Stefnir í verkfall Hollywood leikara Verkalýðsfélag Hollywood leikara hefur lagt til að gripið verði til verkfallsaðgerða eftir að samningsfrestur rann út á miðnætti. Ef af verður, verður það í fyrsta sinn sem leikarar og handritshöfundar í Hollywood verða í verkfalli á sama tíma í sextíu ár. Erlent 13. júlí 2023 08:58
Vill ekki týna sjálfum sér í bransanum Enski leikarinn Tom Holland, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Köngulóarmaðurinn, segist ekki vera mikið fyrir kvikmyndagerðarbransann. Hann vill frekar einbeita sér að því sem veitir honum hamingju. Lífið 12. júlí 2023 15:40
Sakar Jonah Hill um að hafa troðið tungunni á sér upp í hana Alexa Nikolas, leikkona og Nickelodeon stjarna, sakar bandaríska leikarann Jonah Hill um að hafa troðið tungunni á sér upp í hana þegar hún var sextán ára gömul. Lífið 12. júlí 2023 15:36
Madonna á batavegi Tónlistarkonan Madonna var flutt á gjörgæslu í lok síðasta mánaðar vegna alvarlegrar bakteríusýkingar. Hún er núna á batavegi og er strax byrjuð að endurskipuleggja tónleikaferðalagið sitt. Lífið 12. júlí 2023 10:37
Fékk afmælisgjöf sem kostar milljónir Það er greinilega ekki hart í ári hjá rapparahjónunuum Cardi B og Offset. Kulture, dóttir þeirra, fagnaði fimm ára afmæli í gær og fékk ansi veglega afmælisgjöf frá foreldrum sínum, tösku sem yfir rúmlega tvær og hálfar milljónir í íslenskum krónum. Lífið 11. júlí 2023 14:44
Þarf ekki að borga tugi milljóna í fundarlaun Söng- og leikkonan Lady Gaga þarf ekki að greiða konu hálfa milljón dala í fundarlaun fyrir að skila hundum hennar. Konan, sem hefur verið dæmd vegna hundaránsins, fór í mál gegn Gaga og hélt því fram að hún ætti rétt á peningunum, þar sem söngkonan hefði heitið því að spyrja engra spurninga ef hún fengi hundana aftur. Erlent 11. júlí 2023 11:16
Margot Robbie sektaði þá sem ekki mættu í bleiku Margot Robbie, ástralska Hollywood leikkonan sem fer með hlutverk í Barbie myndinni, skyldaði alla á setti myndarinnar til þess að mæta í bleiku einu sinni í viku. Þeir sem ekki gegndu voru sektaðir. Lífið 10. júlí 2023 14:52
Dua Lipa stal senunni á heimsfrumsýningu Barbie Það má með sanni segja að Barbie sé þekkt fyrir glamúr og náði glamúrinn ákveðnu hámarki í gærkvöldi þegar heimsfrumsýningin á Barbie myndinni fór fram í viðburðahúsinu Shrine Auditorium & Expo Hall í Los Angeles. Tíska og hönnun 10. júlí 2023 12:31
Amy Poehler birtir myndband frá Íslandi Svo virðist vera sem bandaríska leikkonan og grínistinn Amy Poehler sé stödd á Íslandi. Í myndbandi sem leikkonan birtir á samfélagsmiðlinum TikTok sýnir hún frá helstu ferðamannastöðum Íslands en þó ekki sjálfa sig. Lífið 9. júlí 2023 16:20
Greip ekki í Wembanyama og var ekki slegin í gólfið Tónlistarkonan Britney Spears greip ekki í körfuboltamanninn Victor Wembanyama, heldur potaði í hann til að ná athygli hans. Þá var hún ekki slegin í jörðina af öryggisverði hans, heldur sló hann í hendi hennar en í leiðinni fór hendi hans í andlit hennar eða hún sló sjálfa sig í andlitið. Lífið 8. júlí 2023 08:49
Sjáðu stiklu úr síðustu Kynfræðslunni Í gær birtist stikla fyrir fjórðu og síðustu seríuna af Netflix-þáttunum Sex Education sem hafa notið mikilla vinsælda. Bíó og sjónvarp 6. júlí 2023 23:09
Britney slegin í gólfið af öryggisverði Wembanyama Britney Spears var slegin utan undir af öryggisverði með þeim afleiðingum að hún féll í jörðina þegar hún leitaðist eftir mynd með körfuboltamanninum Victor Wembanyama í Las Vegas í gær. Lífið 6. júlí 2023 18:11
„Þetta er blaut tuska í andlitið“ Kvikmyndin Crater var frumsýnd þann 12.maí síðastliðinn en hefur nú verið tekin úr sýningum vegna lítils áhorfs. Myndin sem var í eigu Disney+ og sýnd þar við litlar undirtektir en ástæðuna má rekja til skorts á auglýsingum. Unnur Eggertsdóttir fór með hlutverk í myndinni og segir þetta eins og blauta tusku í andlit fólksins sem starfaði við myndina. Lífið 6. júlí 2023 17:01
Ricky Martin að skilja Tónlistarmaðurinn Ricky Martin og sænsk-sýrlenski listamaðurinn Jwan Yosef eru að skilja. Þeir hafa verið giftir í sex ár og segjast enda sambandið í góðu. Það sé þeirra helsta markmið að sjá til þess fjölskyldulífið verði heilbrigt. Lífið 6. júlí 2023 13:43
Varð við bón aðdáanda og kýldi hann Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly kýldi aðdáanda sinn í andlitið á tónleikum á dögunum er hann var í miðju lagi. Það var þó ekki illa meint þar sem aðdáandinn bað hann um að kýla sig og var virkilega sáttur eftir höggið. Lífið 6. júlí 2023 11:11
