
Button og Alonso fljótastir á æfingum
Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina.
Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.
Þeir Fernando Alonso á Ferrari og Jenson Button á McLaren voru fljótastir á æfingum dagsins. Keppt er í Barcelona á Spáni um helgina.
Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár.
Liðstjóri McLaren-liðsins, Martin Whitmarsh, segir liðið hafa endurhannað framenda bílsins og ætla að notast við hærra nef í kappakstrinum á Spáni um komandi helgi.
Kanadamaðurinn Jacques Villeneuve ók Ferrari-bíl föður síns frá 1979 á tilraunabraut Ferrari í Maranello á Ítalíu í gær. Þrjátíu ár eru liðin síðan Gilles Villeneuve fórst í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn í Zolder.
Lotus-ökuþórinn Kimi Raikkönen segist eiga möguleika á því að sigra spánska kappaksturinn um næstu helgi. Kimi varð annar á eftir heimsmeistaranum Sebastian Vettel í Barein fyrir tveimur vikum.
Ferrari-liðið ók endurhönnuðum bíl sínum á æfingum á Mugello brautinni á Ítalíu í dag. Sagt er að endurhönnunin muni færa liðinu um það bil 0,2 sekúntur hvern hring og jafnvel meira.
Franski rallýökuþórinn Sebastian Loeb vann sinn sjötugasta heimsmeistararallsigur á ferlinum í Argentínu á Sunnudag.Með sigrinum jók hann forskot sitt á Norðmanninum Petter Solberg í átján stig í heimsmeistarakeppninni.
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel, sem ekur fyrir heimsmeistaralið Red Bull í Formúlu 1, segir lið sitt hafa tapað sjálfstraustinu sem það hafði svo sterkt í fyrra. Ástæðuna segir hann vera að liðið hafi ekki haldið gríðarlegum yfirburðum sínum milli ára.
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir að mótaröðin muni snúa aftur til Barein þrátt fyrir gríðarlegt fjaðrafok í kringum mótið í ár og í fyrra.
Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu segist ekki geta ekið bíl sínum og fengið allt úr honum sem í boði er vegna þess að hann þurfi alltaf að passa upp á að slíta dekkjunum ekki of hratt.
Fernando Alonso, ökumaður Ferrari í Formúlu 1, segist vera afar óánægður með að Nico Rosberg hafi komist upp með glannaskap í kappakstrinum í Barein í gær.
Sebastian Vettel sótti fyrsta sigur sinn á árinu í kappakstrinum í Barein í dag. Finninn Kimi Raikkönen og liðsfélagi hans Roman Grosjean hjá Lotus urðu í öðru og þriðja sæti.
Þýski heimsmeistarinn Sebastian Vettel gerði það sem hann var orðinn vanur í fyrra og setti Red Bull-bíl sinn á ráspól fyrir kappaksturinn í Barein sem fram fer á morgun.
Mótmælendur krefjast mannréttinda og vilja ekkert með Formúlu 1 hafa. Áhyggjur vaxa um að mótmælendur muni nota kappaksturinn til að koma rödd sinni á framfæri. Ecclestone hefur engar áhyggjur af öryggismálum fyrir mótið.
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes-bíl var fljótastur á lokaæfingu keppnisliða í Barein í morgun. Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var annar á Red Bull.
Lewis Hamilton er tilbúinn að eyða næstu Formúlu 1-árum sínum hjá McLaren og vill fá nýjan samning. Núgildandi samningur hans rennur út í ár en þá hefur hann gilt í fimm ár og skilað honum rúmum þremur milljörðum króna á ári.
Nico Rosberg, á Mercedes-bíl, var fljótastur á seinni æfingu keppisliða í Formúlu 1 sem nú fer fram í Barein. Lewis Hamilton á McLaren-bíl var fljótastur á fyrri æfingunni.
Formúlu 1 kappaksturinn í Barein fer fram samkvæmt áætlun á sunnudaginn, fullyrðir Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa krónprinsinn í konungsríkinu Barein. Miklar umræður um hvort kappaksturinn eigi yfir höfuð að fara fram í löndum á barmi borgarastríðs hefur staðið í nokkrar vikur.
Barein kappaksturinn fer fram um helgina eftir að talsverð óvissa hefur ríkt um hvort mótið verði eða ekki. Tvö ár eru liðin síðan keppt var í Barein síðast því kappakstrinum var aflýst í fyrra vegna gríðarlegra mótmæla í þar í landi.
Þegar Formúlu 1-liðin lentu í Manama, höfuðborg Barein, í gærkvöldi mættu þeim hundruðir mótmælenda. Uppreisnarmenn eru mjög óánægðir með að Formúla 1 skuli halda mót í Barein í umboði stjórnvalda þar í landi.
Nico Rosberg sótti sinn fyrsta sigur í Kína um helgina. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Mercedes-bílaframleiðandans í Formúlu 1 síðan 1955. Jenson Button, ökuþór McLaren, segist nú sannfærður um að Mercedes-liðið og Rosberg verði ógn í titilbaráttu McLaren.
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú óvíst hvort Ameríkukappaksturinn fari fram í New Jersey árið 2013 eins og ráðgert er, vegna þess að brautin verður hugsanlega ekki tilbúin.
Þjóðverjinn Nico Rosberg vann sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 í kínverska kappakstrinum í Shanghai í morgun. Jenson Button var annar eftir fjöruga lokahringi sem röðuðu mönnum upp á nýtt.
Jenson Button, ökuþór McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Kamui Kobayashi á Sauber muni hafa áhrif á framvindu kappakstursins í Kína á morgun. Kobayashi mun ræsa þriðji í kappakstrinum.
Þjóðverjinn Nico Rosberg á Mercedes bíl var hálfri sekúntu fljótari en Lewis Hamilton á McLaren í tímatökum fyrir kínverska kappaksturinn í morgun. Enginn átti séns í Rosberg.
Lewis Hamilton á McLaren og Michael Schumacher á Mercedes voru fljótastir á föstudagsæfingum í Kína sem fram fóru í nótt. Lewis var lang fljótastur á fyrri æfingunni en rigning setti strik í reikninginn.
Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) ákvað í nótt að mótið í Barein skyldi fara fram, þrátt fyrir gríðarlega umræðu um öryggi starfsmanna keppnisliðanna og áhorfenda.
Umræðan um hvort Formúla 1 eigi að fara til Barein og keppa þar 22. apríl hefur magnast í aðdraganda kínverska kappakstursins um næstu helgi. Gríðarlegir fjármunir eru fólgnir í kappakstrinum bæði fyrir hagkerfið í Barein og fyrir auglýsendur og keppnislið í Formúlunni.
Um helgina fer kínverski kappaksturinn fram í Shanghai. Brautin var, eins og sú sem keppt var á síðast í Malasíu, hönnuð af brautahönnuðinum Herman Tilke. Hér var fyrst keppt árið 2004. Þá ók Rubens Barrichello Ferrar bíl sínum fyrstur yfir endalínuna.