
Stjórnvöld leggist á árar með bönkunum
Vandi bankanna sem endurspeglast í gríðarháu skuldatryggingarálagi á bréf þeirra er grafalvarlegur. Deginum ljósara er að íslensku bankarnir eru ekki samkeppnishæfir við erlenda banka til lengri tíma litið meðan kostnaður þeirra við fjármögnun er fimm sinnum meiri en hinna.