Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 17:58 Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaskrifstofa nái frumvarp ekki fram að ganga. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020 Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020
Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira