Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Mikið spurt um kvikmyndatökur á Íslandi

Síminn hefur vart stoppað hjá Íslandsstofu eftir að yfirmaður Netflix tilkynnti að nánast öll framleiðsla kvikmynda hefði stöðvast nema í Suður-Kóreu og á Íslandi. Beðið er eftir leyfi frá yfirvöldum til að hleypa erlendu starfsliði til landsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarnheiður áfram formaður SAF

Eitt framboð barst í formannsembætti Samtaka ferðaþjónustunnar og var Bjarnheiður Hallsdóttir því endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára.

Innlent
Fréttamynd

Tómatar í stað erlendra ferðamanna

Framkvæmdir eru hafnar við Friðheima í Reykholti en þar er verið að stækka gróðurhúsið um fimm þúsund fermetra. Eigendur fyrirtækisins ætla að leggja aukna áherslu á tómatarækt til að bregðast við fækkun erlendra ferðamanna.

Innlent
Fréttamynd

Hafa sett mörg verkefni á ís

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum verður af yfir þrjú hundruð milljónum króna á árinu vegna hruns í ferðaþjónustunni. Þjóðgarðsvörður segir að fresta þurfi viðhaldsverkefnum vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

Minnst fjórir metrar milli tjalda í sumar

Margir bíða ef til vill óþreyjufullir eftir að geta byrjað að ferðast innanlands enda verður lítið um utanlandsferðir í ár. Leiðbeiningar um sóttvarnaráðstafanir vegna Covid-19 á tjaldsvæðum, hjólhýsasvæðum, skálum ferðafélaga og fleiri ferðamannastaða hafa verið gefnar út af landlæknisembættinu.

Innlent