Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þetta má ekki fara inn að beini og pirra okkur“

„Við erum bognir en ekki brotnir og ætlum klárlega að sýna hvað í okkur býr,“ segir Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka. Þeir fara með bakið uppi við vegg til Eyja í dag, 2-0 undir í einvíginu við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Ljónin unnu stórsigur í Íslendingaslag

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu níu marka stórsigur er liðið heimsóitti Íslendingalið MT Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 25-34.

Handbolti
Fréttamynd

Sækja áfram á íslensk mið og fengu Dag

Nýliðarnir í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta á næstu leiktíð, í liði Karlskrona, halda áfram að sækja liðsstyrk til Íslands. Nú hefur félagið keypt Dag Sverri Kristjánsson frá ÍR.

Handbolti
Fréttamynd

Aron Rafn safnar í Haukarútu til Eyja

Haukar eru með bakið upp við vegg og þurfa að sækja sigur til Eyja ef þeir ætla að forðast sumarfrí og fá annan heimaleik á Ásvöllum í úrslitaeinvíginu á móti ÍBV í Olís deild karla í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Lovísa aftur í Val

Eins og við var búist hefur Lovísa Thompson samið á ný við Íslandsmeistara Vals í handbolta. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Handbolti
Fréttamynd

„Samfélagið hætti aldrei að moka“

Theodór Sigurbjörnsson rifjaði upp eldgosið í Heimaey þegar hann reyndi að útskýra fyrir sérfræðingunum í Seinni bylgjunni af hverju lið ÍBV virðist alltaf best þegar allt er undir í lok leikja.

Handbolti
Fréttamynd

Logi Geirs ætlar að mæta til Eyja í þyrlu

Eyjamenn geta orðið Íslandsmeistarar í handbolta karla á föstudaginn og þá unnið titilinn í fyrsta sinn á heimavelli. Í hin tvö skiptin hefur Eyjaliðið sótt Íslandsbikarinn til Hafnarfjarðar en nú geta þeir lyft honum út í Vestmannaeyjum.

Handbolti
Fréttamynd

Refirnir með góðan sigur í Hannover

Kiel er á ný komið í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir stórsigur á Erlangen í dag. Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu góðan útisigur á Hannover-Burgdorf.

Handbolti
Fréttamynd

Magdeburg á toppinn án Íslendinganna

Magdeburg er komið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir tveggja marka sigur á Flensburg á heimavelli. Kiel getur náð toppsætinu á nýjan leik með sigri á Erlangen síðar í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Álaborg í góðri stöðu eftir fyrsta leikinn

Álaborg vann góðan níu marka sigur á Frederecia í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í dag. Aron Pálmarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson komust báðir á blað í leiknum.

Handbolti