
Frú Forseti tilkynnir
Ég hef ekki setið nema þrjá húsfundi á ævi minni þó ég hafi talist til húseigenda í fjölbýli í meira en tíu ár. Það hafa bara ekki verið haldnir fundir, svo einfalt er það. Ég kann svo sem engar skýringar á því aðrar en þær að almennt er fólk latt til fundarhalda.