átti magnað kvöld í gær á móti sínum gömlu félögum þegar Everton komst áfram í átta liða úrslit enska bikarsins.
Ríkharð Óskar Guðnason segir að David de Gea sé á vörum allra en enginn ræði um frammistöðu Harry Maguire í leiknum gegn Everton á laugardag. United glutraði niður forystu í tvígang í leiknum.
Gylfi Þór Sigurðsson var eðlilega himinlifandi eftir að Everton tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld með 5-4 sigri á Tottenham eftir framlengingu.
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt og lagði upp tvö önnur er Everton tryggði sér sæti í átta liða úrslitum bikarsins með 5-4 sigri á gömlu félögum Gylfa í Tottenham. Leikurinn var, eins og tölurnar gefa til að kynna, bráðfjörugur.
Leikmenn Manchester United treysta ekki, enn sem komið er, Donny van de Beek. Þetta segir knattspyrnustjórinn og fyrrum leikmaður félagsins, Mark Hughes.
Leicester og Sheffield United eru komin áfram í átta liða úrslit enska bikarsins. Leicester vann 1-0 sigur á Brighton á meðan Sheffield United marði B-deildarliðið Bristol 1-0.
Ian Wright, sparkspekingur og fyrrum leikmaður til að mynda Arsenal, hreifst ekki af því hvernig Jose Mourinho fór með Luke Shaw á tíma þeirra saman hjá Manchester United.
Manchester City er komið í átta liða úrslit enska bikarsins eftir 3-1 sigur á B-deildarliðinu Swansea er liðin mættust í Wales í kvöld.
Manchester United getur þakkað Scott McTominay fyrir að liðið sé komið í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar. Á undanförnum vikum hefur skoski miðjumaðurinn sýnt á sér nýja hlið og er byrjaður að raða inn mörkum.
„Hún var mér allt,“ segir Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, um Elisabeth móður sína sem lést 19. janúar síðastliðinn, 81 árs að aldri.
Stórleikur kvöldsins í ensku bikarkeppninni er leikur Everton og Tottenham í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar sem verður spilaður á Goodison Park.
Tölfræðin hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni öskrar á einn leikmann og hann heitir ekki Virgil van Dijk.
Liverpool hefur ekki eytt miklu í nýja leikmenn síðustu misseri miðað við nágranna þeirra frá Manchester borg og þetta sést vel í fróðlegri úttekt CIES Football Observatory.
Alls eru fjórir leikir í 16-liða úrslitum FA-bikarsins á dagskrá í dag. Þar ber helst að nefna leik Everton og Tottenham Hotspur. Þá sýnum við beint frá GTS Iceland sem og sérstöku góðgerðamóti í golfi hjá PGA-mótaröðinni.
Ole Gunnar Solskjær sagði að sínir menn hefðu þurft á góðum úrslitum að halda eftir leikinn gegn Everton á dögunum. Það tókst með herkjum en Manchester United er komið í 8-liða úrslit FA-bikarsins eftir 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik.
Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley féllu í kvöld úr leik í FA-bikarnum er liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir enska B-deildarliðinu Bournemouth.
Fyrri leikur enska liðsins Manchester United og spænska liðsins Real Sociedad, í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, mun fara fram í Tórínó á Ítalíu í næstu viku.