

Handbolti
Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Færir íslensku þjóðinni góðar fréttir
Innan við mánuður er til stefnu þar til íslenska landsliðið hefur leik á EM í handbolta í Þýskalandi. Gísli Þorgeir Kristjánsson ætlar sér að verða klár í slaginn þar.

„Okkar að halda áfram að taka skref fram á við“
Arnar Pétursson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik var ánægður með sigurinn gegn Kongó í kvöld þegar Ísland tryggði sér Forsetabikarinn. Hann sagði breiddina í íslenska landsliðinu hafa aukist og segir reynsluna sem liðið fékk vera dýrmæta.

Danir þriðja Norðurlandaþjóðin í undanúrslitum
Danir tryggðu sér í kvöld síðasta sætið í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handbolta eftir sigur á Svartfellingum í Herning. Það verða því þrjár Norðurlandaþjóðir í undanúrslitum mótsins.

Gísli Þorgeir spilaði í fyrsta sinn í hálft ár
Þrjú Íslendingalið tryggðu sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í handknattleik eftir nokkuð þægilega sigra. Gísli Þorgeir Kristjánsson lék sinn fyrsta leik fyrir Magdeburg síðan í júní.

Umfjöllun: Ísland - Kongó 30-28 | Ísland vann Forsetabikarinn
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sér Forsetabikarinn á HM 2023 í kvöld með sigri á Kongó í úrslitaleiknum.

Sigvaldi með fimm þegar Kolstad fór á toppinn
Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í Kolstad eru komnir á topp norsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir sigur á Bergen í kvöld.

Svíar í undanúrslit með stæl
Svíþjóð tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik með öruggum sigri á Þjóðverjum í viðureign þjóðanna í 8-liða úrslitum. Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum.

Bíður eftir barni og missir af EM: „Auðveld ákvörðun en ógeðslega erfið“
Elvar Ásgeirsson, landsliðsmaður í handbolta, bíður spenntur eftir því að eignast sína fyrstu dóttur í janúar. Af þeim sökum getur hann ekki spilað með Íslandi á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Þýskalandi 10. janúar.

Elliði Snær og Sóldís Eva eignuðust stúlku
Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eignuðust frumburð sinn 5. desember síðastliðinn. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Norsku stelpurnar spila um verðlaun í sextánda sinn undir stjórn Þóris
Þórir Hergeirsson stýrði norska kvennalandsliðinu í handbolta inn í undanúrslit heimsmeistaramótsins í gærkvöldi en norsku stelpurnar unnu þá sjö marka sigur á Hollandi, 30-23, í átta liða úrslitunum.

Geta unnið fyrsta bikarinn síðan 1964
Það er bikar í boði fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta í kvöld því leikurinn um 25. sætið á HM í handbolta er líka úrslitaleikurinn um Forsetabikarinn.

„Eigum ekki beint heima í þessari keppni“
Landsliðskonan Elín Rósa Magnúsdóttir er spennt fyrir því að takast á við Kongó í úrslitaleik um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta í kvöld. Markmið landsliðs Íslands er skýrt.

Einar Þorsteinn samdi um að spila áfram undir stjórn Guðmundar á Jótlandi
Íslenski landsliðsmaðurinn Einar Þorsteinn Ólafsson hefur framlengt samning sinn við danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia HK.

Bjartsýnn að ná EM þrátt fyrir meiðsli sem há daglegu lífi
Elvar Örn Jónsson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst bjartsýnn á að vera klár í slaginn fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Hann glímir við erfið meiðsli sem há honum í daglegu lífi.

„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“
Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar.

Rétt að veðja á Íslendinga: „Aldrei kynnst annarri eins eftirspurn“
Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri.

Dæmdur í þriggja ára bann: Hefur dæmt þrjá leiki Íslands á stórmótum
Króatíski handboltadómarinn Matija Gubica var í gær dæmdur í þriggja ára bann frá dómgæslu af evrópska handboltasambandinu.

Heimsmeistararnir komnir í undanúrslit
Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið í handbolta tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum HM með sjö marka sigri gegn Hollendingum, 30-23.

Melsungen í átta liða úrslit eftir sigur í Íslendingaslag
MT Melsungen tryggði sér sæti í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta er liðið vann sex marka útisigur í Íslendingaslag gegn Leipzig í kvöld, 21-27.

Sex leikja sigurhrina lærisveina Guðmundar á enda
Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 25-25, en liðið hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik kvöldsins.

„Eigum að vinna þennan leik“
Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að Ísland eigi að vinna Kongó í úrslitum Forsetabikarsins annað kvöld og það sé sannarlega markmiðið. Liðið virðist slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni.

Frakkar fyrstir í undanúrslit
Frakkland varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimameistaramóts kvenna í handbolta með öruggum ellefu marka sigri gegn Tékkum, 33-22.

Kveður Eyjar vegna fjölskylduaðstæðna
Færeyingurinn Dánjal Ragnarsson spilar sinn síðasta leik fyrir Íslandsmeistara ÍBV á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Víkingi í Olís-deildinni í handbolta.

Arnar Freyr í liði umferðarinnar
Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður í handbolta, er í liði umferðarinnar í þýsku úrvalsdeildinni.

Danir hirtu toppsætið
Danmörk lagði Þýskaland með tveggja marka mun á HM kvenna í handbolta og tryggði sér þar með toppsæti milliriðils III. Þá vann Svíþjóð öruggan sigur á Svartfjallalandi.

Rúmenía og Ungverjaland unnu leikina sem engu máli skiptu
Rúmenía og Ungverjaland unnu leiki sína á HM kvenna í handbolta í dag. Sigrarnir skila þjóðunum þó ekki í 8-liða úrslit og enda þau bæði í 3. sæti í sínum riðlum.

Umfjöllun: Ísland - Kína 30-23 | Stelpurnar tryggðu sig áfram í úrslitaleik Forsetabikarsins
Ísland vann sjö marka sigur, 30-23, á Kína í lokaleik I-riðils Forsetabikarsins á HM kvenna í handbolta. Íslenska liðið fer þar af leiðandi ósigrað upp úr riðlinum og keppir úrslitaleik Forsetabikarsins við Kongó næstkomandi miðvikudag.

Ofurtölvan telur Magdeburg eiga þrettán prósent möguleika að verja titilinn
Samkvæmt útreikningum tölfræðisérfræðingsins Julians Rux á Handballytics á Barcelona mesta möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Stelpurnar okkar tryggja sér úrslitaleik á móti Kongó vinni þær í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Kongó í úrslitaleik Forsetabikarsins vinni þær leik sinn á móti Kína á HM í kvöld.

Þórir ósáttur við ákvörðun Alþjóða ólympíunefndarinnar: „Punktur!“
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur sterkar skoðanir á því að rússnesku íþróttafólki verði leyft að keppa á Ólympíuleikunum í París á næsta ári.