Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Margir ráku upp stór augu þegar landsliðshópur Frakka fyrir komandi leiki í Þjóðadeild kvenna í fótbolta var kynntur í gær. Stórar stjörnur sitja heima þegar Frakkar sækja Ísland heim í júní. Fótbolti 23. maí 2025 10:30
Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Hér er farið yfir leikmanninn sem endaði í 6. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 23. maí 2025 10:01
Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands í fótbolta, segist vilja sjá með berum augum hvernig Ivan Toney komi út í enska hópnum. Toney er nú valinn í fyrsta sinn síðan hann gekk í raðir sádi-arabíska liðsins Al-Ahli frá Brentford síðasta sumar. Enski boltinn 23. maí 2025 09:45
Starf Amorims öruggt Þrátt fyrir að Manchester United hafi átt afleitt tímabil er starf knattspyrnustjórans Rubens Amorim ekki í hættu. Enski boltinn 23. maí 2025 08:01
Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Leikmenn AFC Whyteleafe fögnuðu heldur óhefðbundnum meistaratitli í utandeild á Englandi þar sem liðið hafnaði í þriðja sæti. Enski boltinn 23. maí 2025 07:03
Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Þjálfari sem stýrir liði sínu til síns fyrsta titils í sautján ár, og síns fyrsta Evróputitils síðan árið 1984, ætti að geta gengið að því vísu að halda vinnunni sinni í það minnsta fram á næsta tímabil. Eða hvað? Fótbolti 22. maí 2025 23:17
Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Alejandro Garnacho, leikmaður Manchester United, virðist vera heldur ósáttur við spilaðar mínútur í úrslitum Evrópudeildarinnar í gær og íhugar nú framtíð sína hjá félaginu. Fótbolti 22. maí 2025 20:30
Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, segir að félagið hafi áhuga á því að fá Marcus Rashford eða Luis Diaz til félagsins. Fótbolti 22. maí 2025 19:46
Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir, landsliðskonur í fótbolta, mættust með félagsliðum sínum Bayern Munchen og Rosengard á skemmtilegu móti þar sem aðeins sjö leikmenn eru í hverju liði. Glódís og stöllur í Bayern báru 4-0 sigur úr býtum. Fótbolti 22. maí 2025 16:30
Modric kveður Real Madrid Eftir að hafa leikið með Real Madrid síðan 2012 yfirgefur Luka Modric félagið eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í sumar. Fótbolti 22. maí 2025 14:33
Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður til margra ára, hefur tekið hanskana af hillunni til hjálpar FH og mun spila með liðinu í leiknum gegn Breiðablik á morgun. Sandra leysir af aðalmarkvörðinn Aldísi Guðlaugsdóttur, sem sleit krossband um síðustu helgi. Íslenski boltinn 22. maí 2025 14:03
Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Norska landsliðið mætir Íslandi með enn sterkari hóp en síðast og er núna með Caroline Graham Hansen til taks, fyrir leikinn mikilvæga í Þjóðadeild kvenna í fótbolta í næstu viku. Fótbolti 22. maí 2025 12:02
„Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, segir það verða vonbrigði ef hann fær ekki að halda áfram þjálfun liðsins og byggja á árangrinum sem náðist í gærkvöldi. Evrópudeildartitillinn gæti nýst sem góður stökkpallur, þrátt fyrir tuttugu töp á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22. maí 2025 11:01
Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 8. og 7. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 22. maí 2025 10:00
Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Bruno Fernandes segir að hann muni yfirgefa Manchester United ef félagið vill græða pening á því að selja hann. Enski boltinn 22. maí 2025 09:01
Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. Fótbolti 22. maí 2025 08:30
Amorim vildi ekki ræða framtíðina Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, vildi ekki svara spurningum um framtíð sína hjá félaginu, eftir 1-0 tap í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham. Fótbolti 21. maí 2025 21:57
„Okkur er alveg sama núna“ „Ég er svo glaður, þetta tímabil hefur verið mjög erfitt, en okkur er alveg sama núna“ sagði Brennan Johnson, leikmaður Tottenham eftir að hafa orðið Evrópudeildarmeistari. 1-0 sigur varð niðurstaðan í úrslitaleiknum gegn Manchester United. Johnson snerti boltann en Luke Shaw átti síðustu snertinguna áður en hann lak yfir línuna. Fótbolti 21. maí 2025 21:33
Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham varð Evrópudeildarmeistari með 1-0 sigri gegn Manchester United í úrslitaleik. Markið má sjá hér fyrir neðan. Fótbolti 21. maí 2025 21:17
Tottenham vann Evrópudeildina Tottenham vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og tryggði sér um leið sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Luke Shaw skoraði sjálfsmark sem reyndist eina mark leiksins, þrátt fyrir góðar tilraunir United til að jafna. Þetta er þriðji Evróputitill í sögu Tottenham en fyrsti stóri titill sem félagið vinnur síðan 2008. Fótbolti 21. maí 2025 21:00
Sveindís til félags í eigu stórstjarna Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var í dag kynnt sem nýjasti leikmaður bandaríska knattspyrnufélagsins Angel City. Fótbolti 21. maí 2025 16:14
Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Jay Emmanuel-Thomas, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur játað sök vegna tilraunar til að smygla um 60 kílóum af kannabisi til Englands. Fótbolti 21. maí 2025 15:15
Vázquez víkur fyrir Trent Lucas Vázquez yfirgefur Real Madrid eftir komandi heimsmeistaramót félagsliða. Sæti hans í leikmannahópi liðsins tekur Trent Alexander-Arnold. Fótbolti 21. maí 2025 13:46
Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Stuðningsmenn annarra liða en Manchester United og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni vonast hvað flestir eftir sigri þeirra síðarnefndu í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 21. maí 2025 13:02
Bellingham þarf að fara í aðgerð Jude Bellingham mun missa af fyrstu vikum næsta keppnistímabils með Real Madrid þar sem hann þarf að leggjast undir hnífinn. Fótbolti 21. maí 2025 12:01
Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Þó að Manchester United sé eitt allra sigursælasta fótboltalið Evrópu frá upphafi þá má færa rök fyrir því að úrslitaleikurinn við Tottenham í Evrópudeildinni í kvöld sé mikilvægasti leikur liðsins frá upphafi. Að minnsta kosti fjárhagslega. Fótbolti 21. maí 2025 11:31
Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Lamine Yamal hefur oftsinnis verið líkt við Lionel Messi og nú bendir flest til þess að hann taki við gamla treyjunúmeri Argentínumannsins hjá Barcelona. Fótbolti 21. maí 2025 11:03
Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Everton hefur fordæmt netníð sem eiginkona Dominic Calvert-Lewin, framherja liðsins, varð fyrir. Enski boltinn 21. maí 2025 10:31
Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 10. og 9. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. Íslenski boltinn 21. maí 2025 10:00
Guardiola hótar að hætta Pep Guardiola hótar að hætta sem knattspyrnustjóri Manchester City nema fækkað verði í leikmannahópi liðsins. Enski boltinn 21. maí 2025 07:30