Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Fitan má fjúka

Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, ritar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún lýsir vandræðum stofnunarinnar sem "rekin er fyrir þjónustugjöld frá fyrirtækjum en hefur ekki heimild til að nýta þau til fulls“. Lyfjastofnun fær ekkert framlag úr ríkissjóði og skilaði tekjuafgangi 2012. Stofnunin sinnir eftirlitshlutverki og

Fastir pennar
Fréttamynd

Enginn grætur útlending

Útlendingar sem vilja setjast að hér á landi þurfa að sanna að þeir geti með engu móti verið nokkurs staðar annars staðar í heiminum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lítilsvirðing

Nokkuð var gert úr því í byrjun vikunnar að forsætisráðherra hefði skilgreint Evrópuumræðuna upp á nýtt þegar hann skipti mönnum í aðildarandstæðinga og viðræðusinna. Þó að skilgreiningin sé nokkur einföldun er hún ekki alveg út í hött. En þegar reynt er að gera hana að nýmæli bendir það til að aðildarandstæðingar hopi nú í röksemdafærslunni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Einni af okkur nauðgað

Í vikunni barst sú hræðilega frétt að danskri konu hefði verið nauðgað á Indlandi. Konan hafði villst af leið og hópur manna króaði hana af og nauðgaði henni. Við lestur frétta af þessu tagi setur mann hljóðan. Það er nánast ómennskt að finna ekki til samkenndar og hugsa hvað heimurinn getur verið ljótur.

Bakþankar
Fréttamynd

Vitum við að vatnið er hreint?

Gnótt af vatni er ein mikilvægasta auðlind Íslands. Í hátíðarræðum, túristabæklingum og spjalli okkar hvers og eins við útlendinga er ítrekað fullyrt að Íslendingar eigi hreinasta og bezta vatn í heimi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Verðbólgu þú óttast

"Trúin flytur fjöll“ segir í einum af lygnari málsháttum flestra Evrópumála. En fjöll eru þung. Þunga hluti er erfitt að hreyfa úr stað. Það er lögmál. Þegar ég var ungur langaði mig stundum að verða betri að hlaupa. Ég hafði mikla trú á að þetta snerist aðallega um viljastyrk: Ef ég myndi bara byrja að hlaupa nálægt þeim sem voru alltaf fremstir

Fastir pennar
Fréttamynd

Konur vilja láta koma illa fram við sig

Ég sat á fjölsóttum skyndibitastað á dögunum með dóttur minni. Á næsta borði sátu þrír ungir karlmenn. Án þess að reyna það heyrði ég hvert einasta orð sem þeir sögðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Einstuðningur

Ég hef varla þorað að taka að mér að skrifa gagnrýni nema sem litlu nemur. Eitt sinn skrifaði ég bókargagnrýni á vefsíðu og forðaðist að tala illa um bækurnar, og allra síst höfundana. Að hluta til vildi ég ekki særa höfundana en fyrst og fremst snerist þetta um mig og mínar tilfinningar. Ég vildi ekki eignast óvini. Eitt sá ég þó fljótt. Það er allt í lagi

Bakþankar
Fréttamynd

Stóra rjómamálið vindur upp á sig

Vitleysan ríður ekki við einteyming þegar íslenskur landbúnaður er annars vegar. Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði áhugaverða grein um rjóma í Fréttablaðið í gær. Þar kom fram að samkvæmt öllu ætti heildsöluverð rjóma að vera undir 300 krónum en er vel yfir 600 krónum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þeir sem blindir borða málleysingja

Stuðmenn náðu að mínu mati að lýsa manngæskunni ansi vel í laginu Haustið '75, þar sem þeir sungu: "Hann er vænn við menn og málleysingja, létt er æ hans pyngja, því margvíslegt hann styrkir málefnið.“ Þennan gæðamann þekki ég reyndar persónulega.

Bakþankar
Fréttamynd

Herlausa borgin

Jón Gnarr strengdi þess heit í upphafi árs að koma því í gegn áður en borgarstjóratíð hans lyki að Reykjavík yrði lýst herlaus borg. Af ummælum sem borgarstjórinn hefur látið falla má ætla að í því felist að hermenn séu almennt ekki velkomnir í Reykjavík, herflugvélar megi ekki lenda á Reykjavíkurflugvelli og herskip ekki leggjast að í Reykjavíkurhöfn. Bono í U2 finnst þetta víst frábær hugmynd.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að stilla saman strengi

Leiðtogarnir okkar, sem öll eru áreiðanlega prýðisfólk með mikla hæfileika, mættu í Kryddsíldina á Stöð2 á gamlársdag til að vera uppbyggileg og skemmtileg. Sumum tókst það, en öðrum alls ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Máli drepið á dreif

Umræður um hver eigi að vera næstu skrefin í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins taka æ furðulegri stefnu. Fyrir kosningar voru lykilmenn í báðum núverandi stjórnarflokkum á því að gera ætti hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ung, gröð og rík

Ég ætla að taka félaga minn Gulla Helga á Bylgjunni á orðinu og fjalla um greddu í þessum pistli. Hann kastaði þessari laglínu fram í fyrirsögninni síðasta viðtals, en laglínan er úr laginu "Ung og Rík“ eftir Pjetur Stefánsson. Lagið var býsna vinsælt árið 1985 þegar það kom út. Hægt er að hafa margar skoðanir á bæði texta lagsins og

Fastir pennar
Fréttamynd

Glötuð tækifæri

Í næsta mánuði verður á Viðskiptaþingi 2014 fjallað um uppbyggingu alþjóðageirans á Íslandi. Þingið er árviss viðburður þar sem saman kemur rjómi íslensks viðskipta- og stjórnmálalífs. Fastir liðir eru að formaður Viðskiptaráðs og forsætisráðherra landsins haldi ræður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Árið sem ég varð miðaldra

Í gegnum tíðina hef ég ekki lagt það í vana minn að strengja áramótaheit en í ár ákvað ég hins vegar með sjálfri mér að taka hverju gráu hári og nýrri hrukku fagnandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Þjóðaratkvæði í vor

Málflutningur andstæðinga Evrópusambandsaðildar er klipptur og skorinn um þessar mundir. Kjarninn er þessi: Þjóðaratkvæði er óhugsandi. Rökin eru: Fari svo að já-hliðin vinni er ófært að ætla ráðherrunum að framkvæma þjóðarvilja sem samræmist ekki samþykktum æðstu stofnana stjórnarflokkanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þvingun eða val?

Undanfarið hefur verið fjallað talsvert um svokallaða ungbarnaleikskóla, sem taka við börnum um eins árs aldurinn eða jafnvel fyrr, strax eftir að fæðingarorlofi foreldra lýkur. Alþingi samþykkti fyrir jólin ályktun um að fela menntamálaráðherra, í samstarfi við Samband íslenzkra sveitarfélaga, að "meta kosti þess að bjóða leikskólavist strax og fæðingarorlofi lýkur.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Kóngur á spítala

Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Ekki spilla þjóðarsáttinni

Þegar skrifað var undir kjarasamningana á almenna vinnumarkaðnum fyrir jólin var mjög skýrt að ein forsenda þess að þeir væru gerðir – og að hægt yrði að gera nýja og jafnskynsamlega samninga eftir ár – væri að verðhækkunum yrði haldið í skefjum. Ef verðbólgan fer af stað, er kaupmáttaraukningin sem í samningunum felst fljót að hverfa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Írskt smjör á harðfiskinn

Írskt smjör er flutt til landsins vegna skorts á því íslenska. Tollaverndaður iðnaður, sem réttlætir fordæmalausa samkeppnisstöðu sína með því að innræta í huga fólks að varan sé einstök á heimsvísu, nýtir útlenskt smjör við framleiðslu íslenskra osta. Kaldhæðni verður ekki betur skilgreind.

Bakþankar
Fréttamynd

Kaldranaleg kúvending

Nýtt upphaf! Ný tækifæri! Nýtt líf! Ég drattast fram úr í kolniðamyrkri og tíni á mig spjarirnar, fyrsta heila vinnuvikan er fram undan í langan tíma og það er janúar. Úti bítur frostið og vindgnauðið smýgur inn um hlustirnar. Byrjaðu núna! Engar afsakanir! Ég feta mig eftir svellbunkanum og sýg upp í nefið.

Bakþankar
Fréttamynd

Blindan á stóru myndina

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, skrifaði í síðustu viku grein á vef sinn, sem vakti talsverða athygli. Þar gagnrýnir hann harðlega að sorpbrennslustöðin í Vestmannaeyjum skyldi svipt starfsleyfi vegna þess að hún uppfyllti ekki reglur um mengunarvarnir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mín nótt með Miley

Fólk dreymir allar nætur, það er þó ekki alltaf sem maður vaknar og man drauminn. Fyrsti draumurinn sem festist mér í minni á glænýju ári snerist um andvökunótt við hlið bandarísku söngkonunnar Miley Cyrus og hann hlýtur að tákna eitthvað hrikalega merkilegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Viðkvæmt en brýnt

Banaslys í flugi er eðli málsins samkvæmt viðkvæmt mál. Það þarf að sýna minningu látinna virðingu og tillitssemi gagnvart aðstandendum. Það má hins vegar ekki koma í veg fyrir að dregið verði rækilega fram í dagsljósið hvað olli hinu skelfilega slysi – til þess að hægt sé að læra af því og koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Föl, þreytt og úthaldslaus

Líkaminn er merkilegur fyrir margra hluta sakir, sérstaklega kannski þó hvað hann hefur mikla hæfileika til að aðlagast hinum ýmsu aðstæðum. Ekki má gleyma andanum sem til viðbótar getur gert okkur næstum ósigrandi. Þegar líkami og sál eru í jafnvægi líður okkur vel og við

Fastir pennar
Fréttamynd

Færri ferðamenn sem eyða meiru

Eins og staðan er má færa fyrir því sterk rök að ekki þurfi að fjölga erlendum ferðamönnum á Íslandi heldur væri nær að fá meira út úr þeim. Vinsælustu ferðamannastaðir landsins þola ekki meiri ágang og við virðumst ekki hafa neinar raunhæfar áætlanir um hvernig við ætlum að fjármagna vernd náttúruperlna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nýjasta tækni og vísindi

Þegar ég hugsa um barnæsku mína er hún meira og minna í svarthvítu. Bæði er mjög langt síðan hún var (allt sem gerðist fyrir löngu síðan var svarthvítt) og svo var ekki keypt litasjónvarp á mínu heimili fyrr en upp úr 1990. Eðlilega hafði ég því minni áhuga á sjónvarpinu en jafnaldrar mínir.

Bakþankar