Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Opnunarhátíð Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, fór fram í dag og gengu keppendurnir hinn fræga grænbláa dregil. Hinir sænsk-finnsku meðlimir sveitarinnar KAJ eru taldir sigurstranglegastir en þeir keppa fyrir hönd Svíþjóðar. Lag þeirra fjallar um saunumenningu heimaslóða þeirra en þeir segja sitt næsta lag munu fjalla um gufubaðsmenninguna á Íslandi. Lífið 11. maí 2025 21:13
Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Fátt bendir til annars en að fulltrúi Ísraels stigi á svið í Eurovision sem fram fer í Basel í Sviss í næstu viku. Söngkonan sem sjálf lifði af hryðjuverkaárás Hamas stígur nú á stóra sviðið í skugga stríðsreksturs Ísraelsríkis á Gasa. Hún var lítt þekkt sem tónlistarkona þangað til í fyrra en hún kveðst þakklát fyrir tækifærið og hyggst að vera landi sínu og þjóð til sóma. Lífið 8. maí 2025 07:33
Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Liðsmenn VÆB hafa nú lokið tveimur æfingunum á sviðinu í St. Jakobs-höllinni í Basel í Sviss. Bræðurnir stíga á stokk fyrstir allra í fyrri undankeppninni komandi þriðjudagskvöldið og flytja lag sitt Róa. Lífið 7. maí 2025 14:55
VÆB opnar verslun í Kringlunni Tónlistardúettinn VÆB, sem keppir fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár, hefur opnað verslun í Kringlunni í tengslum við þátttöku sína í keppninni. Þar verður hægt að kaupa ýmis konar varning tengdan sveitinni, þar á meðal VÆB-galla, húfur og derhúfur. Lífið 7. maí 2025 14:14
Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Fjöldi fyrrverandi keppenda í Eurovision hefur fordæmt þátttöku Ísraela í keppninni og vill að þeim verði vikið úr henni. Ísrael er spáð mjög góðu gengi. Lífið 6. maí 2025 20:30
Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Eurovisionpar og meðlimir í popphljómsveitinni Daða og gagnamagninu, hafa fest kaup á einbýlishúsi. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir tíu ára dvöl í Berlín. Lífið 2. maí 2025 21:29
Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Lífið 2. maí 2025 20:45
Gengst við kókaínfíkn sinni Eurovision-sigurvegarinn Måns viðurkennir að hafa glímt við kókaínfíkn eftir að hafa áður neitað því. Fyrrverandi eiginkona Måns sakaði hann um vímuefnaneyslu, framhjáhöld og ofbeldi. Måns neitar því að hafa beitt fjölskyldu sína ofbeldi og segist ekki hafa neytt vímuefna fyrir framan börn sín. Lífið 30. apríl 2025 11:29
Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Benedikt Erlingsson leikstjóri telur undanbrögð Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra hvað varðar þátttöku Íslands í Eurovision grátleg. Hann segir þátttöku RÚV þar vera til marks um samþykki þjóðarmorðs. Innlent 28. apríl 2025 09:21
Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu. Lífið 25. apríl 2025 08:59
Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Ríkisútvarpið fagnar því ef þátttaka Ísrael í Eurovision verður tekin til umræðu á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva að sögn útvarpsstjóra. Rúv hafi þegar upplýst EBU um afstöðu utanríkisráðherra Íslands til þátttöku Ísraels, en ekki er til skoðunar af hálfu Rúv að Ísland sniðgangi keppnina. Innlent 22. apríl 2025 19:02
„Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Utanríkisráðherra segir óeðlilegt að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision, og vill að Ísland beiti sér á vettvangi Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva gegn þátttöku Ísraela. Ráðherra telur þó að Ísland eigi ekki að sniðganga keppnina. Innlent 22. apríl 2025 12:10
„Þetta er allt partur af plani hjá guði“ „Við höfum verið að prakkarast saman frá því við vorum litlir,“ segja bræðurnir óaðskiljanlegu Hálfdán Helgi og Matthías Davíð Matthíassynir sem saman mynda hljómsveitina Væb. Strákarnir eru nú að undirbúa sig fyrir stærstu tónlistarstund í lífi þeirra hingað til, Eurovision í Sviss, og eru ekkert að láta stressið þvælast fyrir sér. Blaðamaður ræddi við þá um líf þeirra og listina. Tónlist 19. apríl 2025 07:01
Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Þrátt fyrir að Væb-bræður séu af veðbönkum taldir næstólíklegastir til að vinna Eurovision, þá er alls ekki öll von úti. Sömu veðbankar telja 34 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum. Lífið 15. apríl 2025 09:58
Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Spænska ríkissjónvarpið RTVE hefur óskað eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, í bréfi til Evrópska útvarpssambandsins (EBU). Erlent 11. apríl 2025 20:04
VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Ása Ninna Pétursdóttir fór á stúfana fyrir Ísland í dag og rannsakaði hvort það væri til hin eina sanna uppskrift af hinu fullkomna sumarlagi. Lífið 11. apríl 2025 10:33
Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, kemur til Húsavíkur á föstudag til að taka upp sína eigin útgáfu af laginu Húsavík (My Hometown). Lífið 9. apríl 2025 15:35
Flugan í ídýfunni Við sem búum hér á hjara veraldar skiljum öðrum fremur hversu dýrmætt það er að geta lyft sér upp. Veturinn er langur, vorið er blautt og sumarið… minnumst ekki á það ógrátandi. Við þráum svo heitt að gera okkur dagamun að dimmasti vetrarmánuðurinn er undirlagður af veisluhöldum, hlaðborðum og jólatónleikum. Svo mikið er um dýrðir að fólk er farið að kveinka sér undan streitunni sem fylgir því að reyna að hafa svona gaman. Skoðun 7. apríl 2025 06:31
Í skýjunum með að vera fyrstir „Við erum í raun aldrei stressaðir fyrir neinu,“ segja Væb bræðurnir Matthías Davíð Matthíasson og Hálfdán Helgi Matthíasson sem eru nú á fullu að undirbúa sig fyrir Eurovision í vor. Strákar stíga fyrstir á svið og segjast í skýjunum með það. Tónlist 31. mars 2025 11:31
VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Framlag Íslands í Eurovision í ár – lagið Róa með bræðrunum í Væb – er fyrsta lagið sem flutt verður á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision sem fram fer í svissnesku borginni Basel í maí. Lífið 31. mars 2025 07:09
Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Breska leikkonan Ciara Zelmerlöw sem er nýorðin fyrrverandi eiginkona sænsku poppstjörnunnar Måns Zelmerlow segist hafa þagað og haldið hlífisskildi yfir poppstjörnunni of lengi. Hún segist ekki geta boðið fjölskyldu sinni upp á að lifa í fjandsamlegum aðstæðum sem einkennist af fíkniefnamisnotkun, andlegu og líkamlegu ofbeldi og framhjáhöldum lengur. Lífið 18. mars 2025 13:07
Måns mættur á markaðinn Sænska poppstjarnan Måns Zelmerlow og breska leikkonan Ciara Zelmerlow standa nú í skilnaði. Þau höfðu verið saman í tíu ár og eiga saman tvö börn. Lífið 17. mars 2025 15:41
Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Måns Zelmerlöw var ekki sáttur eftir að hafa þurft að sætta sig við annað sætið í Melodifestivalen, undankeppni Svíþjóðar fyrir Eurovision um helgina þar sem gríngrúppan Kaj kom, sá og sigraði. Söngvarinn var harðorður eftir tapið og bætti svo um betur í dag og lét gagnrýnendur sína heyra það í færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 10. mars 2025 10:04
Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sænsk-finnska gríngrúppan Kaj mun koma fram fyrir Svíþjóð í Eurovision í Basel í maí. Kaj vann sænsku forkeppnina, Melodifestivalen, í kvöld. öðru sæti var Måns Zelmerlöw sem vann Eurovision árið 2015 með lagið Heroes. Lífið 8. mars 2025 23:19
RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Eins og svo margir Íslendingar elska ég Eurovision. Ég fór að gráta þegar Selma Björns vann ekki með besta framlag allra tíma árið 1999 og það var árlegt tilhlökkunarefni að þramma í Eurovision partý klædd upp sem Birgitta Haukdal eða meðlimur Bobbysocks í maí og borða yfir mig af Vogaídýfu. Skoðun 4. mars 2025 08:30
Danir senda annan Færeying í Eurovision Færeyingurinn Jóhanna Norðberg Niclasen, sem syngur undir nafninu Sissal, keppir fyrir hönd Danmerkur í Eurovision eftir að hafa borið sigur úr býtum í Melodi Grand Prix, dönsku hliðstæðu Söngvakeppninnar. Lífið 2. mars 2025 00:13
Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Hópur sem segir sig fyrrverandi aðdáendur Eurovision skorar á RÚV að beita sér fyrir því að KAN, ísraelska ríkisfjölmiðlinum, verði vikið úr Eurovision árið 2025. Hópurinn sendi bréf á útvarpsstjóra í vikunni. Tæp fjögur þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftalista til að mótmæla þátttöku Íslands í Eurovision á meðan Ísrael er leyft að taka þátt. Innlent 26. febrúar 2025 06:46
Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ísraelskur lagahöfundur hefur kvartað yfir meintum þjófnaði sigurvegara Söngvakeppni sjónvarpsins. Hann krefst þess að lagið verði dæmt úr keppni eða að hann verði titlaður lagahöfundur. Flytjendur sigurlagsins segjast aldrei hafa heyrt lagið áður. Ísraelar hafa áður verið sakaðir um að stela lagi fyrir Eurovision. Lífið 25. febrúar 2025 19:51
Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Frétt ísraelska dagblaðsins Israel Hayom hefst á eftirfarandi orðum: „Ísrael – Ísland, er stríð í uppsiglingu?“ Lífið 25. febrúar 2025 13:33
Vinur Patriks kom upp um hann Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokko, virðist ekki hafa verið í beinni útsendingu í Söngvakeppni sjónvarpsins í Gufunesi í Reykjavík á laugardagskvöldið. Vinur hans kom upp um hann og upplýsti að Patrik væri á Akureyri. Lífið 24. febrúar 2025 16:04