Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Carl Weathers er látinn

Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Dauð­vona þjófur sem stal skóm Dóróteu sleppur við fangelsi

Aldraður maður sem stal hinum frægu rauðu skóm Dóróteu úr kvikmyndinni um Galdrakarlinn í Oz mun líklega sleppa við fangelsi þar sem hann er við dauðans dyr. Hinn 76 ára gamli Terry Jon Martin sagðist hafa stolið skónum sem Judy Garland var í í kvikmyndinni sem kom út árið 1939 af safni í Minnesota, því hann vildi fremja sitt síðasta rán áður en hann dó.

Erlent
Fréttamynd

Bláberjaþeytingur í anda Gwyneth Paltrow

Heilsukokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila fjölbreyttum uppskriftum. Nýlega birti hún uppskrift af frískandi bláberja- og engifer þeytingi sem hún skírir í höfuðið á stórstjörnunni Gwyneth Paltrow.

Matur
Fréttamynd

Nektar­myndir af Swift skapaðar af gervi­greind í dreifingu

Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 

Lífið
Fréttamynd

Jesse Jane er látin

Bandaríska klámmyndaleikkonan Jesse Jane, sem einna helst er þekkt fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Entourage, er látin. Hún var 43 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Tom Hollander fékk bónusgreiðslu Tom Holland

Breski leikarinn Tom Hollander segist eitt sinn hafa fengið bónusgreiðslu fyrir slysni sem átti að fara til samlanda hans, kollega og nánast nafna, Tom Holland. Greiðslan var frá Marvel kvikmyndaverinu.

Lífið
Fréttamynd

Eltihrellir lætur Taylor Swift ekki í friði

Meintur eltihrellir bandarísku söngkonunnar Taylor Swift var handtekinn fyrir utan íbúð hennar í New York borg í gær. Einungis örfáir dagar eru liðnir síðan hann reyndi að brjótast inn á heimili hennar.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn David Gail látinn

Bandaríski leikarinn David Gail, sem var þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210 og Port Charles, er látinn 58 ára að aldri. Ekki er vitað hvernig andlát hans bar að.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var bara brjálað!“

Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einn heitasti leikarinn í Hollywood um þessar mundir

Írski stórleikarinn Barry Keoghan á að baki sér glæstan kvikmyndaferil en hefur þó sjaldan skinið skærar en akkúrat núna. Hann fer með aðalhlutverk í kvikmyndinni Saltburn sem er á vörum margra og hefur meðal annars verið nefndur einn áhugaverðasti leikari sinnar kynslóðar.

Lífið
Fréttamynd

Top Gun 3 í bí­gerð

Þriðja myndin í spennumyndaröðinni Top Gun um flugmanninn færa Maverick er í bígerð hjá Paramount. Tom Cruise mun í þriðja sinn fara með aðalhlutverkið en hann gerði það fyrst árið 1986 og svo aftur í hittifyrra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Þau trúa hundrað prósent á álfa“

Íslandsvinurinn Jodie Foster var gestur Jimmy Kimmel í gærkvöldi, þar sem hún lofaði Ísland í hástert. Hún var mætt í þátt Kimmels til að ræða fjórðu þáttaröð True Detective, sem var að stórum hluta tekin upp hér á landi. Foster lofaði Ísland í hástert og talaði einnig um meinta trú Íslendinga á álfa.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn Adan Canto er látinn

Bandaríski leikarinn Adan Canto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í þáttunum The Cleaning Lady og Designated Survivor, er látinn. Hann varð 42 ára.

Lífið