Baumgartner þarf að yfirgefa heimilið í mánuðinum Dómari í Kaliforníufylki hefur úrskurðað að ákvæði í kaupmála leikarans Kevin Costner og fyrrverandi eiginkonu hans hönnuðarins Christine Baumgartner sé í fullu gildi. Þarf hún að yfirgefa heimili þeirra í síðasta lagi 31. júlí. Lífið 5. júlí 2023 21:46
Dó næstum því og er edrú í dag Bandaríska leikkonan Tatum O'Neal, sem var yngst til að vinna Óskarsverðlaun, hefur barist við fíknina í áratugi en hún segist hafa misst tökin í kórónuveirufaraldrinum árið 2020. Þá hafi hún tekið of stóran skammt af ýmsum lyfjum og endað í dái í sex vikur. Lífið 5. júlí 2023 17:12
Vill gera hið ómögulega þar til hann er áttræður Tom Cruise fagnaði á dögunum 61 árs afmæli. Aldurinn er þó engin ástæða til að hætta að gera kvikmyndir að hans mati og vonast hann til að geta haldið því áfram þar til hann verður áttatíu ára gamall. Bíó og sjónvarp 5. júlí 2023 15:09
Annað barn Trainor og Sabara komið í heiminn Annað barn söngkonunnar Meghan Trainor og leikarans Daryl Sabara, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Spy Kids myndunum, er komið í heiminn. Drengurinn fæddist þann 1. júlí síðastliðinn og fékk nafnið Barry Bruce Trainor. Lífið 5. júlí 2023 10:35
Segist ekki ætla að leika pabba Potter Daniel Radcliffe, sem lék Harry Potter í kvikmyndunum um galdradrenginn, segir að hann muni ekki leika neitt hlutverk í sjónvarpsþáttum um Harry Potter. Hann segist spenntur að rétta hlutverkið sitt áfram til næsta leikara. Lífið 5. júlí 2023 10:12
Þvertaka fyrir að hjónabandinu sé lokið Kyle Richards segir að orðrómur um skilnað hennar og eiginmanns hennar Mauricio Umansky sé ekki á rökum reistur. Hún segir þó að undanfarið ár sé búið að reyna á hjónabandið sem aldrei fyrr. Lífið 4. júlí 2023 15:11
Enn eitt Love Island parið í valnum Enn eitt parið úr bresku raunveruleikaþáttunum Love Island er hætt saman. Að þessu sinni eru það þau Ron Hall og Lana Jenkins sem byrjuðu saman fyrir þremur mánuðum síðan í vetrarútgáfu raunveruleikaþáttanna vinsælu. Lífið 4. júlí 2023 14:56
Fer frá Barbie til Narníu Netflix ætlar að koma fantasíunni Narníu aftur á stóra skjáinn og hefur leikstjórinn Greta Gerwig gert tveggja mynda samning við streymisveiturisann. Hún er nýbúin að leikstýra Barbie sem kemur út seinna í mánuðinum. Bíó og sjónvarp 4. júlí 2023 10:39
Banna Barbie vegna landakorts Kvikmyndin Barbie verður ekki sýnd í Víetnam sökum landakorts sem kemur fyrir í myndinni. Um er að ræða kort sem sýnir landamæri í Suður-Kínahafi. Á kortinu er Kína með yfirráð yfir hafsvæði sem Víetnam og fleiri þjóðir gera tilkall til. Erlent 3. júlí 2023 23:44
Skilin eftir tuttugu og sjö ára hjónaband Bandaríska leikkonan Kyle Richards og Mauricio Umansky eru að skilja en tuttugu og sjö ár eru liðin síðan þau giftust. Þrátt fyrir að hjónabandið sé að taka enda þá búa þau ennþá saman á meðan þau finna út úr næstu skrefum. Lífið 3. júlí 2023 23:01
Nítján ára dóttursonur Roberts De Niro látinn Leandro De Niro Rodriguez, barnabarn Óskarsverðlaunaleikarans Roberts De Niro er látinn, nítján ára að aldri. Móðir hans Drena De Niro greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í gær og minnist sonar síns. Lífið 3. júlí 2023 17:10
Vopnavörðurinn sagður hafa verið með kókaín á setti Saksóknarar í máli Hönnuh Gutierrez-Reed, sem ákærð hefur verið fyrir manndráp af gáleysi í tengslum við andlát kvikmyndatökumannsins Halynu Hutchins á tökustað kvikmyndarinnar Rust, segja hana hafa afhent ónefndu vitni lítinn poka af kókaíni daginn sem Hutchins lést. Lífið 30. júní 2023 21:18
Óskarsverðlaunaleikarinn Alan Arkin látinn Bandaríski leikarinn Alan Arkin er látinn, 89 ára að aldri. Hann vann til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Little Miss Sunshine árið 2006. Þá vann hann einnig til tveggja Tony-verðlauna á ferlinum. Lífið 30. júní 2023 14:15
Ekin-Su og Davide hætt saman Stjörnuparið Ekin-Su Cülcüloğlu og Davide Sanclimenti, sem unnu Love Island í fyrra, eru hætt saman eftir ellefu mánaða samband. Lífið 29. júní 2023 18:46
Segir mömmu sína hafa kynnt fjölskylduna fyrir hugvíkkandi efnum Leikarinn og tónlistarmaðurinn Jaden Smith segir móður sína, Jada Pinkett Smith, hafa kynnt fjölskyldunni fyrir hugvíkkandi efnum. Hún hafi verið fyrst til að nýta efnin en síðan hafi öll fjölskyldan fylgt í kjölfarið. Lífið 29. júní 2023 17:03