

Ferðamennska á Íslandi
Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni
Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár.
Fréttir í tímaröð

Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall
Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags.

Landeigendur Sólheimasands keyptu gamlan Flugfélagsþrist
Landeigendur Sólheimasands, sem geymir frægasta flugvélarflak Íslands, hafa keypt gamlan Flugfélagsþrist af Þristavinafélaginu. Hugmyndin er að flugvélarskrokkurinn leysi af hólmi gamla flakið á sandinum, sem er að tærast upp.

Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar
Heimamenn á Ísafirði hafa miklar áhyggjur af fækkun skemmtiferðaskipa í bæjarfélagið í sumar vegna nýs innviðagjalds, sem hefur verið sett á farþega skipanna. Síðasta sumar komu um tvö hundruð skemmtiferðaskip á Ísafjörð en þau verða ekki nema um eitt hundrað í sumar.

Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili
Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um skammtímahúsnæðisleigu líkt og þeirri sem seld er á síðum á borð við AirBnB og fleirum hafa verið birt í samráðsgátt. Með frumvarpinu er lagt til að heimagisting verði afmörkuð við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis, til dæmis sumarbústað. Þá er einnig lagt til að tímabinda þegar útgefin rekstrarleyfi innan þéttbýlis til fimm ára í senn.

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) eru ein öflugustu hagsmunasamtök landsins og gegna lykilhlutverki í að móta framtíð ferðaþjónustunnar á Íslandi.

Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla
Mögulegt tollastríð gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almennig að mati seðlabankastjóra. Vöruverð gæti hækkað og ferðamenn síður skilað sér til landsins. Seðlabankinn vinnur að greiningu á líklegum áhrifum.

Sigurlaug selur alla hluti sína í ION Hotels og fasteignafélaginu Hengli
Sigurlaug Sverrisdóttir, sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ION Hotels undanfarin tólf ár, hefur selt alla hluti sína í félögunum Hengill Fasteignir og ION Hotels. Fyrir söluna átti Sigurlaug um 23 prósenta óbeinan hlut í fasteignafélaginu á meðan hún fór með fjórðungshlut i félaginu sem heldur utan um hótelreksturinn.

Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn
Leifsstöð er orðin ígildi stóriðju. Spáð er að flugstarfsemin á Keflavíkurflugvelli muni skapa milli tvö og fjögur hundruð ný störf á hverju ári næsta áratuginn.

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Í apríl verða tvö ár síðan Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins var stofnuð. Með því var markað nýtt upphaf að öflugu samstarfi allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og fyrirtækja og stofnana sem þar starfa á sviði ferðaþjónustu.

Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu
Það er áhyggjuefni þegar röng eða villandi gögn eru lögð fram í opinberri umræðu í þeim tilgangi að styðja pólitísk markmið sem munu hafa skaðleg efnahagsleg áhrif.

Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu
Volcano Express opnaði í Hörpu síðastliðinn fimmtudag. Þá var haldið opnunarhóf þar sem gestir fengu að prufa sýninguna og mættu ýmsir þjóðþekktir einstaklingar, jarðfræðingar í bland við samfélagsmiðlastjörnur.

Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til
Athafnarmaðurinn Kristján Ra hefur staðið í ströngu undanfarið en nýjasta verkefnið hans kostaði yfir hálfan milljarð.

Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási
Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir.

Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn
Það mun allt iða af lífi og fjöri í Þingeyjarsveit um helgina og næstu daga því þar stendur nú yfir Vetrarhátíð við Mývatn með um fimmtíu viðburðum víðs vegar um sveitarfélagið. Dorgað verður meðal annars á Mývatni og hægt verður að fara í sleðahundaferðir svo eitthvað sé nefnt.

Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum
Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi segir engan hafa slasast er sjór gekk inn á bílastæði við Reynisfjöru í gær. Ábúendur á svæðinu segjast aldrei hafa séð annað eins en grjóthnullungar á stærð við mannfólk bárust með öldunni í átt að gangandi vegfarendum.

Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár
Úrval Útsýn býður upp á fjölmarga skemmtilega og spennandi áfangastaði næstu mánuði, hvort sem það eru ferðir í sólina eða borgarferðir. Í mars höfum við lækkað verð á öllum sólarpökkum til Tenerife og Kanaríeyja þar sem sólarstrendur, golfvellir og spennandi útivistarmöguleikar bíða landsmanna. Í tilefni 70 ára afmælis Úrvals Útsýnar í ár býður ferðaskrifstofan 10.000 kr. bókunarafslátt á bókun í leiguflugi með afsláttarkódanum UU70. Afslátturinn gildir frá og með 1. apríl 2025.

Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun
Önnur Airbus-þota Icelandair er væntanleg til Íslands á morgun frá verksmiðjunum í Hamborg. Áætlað er að hún lendi í Keflavík í hádeginu, um klukkan 12:30. Þotan fær nafnið Lómagnúpur og skrásetningarstafina TF-IAB.

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa samgöngur lengi verið áskorun, en á síðustu árum hefur hnignun þeirra haft veruleg áhrif á bæði ferðaþjónustu og atvinnulíf á svæðinu.

Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni
Sýningin Volcano Express opnar í Hörpu á laugardaginn, 1. mars. Á sýningunni fær fólk innsýn í eldvirknina á Íslandi. Gestir sitja í hreyfisætum og finna á meðan sýningunni stendur fyrir krafti jarðskjálfta, fá tilfinningu fyrir flugi og falli og skynja bæði hita hraunsins og kulda íslenska vetrarins.

Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð
Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli stækkar um þrjátíu prósent með nýrri álmu sem opnuð var að stórum hluta í dag. Viðbyggingin með nýjum landgöngubrúm og flugvélastæðum kostar hartnær þrjátíu milljarða króna.

Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís
Grænmetisræktandi á Ísafirði er þungt hugsi yfir fyrirhugðum framkvæmdum við kláf upp á Eyrarfjall með tilheyrandi skipulagsbreytingum. Verði þær að veruleika komi stæði fyrir bíla og rútur og aðkomuvegur þar sem grænmeti hefur verið ræktað með sjálfbærum hætti í tæpan áratug. Bæjarstjóri segir málið á allra fyrsta stigum og í lýðræðislegu ferli.

Aðgát skal höfð...
Hvernig stendur á því að slegið er upp sem stórfrétt í fjölmiðlum að rútubílstjóri hafi lent í vandræðum við Höfða og fyrr um daginn í Pósthússtræti?

Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu
Rúta sem festist á túni við Höfða í gær olli miklu tjóni. Ökumaðurinn var reynslulítill en rútufyrirtækið ætlar sér að greiða allt tjón. Verkefnastjóri segir algengt að rútubílstjórar keyri á túninu.