Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

550 milljón kr. inn­spýting í ferða­þjónustu

Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana.

Skoðun
Fréttamynd

Jack Whitehall skoðar Hallgrímskirkju

Leikarinn og grínistinn Jack Whitehall er staddur á Íslandi ásamt kærustu sinni, fyrirsætunni Roxy Hornes. Hann virðist njóta þess að prófa sig áfram með leiðir til að nota buff og skoða náttúruna.

Lífið
Fréttamynd

Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum

Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dansinn við íslensku krónuna

Þegar íslensk vara eða þjónusta er seld erlendis, þar sem framleiðslukostnaður er að mestu eða öllu leyti í íslenskum krónum, þá skapast oft á tíðum vandamál í rekstri útflutningsfyrirtækja. Það er gömul saga og ný að gengissveiflur í bland við háan innlendan kostnað, einkum launakostnað, hafa skert samkeppnishæfni og sjálfbæran rekstur útflutningsgreina.

Skoðun
Fréttamynd

Sjö sinnum fleiri gistinætur í desember

Gistinóttum á öllum tegundum skráðra gististaða fjölgaði um 55% í fyrra og voru 5,1 milljón samanborið við 3.3 milljónir árið 2020. Íslenskar gistinætur voru um 40% gistinátta eða um 2,0 milljónir en voru 1,5 milljónir á fyrra ári. Um 60% gistinátta voru erlendar eða um 3,1 milljón samanborið við 1,8 milljónir árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að ferða­­þjónustunni blæði út

Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaflar að Fjaðrárglúfri og Hvítserk fá bundið slitlag

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í endurbyggingu tveggja kílómetra vegarkafla og lagningu bundins slitlags milli Hunkubakka og Fjaðrárgljúfurs í Skaftárhreppi. Áður var búið að klæða eins kílómetra kafla frá þjóðvegi eitt að Hunkubökkum. Þegar verkinu lýkur munu vegafarendur á hringveginum því geta komist á malbiki alla leið að þessum vinsæla ferðamannastað, sem er um tíu kílómetra vestan Kirkjubæjarklausturs.

Innlent
Fréttamynd

Lisa Snowdon fagnar hálfri öld á Íslandi

Lisa Snowdon er nýjasti Íslandsvinurinn og er um þessar mundir að fagna fimmtíu ára afmælinu sínu hér á landi ásamt unnusta sínum George Smart. Parið hafði það huggulegt í Sky Lagoon og var hún dugleg að sýna frá afmælisferðinni á samfélagsmiðli sínum.

Lífið
Fréttamynd

Óttast skipsbrot rétt undan landi

Lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu sjá fram á skipsbrot rétt undan landi komi stjórnvöld ekki til móts við þau. Talskona fimm hundruð fyrirtækja samstöðuhóps furðar sig á því að styrkir vegna tekjufalls veitingastaða í samkomutakmörkunum nái ekki einnig til þeirra þar sem afbókanir hafi streymt inn.

Innlent
Fréttamynd

Sam­fé­lags­sátt­máli, er það raun­hæft?

Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil bjartsýni fyrir ferðasumrinu 2022

Mikill hugur er í þeim sem stunda ferðaþjónustu í Mýrdalshreppi fyrir sumrinu enda verið að skipuleggja sumarið á fullum krafti með fjölbreyttri dagskrá. Oddviti sveitarfélagsins spáir góðu sumri í ferðaþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Þau sem urðu verst úti

Nú standa vonir til þess að heimsfaraldri kórónuveiru fari fljótlega að ljúka. Miðað við orð þeirra sem best til þekkja, gæti verið um nokkrar vikur eða mánuði að ræða, þar til mesta hættan er liðin hjá.

Skoðun
Fréttamynd

Á­fellis­dómur yfir fram­komu Isavia við ferða­þjónustuna

Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðaþjónustuaðilar frekar bjartsýnir

Þeir sem reka ferðaþjónustufyrirtæki hér á landi virðast frekar bjartsýnir fyrir árið sem nú er nýhafið ef marka má nýja könnun. Þar segist forsvarsfólk ferðaþjónustufyrirtækja telja að samkeppnisstaða Íslands sem áfangastaðar muni styrkjast, eða standa í stað á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Leita til Hæsta­réttar og starfa á­fram í greiðslu­skjóli

Allrahanda GL, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line, hyggst leggja fram beiðni um kæruleyfi til Hæstaréttar eftir að Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu nauðasamnings félagsins. Á meðan á því ferli stendur frestast rétttaráhrif úrskurðar Landsréttar og heldur Allrahanda GL því áfram rekstri í greiðsluskjóli.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttar reglur á landamærunum

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun að sóttvarnaráðstafanir á landamærunum ættu að vera óbreyttar til 28. febrúar. Tillaga um fyrirkomulag sóttvarna á landamærunum fyrir vorið verður kynnt fyrir þann 20. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Rúmur þriðjungur beri illa skuldir sínar

Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í árslok 2020 voru þær allt að 25 milljarðar króna umfram það sem eðlilegt var. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða nýju eigin fé.

Viðskipti innlent