Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Woods með fjögurra högga forystu

Tiger Woods er með fjögurra högga forystu eftir fyrsta tvo keppnisdagana á bandaríska PGA-meistaramótinu, síðasta risamóti ársins í golfi.

Golf
Fréttamynd

Tiger á toppnum

Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods hefur forystu eftir fyrsta keppnisdag á 91. PGA meistaramótinu í golfi. Tiger lék í dag á 67 höggum eða á 5 undir pari og er einu höggi á undan Íranum Pedraig Harrington.

Golf
Fréttamynd

GKG og GK Sveitameistarar í golfi 2009

Karlalið Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar og kvennalið Golfklúbbs Keilis tryggðu sér sigur í Sveitakeppni Golfsambands Íslands í dag. GKG vann GR í úrslitum karlakeppninnar sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri en Keilir vann GR í úrslitum kvennakeppninnar sem fram fór á Garðavelli.

Golf
Fréttamynd

GR og GKG spila til úrslita í Sveitakeppni karla í golfi

Golfklúbbur Reykjavíkur mætir Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar í úrslitaleik Sveitakeppninnar í golfi sem fram fer á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. GR vann 3-2 sigur á Golfklúbbi Kjalar í undanúrslitunum en GKG vann 3-2 sigur á Keilismönnum í hinum undanúrslitaleiknum. GR og GKG unnu líka bæði sinn riðil í riðlakeppninni.

Golf
Fréttamynd

Snýr Daly aftur á Hazeltine-vellinum?

Kylfingurinn skrautlegi John Daly er ekki á meðal keppenda á Bridgestone mótinu á Firestone-vellinum í PGA-mótaröðinni sem nú stendur yfir en veltir fyrir sér að snúa aftur á PGA-mótaröðinni í næstu viku á Hazeltine-vellinum.

Golf
Fréttamynd

Efnilegur golfari fótbrotnaði í fótbolta

Á golfvefnum kylfingur.is, er sagt frá óförum eins efnilegasta kylfings Austurlands sem var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholti.

Golf
Fréttamynd

Björgvin vann Einvígið á Nesinu

Björgvin Sigurbergsson úr Keili vann sigur á Einvíginu á Nesinu á Seltjarnarnesinu í dag. Mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997.

Golf
Fréttamynd

Einvígið á Nesinu haldið í þrettánda sinn í dag

Hið árlega Einvígi á Nesinu fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesinu í dag en mótið er haldið til styrktar langveikum börnum og er DHL fyrirtækið aðalstyrktaraðili mótsins nú eins og í öll skiptin síðan að það var haldið í fyrsta sinn 1997. Tíu kylfingar keppa eftir „shootout“ fyrirkomulagi þar sem leiknar verða níu holur í höggleik fyrir hádegi en eftir hádegi verður níu holu bráðabani.

Golf
Fréttamynd

Hrafnhildur setti Íslandsmet - Ragnheiður nálægt sínu besta

Íslenska sundfólkið fer afar vel af stað á Heimsmeistaramótinu í sundi sem nú fer fram í Rómarborg á Ítalíu. Í morgun setti Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH nýtt Íslandsmet í 200 metra bringusundi þegar hún synti á tímanum 2:31,39 en gamla metið hennar var 2:32,29 og því um stórbætingu að ræða.

Golf
Fréttamynd

Mickelson snýr aftur á WGC-Bridgestone mótinu

Kylfingurinn Phil „Lefty“ Mickelson snýr aftur á völlinn í næstu viku á WGC-Bridgestonemótinu eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru frá keppnisgolfi til þess að standa við hlið bæði eiginkonu sinnar og móður sinnar í baráttunni við brjóstakrabbamein.

Golf
Fréttamynd

Feðgarnir unnu báðir upp mikið forskot á lokakaflanum

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum fylgdi í gær í fótspor föður síns og varð Íslandsmeistari í golfi eftir stórkostlega spilamennsku á lokasprettinum. Ólafur Björn fékk fimm fugla í röð, á fjórum síðustu holunum og þeirri fyrstu í umspili, og Nesklúbburinn eignaðist sinn fyrsta meistara í 37 ár.

Golf
Fréttamynd

Myndaveisla: Golf í Grafarholti

Það var svo sannarlega boðið upp á golfveislu af bestu gerð í Grafarholtinu í gær þegar lokadagurinn á Íslandsmótinu í höggleik fór fram.

Golf
Fréttamynd

Ólafur Björn vann eftir ótrúlega spennu

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum varð Íslandsmeistari í höggleik eftir umspil við Stefán Má Stefánsson úr GR. Þeir áhorfendur sem mættu í Grafarholtið fengu heldur betur skemmtun og spennu í hæsta gæðaflokki.

Golf
Fréttamynd

Valdís Íslandsmeistari kvenna

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir mikla spennu í Grafarholtinu. Hún lék lokahringinn á 73 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Björgvin að blanda sér í slaginn

Björgvin Sigurbergsson GK hefur leikið frábærlega það sem af er degi á Íslandsmótinu í höggleik. Hann er á fjórum höggum undir pari eftir fimm holur. Hann er þar með að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu.

Golf
Fréttamynd

Lýkur 24 ára bið GR í dag?

Í dag er lokahringurinn á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholtinu. Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er efstur eftir þriðja hringinn í gær.

Golf
Fréttamynd

Rástímar fyrir lokahringinn

Það verður mikil spenna í Grafarholtinu í dag þar sem lokahringurinn á Íslandsmótinu í höggleik verður leikinn. Hér að neðan má sjá rástímana fyrir þennan lokahring.

Golf
Fréttamynd

Stefán Már á toppnum fyrir lokahringinn

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í efsta sæti á karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en lokahringurinn verður leikinn á morgun. Stefán lék á 69 höggum í dag og er samtals á pari vallarins.

Golf
Fréttamynd

Stefán Már leikið mjög vel í dag

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur verið að leika virkilega vel á Íslandsmótinu í dag. Hann er á þremur undir pari þegar hann er búinn með sjö holur og er samtals á einu undir.

Golf
Fréttamynd

Strætó fyrir áhorfendur í Grafarholti

Búist er við miklum fjölda áhorfenda í Grafarholtið í dag og á morgun þar sem Íslandsmótið í golfi fer fram. Áhorfendum er bent á bílastæði við Krókháls og á lóð Bílabúðar Benna.

Golf
Fréttamynd

Var mjög góður dagur í alla staði

Það stefnir í spennandi baráttu um Íslandsmeistaratitlana í golfi á seinustu tveimur dögum Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli en úrslitin ráðast á morgun. Efstu kylfingar geta bæði unnið tímamótasigra haldi þau toppsætinu út mótið, Ólafur Björn Loftsson getur fetað í fótspor föður síns 37 árum síðar og Valdís Þóra Jónsdóttir getur orðið fyrsti Íslandsmeistari kvenna hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Golf
Fréttamynd

Ólafur Björn: Ég kann ágætlega við mig þarna

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var ánægður með daginn en hann lék á einu höggi undir pari á öðrum degi Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli og tryggði sér tveggja högga forskot þegar mótið er hálfnað.

Golf