Tíundu gullverðlaun Þóris sem þjálfara Noregs Noregur varð í dag Ólympíumeistari í handbolta kvenna í þriðja sinn og annað í sinn undir stjórn Þóris Hergeirssonar eftir sigur á heimaliði Frakkalands í úrslitaleiknum, 29-21. Handbolti 10. ágúst 2024 14:30
Handboltaparið bæði í úrslitum á Ólympíuleikunum Það gerist ekki á hverjum degi að par spilar til úrslita á Ólympíuleikum, hvað þá í sömu grein. Handbolti 10. ágúst 2024 11:00
Fyrstu verðlaun Dana í tuttugu ár Danir tryggðu sér bronsverðlaun í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París með því að vinna Svía í morgun, 30-25. Handbolti 10. ágúst 2024 10:00
Hetjulegur endasprettur dugði Slóvenum skammt Danir eru komnir í úrslitaleik Ólympíuleikanna í handbolta, þriðju leikana í röð, eftir 31-30 sigur á Slóveníu í kvöld. Handbolti 9. ágúst 2024 21:20
Alfreð stýrði Þýskalandi í úrslitaleik Ólympíuleikanna Þýska handboltalandsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar mun keppa til úrslita á Ólympíuleikunum eftir 25-24 sigur gegn Spáni í æsispennandi undanúrslitaleik. Spánverjar munu því aftur leika um bronsið sem þeir unnu fyrir fjórum árum síðan. Handbolti 9. ágúst 2024 16:12
Hver er þessi þýski Petersson sem skaut Frakkana í kaf? Íslenskum handbolta barst góður liðsstyrkur á sínum tíma þegar Alexander Petersson fékk ríkisborgararétt og byrjaði að spila með íslenska landsliðinu. Ein helsta handboltaþjóð heims, Þýskaland, hefur nú einnig fengið góðan liðsauka frá Lettlandi. Handbolti 9. ágúst 2024 11:00
Þórir með norska liðið í úrslitaleik Ólympíuleikanna Norska kvennalandsliðið í handknattleik tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna eftir öruggan sigur á Dönum. Þórir Hergeirsson er því á leið í sinn annan úrslitaleik á Ólympíuleikum sem þjálfari liðsins. Handbolti 8. ágúst 2024 22:09
Frakkar í úrslit eftir dramatík Frakkland varð í dag fyrra landið til þess að tryggja sig inn í úrslitaleikinn í handbolta kvenna á ÓL í París. Frakkar skelltu þá Svíum, 31-28, eftir framlengdan leik. Handbolti 8. ágúst 2024 16:27
Norðmenn úr leik og Slóvenar í undanúrslit í fyrsta sinn Handboltalandslið Slóveníu sló Noreg úr leik á Ólympíuleikunum með 33-28 sigri og komst áfram í undanúrslit í fyrsta sinn þar sem þeir munu mæta Danmörku. Handbolti 7. ágúst 2024 21:09
Heimsmeistararnir áfram í undanúrslit eftir spennutrylli gegn Svíum Ríkjandi heimsmeistararþjóðin í handbolta, Danmörk, er komið áfram í undanúrslit á Ólympíuleikunum eftir 32-31 sigur gegn Svíþjóð í æsispennandi. Handbolti 7. ágúst 2024 17:14
Þjóðverjar í undanúrslit eftir ótrúlega dramatík Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Frökkum, 35-34. Renars Uscins fór hamförum í þýska liðinu og skoraði fjórtán mörk, þar á meðal sigurmarkið. Handbolti 7. ágúst 2024 13:44
Spánverjar í undanúrslit eftir mikla spennu og framlengingu Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í fyrsta leik átta liða úrslitanna í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Spánverjar unnu þá Egypta, 29-28. Handbolti 7. ágúst 2024 09:35
Leikmenn í Bestu og Olís-deildunum bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir íþróttafólk Íþróttamennirnir og sálfræðingarnir Hjálmtýr Alfreðsson og Viktor Örn Margeirsson hafa stofnað fyrirtækið Hugrænn styrkur þar sem þeir bjóða upp á sálfræðiaðstoð fyrir afreksfólk í íþróttum. Íslenski boltinn 7. ágúst 2024 08:30
Norsku stelpunar hans Þóris flugu í undanúrslit Norska kvennalandsliðið í handbolta, undir stjórn Selfyssingsins Þóris Hergeirsson, vann öruggan 17 marka sigur er liðið mætti Brasilíu í undanúrslitum handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum í kvöld. Handbolti 6. ágúst 2024 21:31
Frakkar og Danir í undanúrslit Frakkland og Danmörk komust í undanúrslit í handbolta kvenna á Ólympíuleikunum. Danmörk mætir að líkindum Noregi, sem leikur undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Handbolti 6. ágúst 2024 13:35
Dagur og Króatía úr leik á Ólympíuleikunum í París Króatíska handboltalandsliðið kemst ekki í átta liða úrslit handboltakeppni Ólympíuleikanna í París. Nú er líka ljóst hvaða þjóðir mætast í átta liða úrslitunum. Handbolti 4. ágúst 2024 20:35
Gidsel getur klárað einstaka markakóngsþrennu á þessum leikum Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel hefur skorað 43 mörk í fyrstu fimm leikjum Dana á Ólympíuleikunum í París. Handbolti 4. ágúst 2024 19:32
Frakkar rétt sluppu inn í átta liða úrslitin Franska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í París með sigri á Ungverjum í dag. Handbolti 4. ágúst 2024 15:32
Lærisveinar Alfreðs unnu lokaleikinn og enduðu efstir í riðlinum Þýska handboltalandsliðið tryggði sér efsta sætið í A-riðli með 36-29 sigri gegn Slóveníu í síðasta leik riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum. Handbolti 4. ágúst 2024 13:35
Svona líta átta liða úrslitin út í handbolta kvenna á ÓL Þórir Hergeirsson og stelpurnar hans í norska kvennalandsliðinu í handbolta mæta Brasilíu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna í París. Handbolti 3. ágúst 2024 21:21
Mjög róleg byrjun en stórsigur hjá stelpunum hans Þóris Norska kvennalandsliðið í handbolta vann í kvöld sinn fjórða sigur í röð á Ólympíuleikunum í París. Handbolti 3. ágúst 2024 18:30
Egyptar komnir áfram og Vlah með fjórtán í sigri á Japönum Egyptaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París með sigri á Noregi, 25-26, í kvöld. Handbolti 2. ágúst 2024 21:52
Þýskaland bar sigur úr býtum í æsispennandi leik gegn Spáni Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í handboltalandsliði Þýskalands lögðu Spán 33-31 í æsispennandi viðureign í næst síðustu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum. Handbolti 2. ágúst 2024 15:37
Króatískir lærisveinar Dags steinlágu fyrir Svíum Króatíska handboltalandsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar steinlá fyrir því sænska, 38-27, í leik liðanna á Ólympíuleikunum. Handbolti 2. ágúst 2024 13:45
Norsku stelpurnar komnar í átta liða úrslit Noregur tryggði sér sæti í átta liða úrslitum í handboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París með öruggum sigri á Slóveníu í kvöld, 22-29. Handbolti 1. ágúst 2024 20:53
Stjarna Svía ekki með gegn Króötum Dags: Sjaldséð blátt spjald fór á loft Sænska handboltastjarnan Jim Gottfridsson tekur út leikbann gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans í króatíska landsliðinu þegar að liðin mætast í mikilvægum leik á Ólympíuleikunum í París. Gottfridsson fékk að líta sjaldséð blátt spjald í leik Svía gegn Slóvenum á dögunum og tekur því út leikbann í leik morgundagsins. Handbolti 1. ágúst 2024 13:31
Fabregas bjargaði Frökkum frá því að vera stigalausir Frakkar eru enn án sigurs í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Heimamenn gerðu jafntefli við Egypta í dag, 26-26. Handbolti 31. júlí 2024 20:45
Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. Handbolti 31. júlí 2024 10:34
Þórir með stelpurnar sínar á sigurbraut í París Stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar í norska handboltalandsliðinu unnu sex marka sigur á Suður Kóreu, 26-20, í dag í þriðja leik sínum á Ólympíuleikunum í París. Handbolti 30. júlí 2024 10:24
Þórir fékk gleðifréttir í gær Þórir Hergeirsson er búinn að endurheimta bestu handboltakonu heims því Henny Reistad er nú leikfær á ný. Handbolti 30. júlí 2024 07:21