

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fimmtíu bestu: Öldungurinn í markinu, georgískur bombari og undrabarn frá Selfossi
Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 50.-46. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í handbolta á þessari öld.

Fimmtíu bestu á öldinni: Fylgt úr hlaði
Vísir réðst í það viðamikla verkefni að setja saman lista yfir fimmtíu bestu leikmenn efstu deildar karla í handbolta á þessari öld. Hann birtist á næstu dögum.

Þurfti að fara í lyfjapróf strax eftir úrslitaleikinn: „Eyðileggur partíið“
Henrik Møllgaard, varnarjaxl danska handboltalandsliðsins, gat ekki fagnað heimsmeistaratitlinum almennilega með félögum sínum því hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir úrslitaleik HM í gær.

Umfjöllun: Frakkland - Danmörk 29-34 | Danir heimsmeistarar þriðja sinn í röð
Danir urðu heimsmeistarar þriðja sinn í röð eftir sigur á Frökkum, 29-34, í Tele 2 höllinni í Stokkhólmi í kvöld. Danmörk er fyrsta þjóðin sem verður heimsmeistari þrisvar sinnum í röð.

Spánverjar hirtu bronsið með góðri endurkomu
Spánn hafnar í þriðja sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir nokkuð öruggan sigur á Svíum í Stokkhólmi í dag.

Egyptar lögðu Ungverja í tvíframlengdum leik
Egyptar hafna í sjöunda sæti heimsmeistaramótsins í handbolta eftir að hafa lagt Ungverjaland að velli í dag í spennandi leik.

Lærisveinar Alfreðs enda í fimmta sæti á HM
Þýskaland vann Noreg í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta, lokatölur 28-24.

Stjarnan í humátt á eftir toppliðunum
Stjarnan lagði Selfoss með fjögurra marka mun, 26-22, í Olís deild kvenna í handbolta. Sigur Stjörnunnar þýðir að liðið er þremur stigum á eftir toppliðum ÍBV og Vals.

Umfjöllun og viðtöl: HK - Haukar 21-32 | Haukar í engum vandræðum með HK
Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur.

Samúel: Kom mér á óvart að Sara hafi farið í Fram þar sem við vorum ekki að reyna losa okkur við hana
Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var afar svekktur eftir ellefu marka tap gegn Haukum á heimavelli í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 21-32. HK var aðeins með tólf leikmenn á skýrslu og Samúel var ekki bjartsýnn á að HK myndi styrkja hópinn.

Valur aftur á toppinn eftir sigur á Akureyri
Valur gerði góða ferð til Akureyrar í Olís deild kvenna i handbolta þar sem liðið mætti KA/Þór. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Vals, lokatölur 20-23.

Hrafnhildur skoraði fjórtán þegar ÍBV skaust á toppinn
ÍBV vann öruggan sigur á Framkonum í stórleik dagsins í Olís deildinni í handbolta en liðin áttust við í Vestmannaeyjum.

Fyrsta leik ársins frestað
Ekkert verður af leik Harðar og ÍBV í Olís deild karla í handbolta í dag.

Frakkar mæta Dönum í úrslitum
Það verða Frakkland og Danmörk sem mætast í úrslitum HM í handbolta á sunnudaginn kemur. Frakkar unnu Svía með fimm marka mun nú í kvöld, lokatölur 31-26.

Áfram tapa Ungverjar
Það verða Norðmenn sem mæta Þjóðverjum í leiknum um 5. sætið á HM í handbolta. Noregur vann Ungverjaland með 8 marka mun nú rétt í þessu, lokatölur 33-25.

Danir geta varið heimsmeistaratitilinn eftir sigur á Spáni
Danmörk lagði Spán í undanúrslitum HM í handbolta. Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, geta þannig varið titil sinn þegar þeir mæta Frökkum eða Svíum í úrslitum á sunnudag.

Alfreð í leik um fimmta sæti eftir æsispennu
Alfreð Gíslason stýrði Þýskalandi til sigurs í framlengdum leik gegn Egyptalandi á HM í handbolta í dag, 35-34. Þar með er ljóst að Þjóðverjar spila við sigurliðið úr leik Noregs og Ungverjalands um 5. sæti mótsins.

Vill ekki hafa meidda fyrirliðann sinn á bekknum hjá sér
Sænski landsliðsþjálfarinn Glenn Solberg ætlar ekki að hafa fyrirliðann Jim Gottfridsson með sér á bekknum í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum á HM í handbolta í kvöld.

Ísland ekki eina handboltaþjóðin sem dreymir um að brjóta upp þessa fernu
Í kvöld fara fram undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handbolta þar sem bjartsýnustu spámenn spáðu að íslenska handboltalandsliðið myndi spila.

Vonsviknir Ísfirðingar bíða og HSÍ fær engin svör: „Það er dónaskapur“
„Við erum vægast sagt vonsvikin,“ segir Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar á Ísafirði. Nýliðarnir nýttu hléið vegna HM til að blása til sóknar fyrir seinni hluta leiktíðar í Olís-deild karla í handbolta, en bíða enn eftir leikheimild fyrir afar öflugan leikmann sem félagið fékk frá Spáni.

Franska liðið í sjokki eftir að upp komst um barnaníðinginn
Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti.

Ósáttur við ábyrgðarleysi leikmanna: „Voru í markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju móti“
Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram.

Felldi tár og svaf varla dúr
Jim Gottfridsson, aðalstjarna Svía og besti leikmaður EM í fyrra, spilar ekki meira á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa meiðst í sigrinum gegn Egyptalandi í gær.

Björgvin Páll svarar gagnrýninni: „Hvar eru þessar spurningar þegar við hittumst úti á götu?“
Björgvin Páll Gústavsson skrifar pistil á Facebook þar sem hann svarar gagnrýninni sem handknattleikslandsliðið hefur fengið eftir heimsmeistaramótið. Hann segir hluta gagnrýninnar ekki standast skoðun.

HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ
Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023.

Alfreð gagnrýnir fyrirkomulag HM: „Gátum ekki undirbúið okkur“
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, óskaði Frökkum til hamingju með sigurinn í 8-liða úrslitum HM í gær en benti á hve ósanngjörn dagskrá mótsins, sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð, væri. Það bitnaði á Þjóðverjum.

Guðmundur og Dagur fengu langbestu kosningu
Alls vilja 35% lesenda Vísis að Guðmundur Guðmundsson verði áfram landsliðsþjálfari karla í handbolta. Guðmundur hlaut flest atkvæði í könnun sem alls 10.839 manns tóku þátt í.

Björnsen tók ábyrgð eftir grátlegt tap Norðmanna: Ég var sá seki
Norska handboltalandsliðið missti af undanúrslitum HM í handbolta á grátlegan hátt í gærkvöldi þegar þeir hentu frá sér sigrinum í lokin. Spánverjar unnu að lokum eftir tvíframlengdan leik.

HM-Pallborðið: Vonbrigðamót krufið til mergjar
Pallborðið á Vísi og Stöð 2 Vísi var helgað heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Mótinu er ekki lokið en íslenska landsliðið hefur aftur á móti lokið þátttöku sinni og var niðurstaðan 12. sæti.

Svíar missa besta leikmann heims út heimsmeistaramótið
Evrópumeistarar Svía verða án síns besta leikmanns það sem eftir lifir af heimsmeistaramótinu í handbolta.