

Fótbolti
Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United
Framherji kvennaliðs Manchester United ber félaginu ekki góða söguna og hefur tjáð sig um slæma upplifun sína á samfélagsmiðlum.

Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst
Fótboltaleikjum hefur nú verið aflýst af mörgum mismunandi ástæðum í gegnum tíðina en það er ekki oft sem ástæðan er sú sem orsakaði það að leikur í þýsku neðri deildunum fór ekki fram um helgina.

Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi
Lionel Messi missti af síðasta leik Inter Miami í MLS-deildinni en það kom ekki að sök þökk sé hetjudáðum góðs vinar hans frá Úrúgvæ.

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Nottingham Forest varð í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta en þá kláruðust sextán liða úrslitin.

Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga
Juventus vann í kvöld sinn fimmta deildasigur í röð í ítölsku Seríu A. Liðið hefur fallið út út bikarnum og Meistaradeildinni á síðustu dögum en er aftur á móti að klára deildarleiki sína. Fyrir vikið er liðið að nálgast titilbaráttuna.

Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu
Ekkert varð af leik Villarreal og Espanyol í spænsku fótboltadeildinni, La Liga, en hann átti að fara fram í kvöld.

Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst
Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby voru svo ótrúlega nálægt því að landa langþráðum sigri í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinícius Júnior er stanslaust orðaður við félög í Sádí Arabíu en segist sjálfur vilja nýjan samning við Real Madrid eins fljótt og auðið er.

Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir stóð í marki Häcken í kvöld þegar liðið fór illa með mótherja sína í sænsku bikarkeppninni.

Réð son sinn sem forseta félagsins
Eigandi spænska fótboltafélagsins Valencia er ekki einn af þeim vinsælu. Hann er heldur ekkert að auka vinsældir sínar með nýjustu ákvörðun sinni.

Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu
FH og Vålerenga gerðu 1-1 jafntefli í dag í æfingarleik á Marbella á Spáni þar sem liðin eru í æfingarbúðum fyrir komandi tímabil.

Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni
Framherjinn stórefnilegi Chido Obi-Martin verður fjarri góðu gamni á fimmtudagskvöldið þegar Manchester United spilar við Real Sociedad í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Thomsen mættur aftur í íslenska boltann
Framherjinn Tobias Thomsen hefur ákveðið að snúa aftur í íslenska fótboltann og nú með Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Amorim: „Ég er ekki barnalegur“
Vont tímabil Man. Utd varð verra í gær er liðið féll úr leik í ensku bikarkeppninni. United tapaði í vítakeppni gegn Fulham.

Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Boltarnir sem notaðir hafa verið í ensku bikarkeppnunum í vetur virðast ekki hafa slegið í gegn. Pep Guardiola, stjóri Manchester City, leyfði sér að kvarta undan boltanum í ljósi þess að liðið hafði unnið Plymouth í FA-bikarnum á laugardag.

Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“
Stjóri Stockport County var í skýjunum með unga Íslendinginn sinn um helgina. Benoný Breki Andrésson skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn Blackpool og var hylltur með víkingaklappi.

Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“
Gylfi Þór Sigurðsson hefur rætt við landsliðsþjálfarann Arnar Gunnlaugsson eftir að hann tók við störfum og vonast til að spila leiki Íslands við Kósóvó síðar í þessum mánuði.

Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi
Forráðamenn bandaríska knattspyrnufélagsins Houston Dynamo sendu frá sér afsökunarbeiðni og buðu stuðningsmönnum frímiða vegna þess hvernig lið andstæðinga þeirra var skipað í gærkvöld.

Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina
Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd, segir sína menn þurfa að vakna fyrir komandi leiki í Meistaradeild Evrópu.

Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Stefán Teitur Þórðarson og kollegar hans í enska B-deildarliðinu Preston North End fá Aston Villa í heimsókn í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal
West Ham United komst 3-1 yfir gegn Arsenal í efstu deild kvenna í knattspyrnu á Englandi. Skytturnar komu hins vegar til baka og unnu frábæran 4-3 endurkomusigur. Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði West Ham.

Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu
Kristian Nökkvi Hlynsson var allt í öllu þegar Sparta Rotterdam lagði Willem II 4-0 í efstu deild karla í Hollandi. Rúnar Þór Sigurgeirsson var í byrjunarliði Willem II og Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins.

Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum
Englandsmeistarar Chelsea gerðu óvænt jafntefli við Brighton & Hove Albion í efstu deild kvenna í knattspyrnu. Þá vann Manchester United 2-0 sigur á Leicester City.

Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Manchester United kemst ekki í úrslit ensku bikarkeppninnar þriðja árið í röð. Liðið er úr leik eftir tap gegn Fulham í vítaspyrnukeppni.

Kristianstad byrjar vel í bikarnum
Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði Kristianstad sem vann 2-1 sigur á AIK í fyrsta leik sínum í riðli 4 í sænsku bikarkeppninni í fótbolta.

Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu
Barcelona valtaði yfir Real Sociedad í La Liga, spænsku efstu deild karla í knattspyrnu. Lokatölur í Katalóníu 4-0 og Barcelona er komið á toppinn.

Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit
Patrick Pedersen skoraði bæði mörk Vals í 1-2 sigri á Vestra í riðli 1 í Lengjubikar karla í fótbolta í dag.

Draumainnkoma Dags
Dagur Dan Þórhallsson átti sannkallaða draumainnkomu þegar Orlando City sigraði Toronto, 4-2, í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt. Dagur skoraði mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður.

Welbeck skaut Brighton áfram
Danny Welbeck skaut Brighton & Hove Albion í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar með marki í framlengingu gegn Newcastle United.

Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport
Benóný Breki Andrésson skoraði sín fyrstu mörk fyrir enska C-deildarliðið Stockport County þegar það sigraði Blackpool, 2-1, í gær.