Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Felix víkur og ó­vissa með Gísla Martein

Felix Bergsson hefur sagt sig frá öllum verkefnum á vegum Ríkisútvarpsins, bæði þeim sem hann hefur sinnt í útvarpi og sömuleiðis í sjónvarpi. Hann verður því ekki fararstjóri íslenska Eurovision hópsins í ár eins og undanfarin ár. Óvíst er hvort Gísli Marteinn Baldursson lýsi keppninni eins og síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Kosninga­ó­reiða RÚV, opið bréf til stjórnar Ríkis­út­varpsins

Ágæta stjórn Ríkisútvarpsins. Hópur sem telur tólf hundruð manns hefur rannsakað og tekið saman vafaatriði vegna símakosningarinnar í Söngvakeppninni 2. mars 2024. Við sendum stjórninni fyrstu samantekt okkar þann 8. mars s.l. og höfum sömuleiðis sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir hópinn.

Skoðun
Fréttamynd

Fleiri vildu lag Heru en Bashar til Malmö

Fleiri Íslendingar er óánægðir með framlag Íslands í Eurovision 2024, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar, en ánægðir, eða rúm fjörutíu prósent. Þó vildu fleiri á sama tíma að lagið yrði framlag Íslands frekar en lagið Wild West með Bashar Murad sem lenti í öðru sæti. Þá vilja flestir að Ísland sitji hjá í Eurovision í ár.

Lífið
Fréttamynd

Opið bréf til Heru Bjarkar

Sæl Hera, við lásum við þig viðtal sem var unnið upp úr Mannlega þættinum á RÚV. Í því virðist gæta ákveðins misskilnings, að við getum ekki hjálpað fólki eða að staðan á Gaza sé eitthvað sem við getum ekkert gert til að breyta.

Skoðun
Fréttamynd

Mælir ekki með þessu

Hera Björk segir síðustu daga, frá því að hún vann Söngvakeppni sjónvarpsins, hafa verið ansi skrýtna og erfiða. Verst hafi verið að fá skilaboð frá fólki sem greinilega eigi bágt.

Lífið
Fréttamynd

Hvorki ein­föld né auð­veld á­kvörðun að taka þátt

Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins segir það hvorki hafa verið einfalda né auðvelda ákvörðun að Ísland yrði með í Eurovision í ár. Hann vonast eftir því að þjóðin standi nú við bakið á Heru Björk, sem tekur þátt fyrir Íslands hönd í Malmö í maí. 

Lífið
Fréttamynd

Er Euro­vision komið út í öfgar?

Síðan Hera Björk var valin til þátttöku í Eurovision hefur hatursherferð gegn henni hafist, meira að segja eru myndir af söngkonunni við hlið palestínskra barna sem voru drepin á Gaza. Hér er fólk að slátra henni á samfélagsmiðlum og gera hana samseka ríkisstjórn Ísraels sem eru sökudólgarnir í þessu máli fyrir það að ætla að taka þátt í undankeppni Eurovision.

Skoðun
Fréttamynd

Jóhanna Guð­rún vill út­rýma ein­víginu

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona sem hafnaði í öðru sæti í Eurovision árið 2009 vill að einvígið svonefnda í Söngvakeppni RÚV heyri sögunni til. Einvígið brengli niðurstöðuna og fjölmörg dæmi séu um það.

Lífið
Fréttamynd

Þarf lítil þúfa alltaf að velta þungu hlassi?

Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það?

Skoðun
Fréttamynd

Söngva­keppnin sýni að of margir séu fastir í drullu­polli

Félagsráðgjafi segir ljóta umræðu á samfélagsmiðlum eftir úrslit Söngvakeppninnar síðustu helgi sýna að of mörgum líði illa hér á landi. Hann segir hugarfarsbreytingu þurfa að eiga sér stað og hefur áhyggjur af því að félagsleg einangrun hafi aukist með tilkomu snjalltækja og samfélagsmiðla.

Lífið
Fréttamynd

Sam­mæltust um starfs­lok í kjöl­far rasískra um­mæla

Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. 

Innlent
Fréttamynd

Utan vallar: Hvað mega heilindin kosta?

Þeir sem valdið hafa hjá Knattspyrnusambandi Íslands eru ekki í öfundsverðri stöðu vegna andstæðings karlalandsliðsins í komandi umspili fyrir Evrópumótið. Ekki stendur til að sniðganga leikinn við Ísrael og það hefur ekki einu sinni komið til umræðu hjá sambandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lands­menn kusu fyrir 37 milljónir króna

Óhætt er að segja að dramatíkin hafi verið mikil á laugardagskvöldið þegar landsmenn greiddu rúmlega tvö hundruð þúsund atkvæði í símakosningu Söngvakeppninnar. Þátttaka var þó töluverð minni en í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Bashar gersigraði fyrri um­ferð Söngva­keppninnar

Lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur hlaut flest heildaratkvæði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöld. Samtals hlaut Hera 100.835 atkvæði en Bashar Murad, sem hafnaði í öðru sæti með lagið Wild West, hlaut 97.495 atkvæði. Athygli vekur að Bashar vann fyrri umferð kosninganna með miklum mun en Hera gjörsigraði hann síðan í einvíginu. 

Lífið
Fréttamynd

„Fólk er al­ger­lega að fella rasistagrímuna“

Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast.

Lífið
Fréttamynd

Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu

Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi óttast púður­tunnu rasismans

Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Texta Októ­ber-regns breytt að kröfu for­seta Ísrael

Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn.

Lífið