
Formúlu 1 tímatöku frestað til aðfaranætur sunnudags
Tímatökunni fyrir Formúlu 1 mótið í Suzuka í Japan hefur verið frestað til aðfaranætur sunnudags og verður hún 5 klukkutímum áður en kappaksturinn hefst. Tímatakan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport rétt eins og kappaksturinn.