„Við þurfum að taka okkar sénsa“ „Við þurfum að taka okkar sénsa þegar að við fáum þá,“ segir landsliðsmaðurinn í fótbolta. Sverrir Ingi Ingason sem mætti í góðu formi og sáttur með lífið til móts við íslenska landsliðið sem á framundan tvo mikilvæga leiki í Þjóðadeild UEFA. Fótbolti 10. október 2024 10:01
Ældi á heimavöll Sædísar sem þurfti að bíða Landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir þurfti líkt og aðrir leikmenn að bíða lengur en ella með að hefja seinni hálfleik gegn Juventus í gær, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, því ein úr ítalska liðinu ældi á völlinn. Fótbolti 10. október 2024 09:31
Heimir um ummæli Dunne: „Ykkar starf að safna áskrifendum“ Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Írlands, ætlar ekki að láta ummæli Richards Dunne trufla sig í aðdraganda leiksins við Finnland í dag, í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Svona sé bransinn og menn vilji sífellt reyna að bæta við sig áskrifendum. Fótbolti 10. október 2024 09:01
Miklar líkur á vandræðalegri stöðu fyrir Ísland Tölfræðiveita telur áttatíu prósent líkur á því að íslenska karlalandsliðið í fótbolta spili umspilsleiki í Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Ekki yrði hægt að spila á Laugardalsvelli og því góð ráð dýr. Fótbolti 10. október 2024 08:33
Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Enska knattspyrnusambandið rannsakar nú mögulega aðild brasilíumannsins Lucas Paqueta að víðtæku veðmálasvindli. Hann gæti átt yfir höfði sér lífstíðarbann en félag hans West Ham ætlar að gera sitt til að koma í veg fyrir að svo verði. Enski boltinn 10. október 2024 07:32
Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester AC Milan hefur áhuga á að næla í Victor Lindelöf frá Manchester United til að styrkja meiðslahrjáða varnarlínu sína. Þeir telja sig vera með rétta manninn til að sannfæra Svíann um að færa sig um set til Ítalíu. Enski boltinn 9. október 2024 22:33
Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn George Baldock, fyrrum leikmaður Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, fannst í dag látinn í sundlaug við heimili sitt í Grikklandi. Baldock lék á sínum tíma með ÍBV í efstu deild hér á landi. Enski boltinn 9. október 2024 21:31
Magnaður sigur City á Barcelona og Sædís mætti Juventus Sædís Rún Heiðarsdóttir lék allan leikinn með norska liðinu Vålerenga sem mætti Juventus í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þá áttust stórlið Manchester City og Barcelona við. Fótbolti 9. október 2024 21:12
Segja Klopp afhjúpa hræsni sína með ráðningunni Í morgun var tilkynnt að Jurgen Klopp myndi taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Fyrrum aðdáendur Klopp eru þó ekki á eitt sáttir með nýja starfið. Fótbolti 9. október 2024 20:01
Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það fáránlegt að stærsta verðlaunahátíð ársins í fótboltaheiminum, þar sem sjálfur gullboltinn verður afhentur bestu leikmönnum heims í karla- og kvennaflokki, skuli vera haldin í miðjum landsleikjaglugga kvennalandsliða. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem er tilnefnd til verðlaunanna en hún mun ekki geta mætt á hátíðina þar sem að hún verður stödd í landsliðsverkefni. Fótbolti 9. október 2024 18:46
Mark frá Glódísi í frábærum sigri Bayern Glódís Perla Viggósdóttir var á meðal markaskorara Bayern Munchen sem vann frábæran sigur á Arsenal í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Fótbolti 9. október 2024 18:40
Glódís búin að skora gegn Arsenal Glódís Perla Viggósdóttir er búin að skora fyrir Bayern Munchen í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu en hún jafnaði metin í 1-1 gegn Arsenal með góðu skallamarki. Bayern er með 2-1 forystu en leikurinn er enn í fullum gangi. Fótbolti 9. október 2024 18:13
Arnór Ingvi skoðar sín mál í janúar Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason, segir liðið hafa fundið ákveðnar leiðir í gegnum næsta mótherja sinn í Þjóðadeild UEFA sem það mun reyna nýta sér til sigurs. Arnór hefur verið að ganga í gegnum krefjandi tíma með félagsliði í Svíþjóð og segir landsliðsverkefnið koma á fullkomnum tímapunkti. Fótbolti 9. október 2024 17:01
