Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Harry Potter-stjarnan Tom Felton hneig niður á golfvelli

Leikarinn Tom Felton hneig niður á golfmóti í Wisconsin í gær og þurfti að bera hann af vellinum. Felton, sem er best þekktur fyrir að leika Draco Malfoy í kvikmyndunum um Harry Potter, var fluttur á sjúkrahús en engar frekari upplýsingar liggja fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Hafði barist við krabbamein í brisi

Leikarinn Willie Garson, sem lést á þriðjudag eftir stutt veikindi, hafði verið að berjast við krabbamein í brisi. Frá þessu greinir afþreyingarmiðillinn People. Fjölskylda leikarans er sögð hafa verið honum við hlið þegar hann lést.

Lífið
Fréttamynd

Willie Garson er látinn

Leikarinn Willie Garson, sem var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, er látinn, aðeins 57 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Fyrr­verandi um­boðs­maður Ray J segist eiga annað kyn­lífs­­mynd­band af Kim

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir Emmy verðlaunin og þann orðróm að Justin Bieber eigi von á barni. Þá segir Birta einnig frá umboðsmanni nokkrum sem segist eiga annað kynlífsmyndband af raunveruleikastjörnunni Kim Kardashian.

Lífið
Fréttamynd

Amy Schumer lét fjar­lægja í sér legið

Bandaríska leikkonan Amy Schumer hefur látið fjarlægja í sér legið eftir að hafa liðið miklar þjáningar vegna endómetríósu. Schumer deilir þessari lífsreynslu með fylgjendum sínum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Grínistinn Norm MacDonald látinn

Kanadíski grínistinn Norm MacDonald er látinn eftir níu ára glímu við krabbamein. McDonald var 61 árs gamall. Hann er helst þekktur fyrir árin sem hann var hluti af leikaraliði Saturday Night Live, auk þess sem hann var mikilsvirtur uppistandari.

Erlent
Fréttamynd

Reiknaði út með­göngu­lengd Kyli­e Jenner út frá nöglunum hennar

Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer yfir allt það helsta í Hollywood í Brennslutei vikunnar á þriðjudögum. Í þessari viku fer hún meðal annars yfir dressin á Met Gala, trúlofun Britney Spears og drama á MTV tónlistarhátíðinni. Þá segir Birta einnig frá rannsóknarvinnu sem hún lagðist í til að reikna út meðgöngulengd Kylie Jenner.

Lífið
Fréttamynd

Megan Fox senu­þjófur á rauða dreglinum

MTV verðlaunahátíðin var haldin með miklum glæsibrag í Barclays Center í New York í nótt. Allar helstu stjörnur tónlistarheimsins voru þar samankomnar, bæði nýliðar sem og aðrir eldri og reynslumeiri. Það var mikið um glamúr og dressin voru hvert öðru glæsilegra.

Lífið
Fréttamynd

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Erlent
Fréttamynd

Bennifer saman á rauða dreglinum á ný

Jennifer Lopez og Ben Affleck stigu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Feneyjum í gær. Það er eftir að turtildúfurnar hafa farið leynt með að þau hafi tekið saman aftur.

Lífið
Fréttamynd

Brit­n­ey einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns

Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu.

Lífið
Fréttamynd

Sarah Harding er látin

Breska tónlistarkonan Sarah Harding er látin, 39 ára að aldri. Hún lést úr brjóstakrabbameini sem hún hafði barist við frá því í ágúst á síðasta ári.

Lífið