Schumacher bað Barrichello afsökunar Michael Schumacher hefur beðið Rubens Barrichello afsökunar á atvikinu í Ungverjalandi, þar sem hann ók í veg fyrir Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar. Autosport.com greindi frá þessu eftir hádegi í dag, en Barrichello fagnar því að mæta í sitt 300 mót um helgina á Spa brautinni um helgina. Formúla 1 26. ágúst 2010 14:06
Harður titilslagur milli fimm ökumanna framundan Jonathan Neale, einn af yfirmönnum McLaren telur að titilslagurinn framundan verði harður í Formúliu 1 og McLaren mun framþróa bíl sinn af krafti á næstunni. Keppt verður á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi. Formúla 1 25. ágúst 2010 12:44
Varla hægt að endurtaka 2009 ævintýrið Vijay Mallaya hjá Force India liðinu telur ólíklegt að liðið nái aftur besta tíma í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu, eins og gerðist í fyrra. Þá varð Giancarlo Fisichella fljótastur og lauk keppni í öðru sæti á eftir Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Formúla 1 24. ágúst 2010 17:52
Massa: Endaspretturinn verður spennandi Felipe Massa hjá Ferrrari vann mótið á Spa brautinni árið 2008, sem keppt verður á um næstu helgi og Kimi Raikkönen sem var hjá Ferrari vann mótið í fyrra, en keppir ekki lengur í Formúlu 1. Formúla 1 24. ágúst 2010 16:05
Webber og Vettel spenntir fyrir Spa Forystumaður stigamótsins, Mark Webber hjá Red Bull segir að ökumönnum hlakkii til að takast á við Spa brautina í Belgíu um næstu helgi, sem er uppáhaldsbraut margra keppenda og áhorfenda. Formúla 1 24. ágúst 2010 11:44
Schumacher tekur út refsingu í Belgíu Michael Schumacher þarf að ræsa 10 sætum aftar en tími hans í tímatökum á Spa brautinni í Belgíu um næstu helgi segir til um. Hann braut á Rubens Barricehllo í síðustu keppni, ók í veg fyrir hann og fékk dæmt á sig víti. Formúla 1 23. ágúst 2010 16:14
Mosley: Refsa þarf Ferrari meira fyrir brot við liðsskipunum Max Mosley, fyrrum forseti FIA segir að refsa þurfi Ferrari fyrir að brjóta bann við liðsskipunum í þýska kappakstrinum í sumar. Formúla 1 23. ágúst 2010 13:09
Raikkönen gengur vel í rallakstri Finnanum Kimi Raikkönen gekk ágætlega í þýska rallinu sem er liður í heimsmeistaramótinu í rallakstri, en keppt var um helgina. Sebastian Loeb frá Frakklandi vann mótið á Citroen, en Raikkönen varð sjöundi á Citroen. Formúla 1 23. ágúst 2010 10:46
Button vill komast í fremstu röð á ný Heimsmeistarinn Jenson Button hjá McLaren segir að lið sitt hafi verið skrefi á eftir toppliðunum í síðustu keppni, sem var í Ungverjalandi. Keppnisliða koma úr sumarfríi í næstu viku og keppa á Spa brautinni í Belgíu um aðra helgi. Formúla 1 20. ágúst 2010 19:17
Pedro de la Rosa aldrei betri Spánverjinn Pedro de la Rosa sneri aftur í Formúlu 1 sem keppnis ökumaður í ár rétt eins og Michael Schumacher. Pedro ekur hjá Sauber liðinu og er spænskur að uppruna, en var lengi vel þróunarökumaður McLaren og mikils metinn sem slíkur. Formúla 1 19. ágúst 2010 13:01
Spennandi þróunarvinna framundan hjá Heidfeld Paul Hembrey hjá Pirelli segir að koma Nick Heidfeld til fyrirtækisins sé mikill fengur og reynsla hans eigi eftir að koma Pirelli til góða á næsta ári. Þá hefur fyrirtækið formlegt samstarf við keppnisliðin um að útvega dekk í stað Bridgestone í mótum. Formúla 1 18. ágúst 2010 11:49
Heidfeld ráðinn þróunarökumaður Pirelli Þjóðverjinn Nick Heidfeld verður sérstakur þróunarökumaður Pirelli dekkjaframleiðandans í ár, en fyrirtækið mun sjá um dekkjamál í Formúlu 1 á næsta ári í stað Bridgestone. Formúla 1 17. ágúst 2010 09:53
Schmacher hefur trú á Mercedes 2011 Jafnvel þó Mercedes hefur ekki náð verðlaunasæti í mótum ársins, þá er Michael Schumacher þess fullviss að liðið verður öflugr árið 2011. Formúla 1 16. ágúst 2010 17:28
Mercedes setur stefnuna á 2011 Lið Mercedes í Formúlu 1 með þá Michael Schumacher og Nico Rosberg innanborðs ætlar ap setja meiri kraft í hönnun bíls næsta árs, heldur en framþróun 2010 bílsins. Þetta sagði Ross Brawn í frétt á autosport.com. Formúla 1 13. ágúst 2010 12:31
Formúla 1 í Bandaríkjunum næstu 40 ár Tavo Hellmund er á bakvið Formúlu 1 mótshald í Bandaríkjunum sem hefst á næsta ári á ný, í Austin í Texas. Hann segir að mótið sem hann skipuleggur gæti hæglega verið á dagskrá næstu 40 árin. Formúla 1 12. ágúst 2010 22:51
Framtíð Hispania liðsins óljós Þrjú ný Formúlu 1 lið voru stofnuð fyrir þetta tímabil og eitt þeirra er Hispania á Spáni. Liðið hefur haft lítið fé til að þróa bíla sína og Bruno Senna, annar ökumanna liðsins segir stöðu liðsins óljósa hvað framtíðina varðar. Formúla 1 11. ágúst 2010 10:50
Meistarinn Button lauk fjölmennustu þríþrautarkeppni heims með sóma Bretinn Jenson Button, núverandi meistari í Formúlu 1 lauk þríþrautarkeppni í London með sóma um síðustu helgi. Hann varð fjórði af 570 keppendum í sínum flokki. Formúla 1 10. ágúst 2010 09:49
Alonso: Helmingslíkur á meistaratitli Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari telur að hann eigi möguleika á meistaratitlinum í Formúlu 1, þó hann sé aðeins í fimmta sæti í stigamótinu. Formúla 1 9. ágúst 2010 09:23
Webber: Hef náð nokkrum af markmiðunum Mark Webber, forystumaður stigamótsins hefur trú á því að Red Bull bíllinn verði góður á öllum brautum sem eftir á að nota á keppnistímabilinu. Formúla 1 6. ágúst 2010 15:29
Webber spáð meistaratitlinum Flavio Briatore, umbosðsmaður Flavio Briatore spáir honum meistaratitlinum í Formúlu 1 og telur að hann geti staðið af sér atlögur Sebastian Vettel og Jenson Button , Lewis Hamilton og Fernando Alonso. Formúla 1 5. ágúst 2010 20:22
Hamilton: Ekki rétti tíminn fyrir sumarfrí Formúlu 1 lið fá kærkomið tveggna vikna frí í ágúst, þar sem bækistöðum liðanna verður meira og minna lokað. Lewis Hamilton er þó ekki hrifinn af frí á þessum tíma, sérstaklega ekki í ljósi þess að bíll hans bilaði um síðustu helgi. Formúla 1 4. ágúst 2010 14:12
Schumacher nálægt því að vera vísað úr keppni Dómarar Formúlu 1 mótsins í Búdapest í Ungverjalandi voru nálægt því að vísa Michael Schumacher úr keppninni fyrir brot gegn Rubens Barrichello. Formúla 1 3. ágúst 2010 14:10
Schumacher bað Barrichello afsökunar Michael Schumacher baðst afsökunar á því að hafa brotið á Rubens Barrichello á brautinni í Búdapest. Hann reyndi varna framgöngu Barrichello á mikilli ferð á beinasta kafla brautarinnar og skapaðist hættuástand. Barrichello taldi atferli Schumacher brjálæði. Formúla 1 2. ágúst 2010 18:01
Webber: Þurfti að hafa fyrir sigrinum Mark Webber var ánægður með árangur dagsins í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi. Hann vann sigur, eftir að Sebastian Vettel og Fernando Alonso náðu að veita honum keppni. Hann sneri á þá báða með vel útfærðri keppnisáætlum Red Bull liðsins, og refsingu sem Vettel fékk fyrir að brjóta reglur í kringum endurræsingu mótsins. Formúla 1 1. ágúst 2010 22:38
Webber á toppinn með mikilvægum sigri í Ungverjalandi Ástralinn Mark Webber er kominn með fjögurra stiga forystu á Lewis Hamilton í heildarstigakeppni ökumanna í Formúlu 1. Webber sem keppir fyrir Red Bull kom fyrstur í mark í Ungverjalandi. Formúla 1 1. ágúst 2010 13:52
Titilslagur í Búdapest í dag Formúlu 1 mót er í Búdapest í dag og Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir á ráslínu, en forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton er fimmti á ráslínu. Formúla 1 1. ágúst 2010 09:46
Vel falið leyndarmál skóp árangur Vettels Sebastian Vettel náði besta tímanum í tímatökunni í dag og er það í fjórða skipti í röð sem hann er fljótastur allra. Formúla 1 31. júlí 2010 20:35
Vettel fremstur í sjöunda skipti á árinu Þjóðverjinn Sebastian Vettel var fljótastur allra í ´timatökum á Búdapest brautinni í Ungverjalandi í dag. Hann varð á undan liðsfélaga sínum Mark Webber hjá Red Bull og þeir voru afgerandi fljótastir. Formúla 1 31. júlí 2010 13:34
Webber og Vettel lang fljótastir Ástralinn Mark Webber á Red Bull var með besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun og varð tæplega hálfri sekúndu fljótari en Sebatian Vettel á samskonar bíl. Formúla 1 31. júlí 2010 10:12
Alonso stakk sér á milli Vettel og Webber Spánverjinn Fernando Alonso náði að standa upp í hárinu á Sebatian Vettel og Mark Webber á seinni æfingu keppnisliða í Búdapest í dag. Hann varð tæpri hálfri sekúndu á eftir Vettel og Webber tæoum 9.9 á eftir Vettel. Formúla 1 30. júlí 2010 13:39
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti