Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Daly snýr aftur til Ástralíu

Kylfingurinn skrautlegi, John Daly, hefur ákveðið að snúa aftur til Ástralíu og taka þátt í tveimur mótum í landinu.

Golf
Fréttamynd

Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt

Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap.

Golf
Fréttamynd

Tiger líklega valinn í Ryder-liðið

Þó svo Tiger Woods sé enn efstur á heimslistanum í golfi þá tókst honum ekki að næla sér í nógu mörg stig til þess að komast í bandaríska Ryder Cup-liðið.

Golf
Fréttamynd

Tinna í fjórða sæti á Opna finnska golfmótinu

Íslandsmeistarinn Tinna Jóhannsdóttir úr Keili varð í fjórða sæti á opna finnska áhugameistaramótinu í golfi sem lauk í dag í Helsinki. Tinna var ein af fjórum íslenskum keppendum á mótinu.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur og Valdís Þóra Íslandsmeistarar í holukeppni

Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) fögnuðu sigri í dag er úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni fóru fram á Garðavelli á Akranesi. Þau eru bæði frá Akranesi og ljóst að þeim líður vel á uppeldisvellinum.

Golf
Fréttamynd

Allenby meiddist við fiskiveiðar

Robert Allenby eyddi tveimur vikum á fullum krafti á líkamsræktarstöðvum og golfvellinum til að gera sig kláran fyrir síðasta stórmót ársins. Saklaus veiðiferð kemur þó í veg fyrir að hann geti tekið þátt.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur vann "Einvígið" í fyrsta sinn

Nýkrýndur Íslandsmeistari í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, stígur ekki feilspor á golfvöllunum þessa daganna sem sannaðist á sigri hans á árlegu góðgerðamóti Nesklúbbsins og DHL í gær.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur sigurvegari á Nesinu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fylgdi eftir Íslandsmeistaratitli sínum í höggleik um síðustu helgi með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir Leifur vinnur þetta mót.

Golf
Fréttamynd

Einvígið á Nesinu er á mánudaginn

Hið stórskemmtilega Einvígi á Nesinu fer fram á mánudaginn, frídag verslunarmanna eins og hefð er. Mótið er til styrktar góðs málefnis og þar keppa bestu kylfingar landsins í þrautakeppni.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur: Fæ með þessu rosalega gott sjálftraust fyrir framhaldið

„Þetta var gríðarlega spennandi og ljúft að sigra," sagði Birgir Leifur Hafþórsson eftir að Íslandsmeistaratitilinn var í höfn en hann var þá í viðtali við Pál Ketilsson í beinni útsendingu sjónvarpsins frá Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór í Kiðjaberginu og lauk í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Tinna: Ég veit ekki hvort ég eigi að kalla þetta heppni

„Þetta var svolítið spennandi á lokaholunum en það var bara gaman," sagði Tinna Jóhannsdóttir eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn hennar var í höfn en hún var þá í viðtali við Pál Ketilsson í beinni útsendingu sjónvarpsins. Íslandsmótið í höggleik fór í Kiðjaberginu og lauk í kvöld.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur Íslandsmeistari í golfi í fjórða skipti

Birgir Leifur Hafþórsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er Íslandsmeistari karla í golfi árið 2010 en hann átti frábæran lokadag á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvellinum. Þetta er í fjórða sinn sem Birgir Leifur verður Íslandsmeistari en hann vann einnig Íslandsmeistaratitilinn 1996, 2003 og 2004.

Golf
Fréttamynd

Tinna Íslandsmeistari í golfi í fyrsta skipti

Tinna Jóhannsdóttir úr Golfklúbbnum Keili er nýr Íslandsmeistari í golfi en hún fylgdi eftir góðum þriðja hring hjá sér og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn með flottum lokahring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjabergi í dag.

Golf
Fréttamynd

Rástímar lokahrings Íslandsmótsins í höggleik í dag

Lokahringur Íslandsmótsins á Kiðjabergsvelli fer fram í dag og annað kvöld verða krýndir nýir Íslandsmeistarar. Það er mjög jöfn og spennandi keppni í bæði karla og kvennaflokki og það verður því mikil golfveisla í Grímsnesinu í dag.

Golf
Fréttamynd

Ólafía Þórunn: Sautján ára og búin að vera efst allt mótið

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur staðið sig frábærlega á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli og er með eins högg forskot fyrir lokahringinn. Ólafía sýndi mikinn styrk í lokin á þriðja hringnum í dag þegar hún lék þrjár síðustu holurnar á tveimur höggum undir pari og náði aftur forustunni í mótinu.

Golf
Fréttamynd

Sigmundur Einar: Frábært að fá fugl á lokaholunni

Sigmundur Einar Másson tryggði sér eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik eftir spennandi þriðja hring í Kiðjaberginu í gær. Sigmundur Einar var einnig með forustu fyrir lokahringinn þegar hann varð Íslandsmeistari fyrir fjórum árum síðan.

Golf
Fréttamynd

Mikil spenna fyrir lokadaginn - Sigmundur Einar með forustu

Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi.

Golf
Fréttamynd

Örvar endaði hringinn á sex fuglum í röð og jafnaði vallarmetið

Örvar Samúelsson úr Golfklúbbi Akureyrar átti ótrúlegan þriðja hring á Íslandsmótinu í höggleik í Kiðjaberginu í dag. Örvar lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari og jafnaði með því vallarmet Birgis Leifs Hafþórssonar frá því á fyrsta degi.

Golf
Fréttamynd

Tinna jafnaði vallarmetið en Ólafía heldur forustunni

Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið.

Golf