

Flóttamenn
Fréttir af málefnum flóttamanna.

Merkel krossar fingur fyrir kosningar í dag
Kosið er til fylkisþinga í þremur sambandsfylkjum Þýskalands. Kosningarnar taldar prófsteinn á stefnu kanslarans í innflytjendamálum.

Telur Útlendingastofnun sundurgreina gögn til að réttlæta synjun
Toshiki Toma, prestur innflytjenda, rekur sögu samkynhneigðs íransks hælisleitanda í aðsendri grein á Vísi í dag.

Popúlismi aðalvandi stjórnmálanna
Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, ræðir ferilinn í pólitíkinni, stöðu Sjálfstæðisflokksins og flóttamannamálin sem eru henni sérstaklega hugleikin.

Merkel: Um þrjú þúsund Írakar snúa aftur heim í hverjum mánuði
Angela Merkel Þýskalandskanslari lét orðin falla í ræðu í Baden-Württemberg en kosningar fara fram í þremur sambandslöndum á sunnudag.

Samkomulagið við Tyrkland gagnrýnt
Væntanlegt samkomulag Evrópusambandsins og Tyrklands sagt geta stangast á við alþjóðalög og reglur ESB. Hugmyndin er að í staðinn fyrir hvern sýrlenskan flóttamann, sem sendur er til baka til Tyrklands, taki ESB við einum sýrlenskum flótta

Reynt að fá Tyrkland til samstarfs um lausn
Leiðtogar Evrópusambandsins hittu forsætisráðherra Tyrklands í gær. Norðurlandamærum Grikklands verður líklega lokað og stólað á að Tyrkir haldi flóttafólki innan landmæra sinna. Staðan sögð endurspegla mikilvægi Tyrklands.

Vísað burt á fimmta mánuði meðgöngu
Ung hjón eiga von á því að vera flutt til Ítalíu, þar sem þeirra bíður ekkert nema gatan. Þeim er vísað burt á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar.

Tveir sakfelldir vegna dauða Alan Kurdi
Dæmdir til fangelsisvistar í fjögur ár og tvo mánuði.

Flóttamenn gætu átt lið á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn
43 íþróttamenn úr röðum flóttamanna hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir keppendur.

Frakkar rýma búðir flóttafólks í Calais við Ermarsundsgöngin
Þúsundir flóttamanna hafast við í búðunum og vilja komast yfir til Bretlands í gegnum Ermarsundsgöngin. Lögreglan í Calais hefur mætt harðri mótspyrnu en segir að engum verði þröngvað til að hafa sig á burt.

Börn á flótta í hættu við lokuð landamæri í Evrópu
Þúsundir barna eru föst við landamæri á Balkanskaganum, nánar tiltekið í grennd við Makedóníu og Grikkland, að því er UNICEF greinir frá.

Vill skoða hvort snúa beri flóttafólki til síns heima strax í Leifsstöð
Ásmundur Friðriksson býr sig undir að vera rifinn í sig af "góða fólkinu“.

Gefa ekki upp hvort að hælisleitandi sem hótaði að kveikja í sér hafi fengið hér hæli
Sótti um hæli hér í janúar síðastliðnum og hefur Útlendingastofnun þegar afgreitt umsókn hans.

Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér
Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012.

Táragasi beitt gegn flóttafólki
Um fimm hundruð manns reyndu að komast yfir landamærin, sem hafa verið rammlega girt af.

Vill endurgreiðsluákvæði úr útlendingalögum
Varaþingmaður Vinstri grænna er feginn að endurgreiðsluákvæði útlendingalaga hafa ekki verið nýtt. Frumvarp um ný útlendingalög er á borði ráðherra.

Höfðu betur í lekamáli
Fréttablaðið greindi frá því í október að Útlendingastofnun hefði farið fram á lögreglurannsókn á sambandi hjónanna vegna gruns um að það væri málamyndahjónaband. Tæpu ári áður en beiðnin frá Útlendingastofnun barst til lögreglunnar höfðu hjónin eignast dóttur hér á landi og notið heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum vegna þess. Þau greiddu fullt verð fyrir fæðingu dóttur sinnar vegna þess að þrátt fyrir að faðirinn hefði hér varanlegt landvistarleyfi þá var móðirin ekki komin með slíkt. Vegna reikningsins hittu þau félagsráðgjafa til að útskýra stöðu dvalarleyfisumsóknar Thi Thuy.

Byrjað að rífa „Frumskóginn“ í Calais
Fulltrúar franskra yfirvalda hófu í morgun að taka saman kofa og skýli í flóttamannabúðunum í Calais.

Beittu táragasi á flóttamenn á landamærum Grikklands og Makedóníu
Um 6.500 manns eru nú strandaglópar Grikklandsmegin landamæranna þar sem fáum er hleypt inn í Makedóníu.

Gert ráð fyrir 600 flóttamönnum í ár
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar vill fjölga nefndarmönnum í kærunefnd útlendingamála um fjóra.

Segja hagsmuni barna ráða ríkjum
Útlendingastofnun segir að ungur drengur frá Albaníu, sem vísað var úr landi í desember, fái nauðsynlega þjónustu heima fyrir.

Lætur kjósa um ákvarðanir ESB
Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, hefur tilkynnt að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um flóttamannakvóta Evrópusambandsins.

Telur niðurstöðuna brjóta gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu
Albanskri fjölskyldu sem hafði sótt um hæli hér á landi var í morgun neitað um frestun réttaráhrifa á þeirri ákvörðun Útlendingastofnunar að synja þeim um hæli. Þetta þýðir að fólkið verður sent úr landi á næstu vikum en það óttast um öryggi sitt í Albaníu.

Meira en 100 þúsund flóttamenn hafa komið til Evrópu það sem af er ári
Í fyrra komu 100 þúsund flóttamenn til álfunnar á fyrstu sex mánuðum ársins.

Varar við lokun landamæra Evrópuríkja
Yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna segir það leiða til frekari óreiðu.

Kæra leka um sig til að fá formlega rannsókn
Landspítalinn neitar því að persónuupplýsingum um víetnömsk hjón hafi verið lekið þaðan til Útlendingastofnunar. Hjónin hafa nú kært hinn meinta leka til lögreglunnar. Það er gert til að fá formlega rannsókn, að sögn lögmanns þe

Hinsegin flóttafólk í kröggum í Evrópu
Misþyrmt í flóttamannabúðum af öðru flóttafólki.

Útlendingastofnun frestaði flutningi af sanngirnisástæðum
Stofnunin fór þess á leit við alþjóðadeild ríkislögreglustjóra í gærkvöld að ekki yrði af flutningi hælisleitendenna þriggja til Ítalíu.

Fluttur úr landi í nótt þrátt fyrir samband: „Hann hefur gengið dætrum mínum í föðurstað“
Hælisleitandinn Idafe Onafe Oghene og Aldís Bára Pálsdóttir hafa verið saman í tvö ár.

Ætla að senda hælisleitanda með gilt atvinnuleyfi úr landi í fyrramálið
„Þeir hringdu í mig í gær, klukkan hálf fimm, og sögðu mér að ég þyrfti að fara á morgun,“ segir Christian Boadi.