Dæmdu ekki víti á Onana í gær og eru farnir í kælingu Dómarinn Simon Hooper og VAR-dómararnir Michael Salisbury og Richard West munu ekki dæma í næstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu sem fram fer næstu helgi. Fótbolti 15. ágúst 2023 12:00
Þrír leikmenn Burnley voru með Haaland sem fyrirliða í Fantasy liðinu sínu Þrír liðsfélagar Jóhanns Berg Guðmundssonar hjá Burnley hafa fengið á sig mikla gagnrýni eftir leik liðsins á móti Manchester City. Enski boltinn 15. ágúst 2023 11:31
„Algjört grín“ og „vandræðalegt“ fyrir Liverpool Jamie Carragher og Gary Neville ræddu klúður Liverpool á leikmannamarkaðnum á Sky Sports en leikmenn sem Liverpool vill kaupa og eru tilbúnir að borga fyrir, vilja hreinlega ekki koma til Liverpool. Enski boltinn 15. ágúst 2023 10:31
Yfirmaður samtaka atvinnudómara viðurkennir að Wolves hafi átt að fá víti Jon Moss, yfirmaður samtaka atvinnudómara á Englandi, viðurkenndi fyrir Gary O'Neil, þjálfara Wolves, að dómarar leiksins hafi gert mistök og að lið hans hafi átt að fá vítaspyrnu gegn Manchester United í gær. Fótbolti 15. ágúst 2023 08:02
Gætu frestað ákvörðun varðandi framtíð Greenwood þangað til í september Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans Mason Greenwood. Talið er líklegt að félagið gæti tilkynnt ákvörðun sína í landsleikjahléinu í næsta mánuði. Enski boltinn 15. ágúst 2023 07:01
Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. Enski boltinn 14. ágúst 2023 23:31
Ten Hag eftir nauman sigur á Úlfunum: Getum spilað betur Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, segir sína menn geta spilað betur en lærisveinar hans mörðu Úlfana í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Enski boltinn 14. ágúst 2023 22:45
Man Utd byrjar tímabilið á naumum sigri þökk sé Varane Franski miðvörðurinn Raphaël Varane skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United tók á móti Úlfunum í lokaleik 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir voru síst lakari aðilinn og geta verið ósáttir með að ná ekki í að minnsta kosti stig í Leikhúsi draumanna. Enski boltinn 14. ágúst 2023 21:05
Chelsea staðfestir komu Caicedo Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest komu Ekvadorans Moisés Caicedo. Sá er miðjumaður sem kemur frá Brighton & Hove Albion fyrir 115 milljónir punda, rúmlega 19 milljarða króna. Enski boltinn 14. ágúst 2023 19:31
Talið að varnarmaður Arsenal verði frá næstu mánuði Talið er næsta víst að hollenski varnarmaðurinn Jurriën Timber, leikmaður Arsenal á Englandi, verði frá keppni næstu mánuðina eftir að hann fór meiddur af velli í 2-1 sigri á Nottingham Forest í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Enski boltinn 14. ágúst 2023 18:01
Nýi framherji Manchester United meiddur í baki Manchester United eyddi stórum fjárhæðum í danska landsliðsframherjann Rasmus Höjlund á dögunum en hann mun þó ekki hjálpa liðinu í fyrsta leiknum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Enski boltinn 14. ágúst 2023 13:01
Þarf í aðgerð og verður lengi frá Tyrone Mings, varnarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Aston Villa, verður lengi frá eftir hafa meiðst á hné í fyrstu umferð deildarinnar í leik Aston Villa gegn Newcastle United. Enski boltinn 14. ágúst 2023 11:30
Tilboð Liverpool í Lavia samþykkt Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur náð samkomulagi við Southampton um kaupverð á belgíska miðjumanninum Romeo Lavia. Sky Sports greinir frá. Enski boltinn 14. ágúst 2023 10:46
Ward-Prowse mættur til West Ham West Ham United hefur gengið frá kaupum á enska miðjumanninum James Ward-Prowse frá Southampton. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Enski boltinn 14. ágúst 2023 08:26
„Sestu niður og þegiðu“ Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. Enski boltinn 14. ágúst 2023 08:01
