Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Hákon Rafn Valdimarsson lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Brentford er hann kom inn af varamannabekknum í markalausu jefntefli gegn Brighton & Hove Albion í kvöld. Fótbolti 27. desember 2024 21:27
Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Cristiano Ronaldo, fyrrverandi leikmaður Manchester United og einn besti knattspyrnumaður allra tíma, segir að landi hans hjá United muni koma liðinu á rétta braut. Fótbolti 27. desember 2024 21:05
Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Arsenal vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti nýliðum Ipswich í lokaleik 18. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Enski boltinn 27. desember 2024 19:46
Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Dani Olmo, leikmaður Barcelona, gæti þurft að sitja hjá á seinni hluta tímabils vegna enn eins skráningarvesens félagsins. Fótbolti 27. desember 2024 18:47
Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Ruben Amorim, nýráðinn knattspyrnustjóri Manchester United, segist gera sér grein fyrir því að hann gæti átt í hættu á því að vera rekinn úr starfi ef liðið fer ekki að vinna leiki. Fótbolti 27. desember 2024 18:02
Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Freyr Alexandersson, fyrrum stjóri Kortrijk í Belgíu, fer í starfsviðtal hjá KSÍ líkt og Arnar Gunnlaugsson. Þriðji aðilinn er erlendur. Fótbolti 27. desember 2024 17:55
Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur boðið þremur þjálfurum í viðtal um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Arnar Gunnlaugsson er einn þeirra þjálfara en bæði er um að ræða íslenska og erlenda þjálfara. Fótbolti 27. desember 2024 16:36
Emilía til Leipzig Landsliðskonan í fótbolta, Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, er gengin í raðir RB Leipzig frá Nordsjælland. Fótbolti 27. desember 2024 14:45
Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Curtis Jones, miðjumaður Liverpool, lék í gær sinn hundraðasta leik fyrir félagið og hélt upp það með marki í 3-1 sigri á Leicester. Jones hafði þó ekki hugmynd um áfangann fyrr en hans gamli stjóri benti honum á það. Enski boltinn 27. desember 2024 14:18
„Ég var að skjóta“ Matheus Cunha, leikmaður Wolves, segist hafa verið að skjóta þegar hann skoraði beint úr hornspyrnu gegn Manchester United í gær. Enski boltinn 27. desember 2024 12:47
Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Víkingur leitar erlendra leikvalla fyrir heimaleik liðsins við gríska liðið Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í febrúar. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur, frekar en aðrir vellir hérlendis. Fótbolti 27. desember 2024 11:59
Harmur hrokagikksins Haaland Norðmaðurinn Erling Haaland hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu, frekar en liðsfélagar hans í Manchester City. Enginn hefur klúðrað fleiri marktækifærum í ensku úrvalsdeildinni frá því að Norðmaðurinn lét hrokafull ummæli falla eftir jafntefli við Arsenal í haust. Enski boltinn 27. desember 2024 11:30
Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki Joao Pereira, sem tók við Sporting þegar Ruben Amorim fór til Manchester United, hefur verið rekinn frá félaginu. Hann stýrði Sporting aðeins í átta leikjum. Fótbolti 27. desember 2024 10:31
City ætlar að kaupa í janúar Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að félagið verði að reyna að bæta í leikmannahópinn þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í næsta mánuði. Enski boltinn 27. desember 2024 10:02
Gary sem stal jólunum Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. Enski boltinn 27. desember 2024 09:30
Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Franski landsliðsmaðurinn Randal Kolo Muani, sem er úti í kuldanum hjá Paris Saint-Germain, er orðaður við ýmis félög, meðal annars Liverpool. Enski boltinn 27. desember 2024 08:32
Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki hafa hugmynd um hversu langan tíma það tekur fyrir Rauðu djöflana að verða betri. Enski boltinn 27. desember 2024 08:03
Ættingi Endricks skotinn til bana Fótboltastjarnan unga hjá Real Madrid, Endrick, varð fyrir miklu áfalli um jólin þegar ættingi hans var skotinn til bana í Brasilíu. Fótbolti 27. desember 2024 07:33
Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Ruben Amorim stýrði Manchester United í ensku úrvalsdeildinni sjöunda sinn í gærkvöldi og tapaði 2-0. Þetta var fjórða deildartapið frá því að hann tók við, sem enginn í þjálfari í sögu félagsins hefur verið jafn fljótur að gera. Enski boltinn 27. desember 2024 06:48
Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Liverpool nýtti tækifærið og er nú með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-1 sigur gegn Leicester. Heimamenn lentu snemma undir en höfðu annars völdin á vellinum mest allan leikinn. Enski boltinn 26. desember 2024 22:00
Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Andri Lucas Guðjohnsen kom inn af varamannabekknum og skoraði eina mark KAA Gent í 1-3 tapi gegn USG. Þetta var fyrsta mark framherjans síðan í september. Fótbolti 26. desember 2024 21:47
Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Aston Villa ætlar að áfrýja rauða spjaldinu sem framherjinn Jhon Duran fékk að líta í leik liðsins gegn Newcastle fyrr í dag. Þriggja leikja bann blasir við framherjanum. Enski boltinn 26. desember 2024 21:03
Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Wolverhampton Wanderers unnu 2-0 gegn Manchester United í átjándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrirliðinn Bruno Fernandes var rekinn af velli rétt áður en Úlfarnir tóku forystuna með marki beint úr hornspyrnu. Enski boltinn 26. desember 2024 19:31
Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Jason Daði Svanþórsson skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu í 2-1 sigri Grimsby gegn Harrogate. Enski boltinn 26. desember 2024 17:48
Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham, sem vann 2-0 gegn Burton og komst upp í efsta sæti ensku C-deildarinnar, stigi ofar og með leik til góða á liðið fyrir neðan. Enski boltinn 26. desember 2024 17:38
Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 26. desember 2024 17:25
Sáu ekki til sólar en unnu samt Nottingham Forest vann með einu marki gegn engu þegar Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn sem eru í harðri Meistaradeildarsætisbaráttu, hrikaleg niðurstaða fyrir Tottenham sem situr í neðri hluta deildarinnar og var að missa enn einn varnarmanninn í meiðsli. Enski boltinn 26. desember 2024 17:00
Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Chelsea komst yfir snemma gegn Fulham og virtist ætla að vinna en fékk tvö mörk á sig mjög seint og tapaði leiknum. 1-2 lokaniðurstaða á Stamford Bridge. Fjórum stigum munar því enn á Chelsea og Liverpool í efsta sætinu en Fulham hefur nú jafnað Englandsmeistara Manchester City að stigum. Enski boltinn 26. desember 2024 17:00
Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Arne Slot mun í kvöld stýra liði Liverpool gegn Leicester, lærisveinum samlanda síns Ruud van Nistelrooy. Þeir hafa tvisvar áður mæst sem þjálfarar en þá í hollensku úrvalsdeildinni, Cody Gakpo skoraði í báðum leikjunum. Enski boltinn 26. desember 2024 15:32
Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Manchester City gerði 1-1 jafntefli gegn Everton á Etihad í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir jólafrí. Heimamenn komust yfir og fengu síðan tækifæri snemma seinni hálfleiks til að vinna leikinn, en Erling Haaland brenndi víti. Enski boltinn 26. desember 2024 14:29
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti