Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sunnu­dags­messan: Fylltu í eyðurnar

Liðurinn „Fylltu í eyðurnar“ var á sínum stað í Sunnudagsmessunni þegar 3. umferð ensku úrvalsdeildarinnar var gerð upp. Kjartan Atli Kjartansson var þáttastjórnandi og með honum voru Albert Brynjar Ingason og Bjarni Guðjónsson.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Er ekki alltaf dæmt á þetta?“

Sigurður Bjartur Hallsson skoraði dramatískt, og umdeilt, sigurmark þegar FH lagði Aftureldingu 2-1 í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Farið var yfir markið og aðdraganda þess í Stúkunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Biturðin lak af til­kynningu um Isak

Talsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle voru ekkert að hafa fyrir því að þakka Alexander Isak fyrir vel unnin störf, í aðeins 37 orða tilkynningu um að hann hefði verið seldur til Liverpool.

Enski boltinn
Fréttamynd

Pressan gríðar­leg eftir eyðslu sumarsins

Englandsmeistarar Liverpool létu svo sannarlega til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar. Tvívegis var metið yfir dýrasta leikmann Bretlandseyja slegið og þá var gengið frá kaupum á fleiri öflugum mönnum. Vissulega voru leikmenn seldir til að vega upp á mótið eyðslunni en markmið félagsins er skýrt það sem eftir lifir tímabils.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Þær eru hræddar við hana“

Bestu mörkin héldu vart vatni yfir flautumarki Murielle Tiernan í dramatískum 2-1 útisigri Fram á Þór/KA í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Markið var eðlilega til umræðu í þættinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Segja Rö­mer klára tíma­bilið með KA

Á dögunum virtist sem danski miðjumaðurinn Marcel Römer væri á leið til heimalandsins eftir stutt stopp á Akureyri. Nú er annað hljóð í strokknum og mun hann vera hér á landi þangað til Bestu deild karla er lokið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak dýrastur í sögu ensku úr­vals­deildarinnar

Englandsmeistarar Liverpool hafa formlega tilkynnt Alexander Isak sem nýjasta leikmann félagsins. Sænski landsliðsmaðurinn kostar 125 milljónir punda, nærri 21 milljarð íslenskra króna. Er hann nú dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hár­prúður Eiður heillar

Þykkt hár Eiðs Smára Guðjohnsen í nýrri auglýsingu fyrir veðmálasíðuna Epicbet hefur vakið athygli. Stutt er síðan hár hans var farið að þynnast ansi mikið. Eiður hefur ekki tjáð sig um það sjálfur en virðist hafa farið í hárígræðslu.

Lífið
Fréttamynd

Suárez hrækti á þjálfara

Hinn 38 ára gamli Luis Suárez bætti skammarstriki á ferilskrá sína þegar hann sást hrækja á þjálfara úr teymi Seattle Sounders eftir 3-0 tap Inter Miami í úrslitaleik bandaríska deildabikarsins í fótbolta.

Fótbolti