Jón Þór framlengir til þriggja ára Þjálfari karlaliðs ÍA í fótbolta, Jón Þór Hauksson, hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við félagið. Íslenski boltinn 9. október 2024 16:47
„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“ Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag. Fótbolti 9. október 2024 16:15
Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Þrátt fyrir að þéna vel býr Levi Colwill, leikmaður Chelsea, enn með foreldrum sínum, yngri bróður og hundi í Southampton. Enski boltinn 9. október 2024 15:33
Þorsteinn hefur gaman að Trump en er frekar Harris megin Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir því bandaríska nokkrum dögum fyrir forsetakosningarnar vestanhafs. Landsliðsþjálfari Íslands var spurður að því á blaðamannafundi hvort hann styddi Donald Trump eða Kamölu Harris. Fótbolti 9. október 2024 14:45
Heimir hristir upp í hlutunum: „Ég vil gera þetta svona“ Til þess að freista þess að koma írska fótboltalandsliðinu á sigurbraut hefur Heimir Hallgrímsson hrist upp í hlutunum hjá því. Fótbolti 9. október 2024 14:01
Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók. Fótbolti 9. október 2024 13:33
Hópurinn sem fer til Bandaríkjanna Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta gerir eina breytingu á hópnum sem tryggði sig inn á EM í sumar, fyrir komandi leiki við Bandaríkin. Fótbolti 9. október 2024 13:03
Þorsteinn kynnti Bandaríkjafarana Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleikjum ytra síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari kynnti val sitt á landsliðshópnum og svaraði spurningum fjölmiðla á blaðamannafundi í dag. Fótbolti 9. október 2024 12:32
Klopp gæti ekki verið spenntari: „Lít á mig sem leiðbeinanda“ Forráðamenn Red Bull binda miklar vonir við ráðningu Jürgens Klopp í starf alþjóða yfirmanns fótboltamála hjá samsteypunni. Sjálfur kveðst hann ekki geta verið spenntari. Fótbolti 9. október 2024 12:03
Þriðji Maldini-ættliðurinn sem er valinn í landsliðið Daniel Maldini, leikmaður Monza, var í fyrsta sinn í valinn ítalska landsliðshópinn sem mætir Belgíu og Ísrael í Þjóðadeildinni. Hann er þriðji Maldini-ættliðurinn sem er valinn í ítalska landsliðið. Fótbolti 9. október 2024 11:32
„Verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing“ „Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, finna kuldann í beinunum og hitta fjölskylduna og strákana aftur,“ segir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í fótbolta. Fótbolti 9. október 2024 11:02
Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Nú er orðið ljóst að Liverpool verður án brasilíska markvarðarins Alisson næstu sex vikurnar, eða fram yfir landsleikjahléið í nóvember, vegna meiðsla. Enski boltinn 9. október 2024 09:31
Stúkan: Stórkostleg afgreiðsla nema litli fuglinn hafi rétt fyrir sér „Þetta er hundrað prósent afgreiðsla. Þetta er viljandi,“ sagði Baldur Sigurðsson um magnað mark Andra Rúnars Bjarnasonar fyrir Vestra í sigrinum gegn Fram í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 9. október 2024 09:02
Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Jack Grealish, leikmaður Englandsmeistara Manchester City, segir ljóst að hann hefði átt að fá sæti í EM-hópi enska landsliðsins í sumar. Enski boltinn 9. október 2024 08:34
Draumur að rætast hjá bræðrunum Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið. Fótbolti 9. október 2024 08:03
Félögunum refsað en Jackson sleppur Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Chelsea og Nottingham Forest fyrir að hafa ekki stjórn á leikmönnum sínum í leik liðanna síðasta sunnudag. Einstakir aðilar málsins eru ekki ávíttir en félögin eiga von á sekt. Enski boltinn 9. október 2024 07:32
Klopp ráðinn til Red Bull en skýr klásúla í samningnum Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, er búinn að finna sér nýtt starf og það er hjá orkudrykkjaframleiðandanum Red Bull, sem á knattspyrnufélög í nokkrum löndum. Fótbolti 9. október 2024 06:48