Klopp með létt skot á stefnu Chelsea Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool skaut létt á Chelsea á blaðamannafundi eftir jafntefli liðanna í fyrstu umferð deildarinnar í gær og gaf það í skyn að kollegi sinn Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea gæti fengið allt það sem hann vildi á félagsskiptamarkaðnum. Enski boltinn 14. ágúst 2023 07:30
Vilja Lukaku í stað Kane Tottenham skoðar möguleikann á því að fá Romelu Lukaku í framlínu liðsins eftir skipti Harry Kane til Bayern Munchen. Lukaku er úti í kuldanum hjá grönnum þeirra í Chelsea. Enski boltinn 14. ágúst 2023 07:01
Chelsea gerir níu ára samning við Caicedo og fær líka Lavia Moisés Caicedo virðist vera á leið til Chelsea fremur en Liverpool og mun verða dýrasti leikmaður sem fer á milli enskra úrvalsdeildarfélaga. Chelsea gerir afar langan samning við kauða. Enski boltinn 13. ágúst 2023 22:30
Sjöunda jafntefli Chelsea og Liverpool í röð Chelsea tók á móti Liverpool í fyrsta stórleik tímabilsins á Englandi í dag. Leikurinn var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu, lokatölur 1-1. Enski boltinn 13. ágúst 2023 17:44
Allt jafnt hjá Tottenham og Brentford Tottenham og Brentford skildu jöfn, 2-2, í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sanngjörn úrslit í jöfnum leik. Fótbolti 13. ágúst 2023 15:29
Í beinni: Brentford - Tottenham | Lífið eftir Kane Brentford tekur á móti Tottenham í fyrsta leik gestanna eftir að Harry Kane hélt til Þýskalands. Enski boltinn 13. ágúst 2023 12:31
Schmeichel í ensku úrvalsdeildina á ný? Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel er orðaður við bæði Chelsea og Nottingham Forest en dvöl hans hjá Nice í Frakklandi virðist vera á enda runnin. Fótbolti 13. ágúst 2023 10:57
Brady mætti á pöbbinn í Birmingham NFL-stjarnan Tom Brady, fyrrum leikstjórnandi New England Patriots og Tampa Bay Buccaneers, var meðal áhorenda er Birmingham City hafði betur gegn Leeds United í ensku B-deildinni í fótbolta í dag. Hann heilsaði upp á stuðningsmenn félagsins á knæpu í aðdragandanum. Enski boltinn 13. ágúst 2023 09:01
The Office nýtt til að kynna nýjan leikmann Burnley klófesti í gær ungan Frakka að nafni Wilson Odobert frá Troyes. Kynningarmyndband vegna stráksins hefur vakið athygli. Enski boltinn 13. ágúst 2023 08:01
Með stæla á Twitter og vill burt Vicente Guaita, markvörður Crystal Palace, setti áhugaverða færslu við Twitter-færslu félagsins. Hann hefur engan áhuga á að spila meira fyrir félagið. Enski boltinn 12. ágúst 2023 22:46
Snýr baki við Bayern og ætlar til Real Spænski markvörðurinn Kepa Arrizabalaga er sagður á leið til Real Madrid í heimalandinu á láni frá Chelsea. Hann hafði verið í viðræðum við Bayern Munchen í Þýskalandi en þurfti ekki langan umhugsunarfrest þegar kallið kom úr spænsku höfuðborginni. Fótbolti 12. ágúst 2023 22:00
Draumabyrjun hjá Newcastle Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri og tveir nýliðar komust á blað. Enski boltinn 12. ágúst 2023 18:40
Bernd Leno varði eins og berserkur þegar Fulham lagði Everton Bernd Leno var hetja Fulham í dag þegar liðið lagði Everton 0-1 í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nýliðar Luton fengu fjögur mörk á sig í sínum fyrsta leik. Fótbolti 12. ágúst 2023 16:05
Arsenal afgreiddi Nottingham Forest í fyrri hálfleik Arsenal-menn sluppu með skrekkinn gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag en gestirnir vöknuðu til lífsins undir lok leiks. Fótbolti 12. ágúst 2023 14:01
Í beinni: Arsenal - Nott. Forest | Silfurliðið mætir til leiks Arsenal tekur á móti Nottingham Forest í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, eftir að hafa endað í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð. Enski boltinn 12. ágúst 2023 11:01
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti