Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Monza stal stigi af Inter

Inter Milan þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli er liðið heimsótti Monza í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum og félagar aftur á sigurbraut

Willum Þór Willumsson og félagar hans í Go Ahead Eagles eru komnir aftur á sigurbraut eftir 2-0 útisigur gegn Sittard í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Kane skaut Tottenham áfram í bikarnum

Harry Kane skoraði sigurmark Tottenham Hotspur þegar liðið fékk Portsmouth í heimsókn á Tottenham Hotspur-leikvanginn í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta karla. Fimm leikir fóru fram í enska bikarnum í hádeginu í dag. 

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea staðfestir kaupin á Fofana

Enska fótboltafélagið Chelsea hefur staðfest kaup sín á hinum tvítuga framherja David Datro Fofana sem gengur til liðs við Lundúnafélagið frá norska meistaraliðinu Moled. 

Fótbolti
Fréttamynd

Frakkar halda tryggð við Deschamps

Didier Deschamps, þjálfari franska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við franska knattspyrnusambandið. Nýr samningur hans gildir fram yfir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool verður án Van Dijk í rúman mánuð

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool þarf að reiða sig af án hollenska miðvarðarins Virgil van Dijk í meira en mánuð eftir að leikmaðurinn meiddist aftan á læri í 3-1 tapi liðsins gegn Brentford síðastliðinn mánudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir framtíð sína hjá félaginu ekki vera í sínum höndum

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-1 tap sinna manna gegn Manchester United í FA-bikarnum í kvöld. Eftir slæmt gengi liðsins á tímabilinu velta margir fyrir sér hvort þjálfarinn sé við það að missa vinnuna, en Lampard segir það ekki vera í sínum höndum.

Fótbolti
Fréttamynd

Allslaus Alli sem enginn vill

Tyrkneska félagið Besiktas er sagt vilja losna við enska miðjumanninn Dele Alli samkvæmt þarlendum fjölmiðlum. Hann er á láni frá Everton sem hefur enn minni áhuga á að endurheimta kappann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Gianluca Vialli látinn

Gianluca Vialli, sem var einn besti framherji heims á sínum tíma, er látinn eftir baráttu við krabbamein í brisi. Hann var 58 ára.

Fótbolti