Nánara ljósi varpað á stormasama veru Ezra Miller á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2022 10:51 Ezra Miller hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum. Vísir/Getty Viðmælendur bandaríska fjölmiðilins Insider varpa nánari ljósi á veru bandaríska leikarans Ezra Miller hér á landi fyrir tveimur árum síðan. Dvöl háns hér virðist hafa verið stormasöm. Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás. Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Insider birti í gær viðamikla grein um Ezra Miller, þar sem meðal annars er fjallað um veru Miller hér á landi. Íslandsdvöl Miller komst í heimsfréttirnar þegar myndband af því þegar hán (Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán) tók konu hálstaki á Prikinu í apríl 2020. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Miller, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun háns. Í frétt Insider kemur fram að Miller hafi leigt íbúðarhúsnæði í úthverfi Kópavogs í gegnum Airbnb. Þar hafi Miller, samkvæmt viðmælendum Insider, stofnað eins konar kommúnu þar sem listamenn, andlega þenkjandi einstaklingar og fleiri vöndu komu sína. Sagt hafa reynt að hreinsa Bíó Paradís af illum öndum Þá er Miller meðal annars sagt hafa verið fastagestur í Bíó Paradís á Hverfisgötu. Insider hefur eftir ónafngreindum starfsmönnum kvikmyndahússins að Miller hafi átt það til að brenna reykelsi á staðnum, til að hreinsa það af illum öndum, líkt og það er orðað í frétt Insider. Í frétt Insider segir að á þessum tíma hafi orðrómur verið á sveimi í Reykjavík um að Miller hafi verið að reka sértrúarsöfnuð í húsnæðinu í Kópavogi. Tveir heimildarmenn Insider segja að Miller hafi átt það til að ýja að því að hán byggi yfir ofurkröftum. Þá leiddi félagi háns gesti hússins í íhugunarathöfnum. Efni íhugunarinnar var oftar en ekki, að sögn heimildarmanna Insider, mikilvægi félagslegs réttlætis fyrir jaðarhópa samfélagsins. Segja viðmælendur Insider að þeir hafi deilt skoðunum með Miller á þessu málefni, en að hán hafi átt það til að ganga of langt. „Það mátti eiginlega enginn vera ósammála háni,“ hefur Insider eftir ónafngreindri konu sem átti í stuttu sambandi við Miller á meðan dvöl háns stóð hér á landi. Sagt hafa tryllst af reiði vegna smáhluta Önnur ung kona segist hafa orðið vitni að því þegar Miller trylltist af reiði þegar vinahópur sem var staddur í húsnæðinu í Kópavogi ætlaði sér að velja lag til að spila í gegnum hátalakerfið. Segir hún að Miller hafi öskrað og blótað þeim í sand og ösku, og krafist þess að hópurinn yfirgæfi húsið. „Hán fór frá því að vera vinalegur gestgjafi yfir í að vera mjög reitt,“segir konan. Þá er Miller sagt hafa haldið því fram að hán gæti lesið huga konu sem var gestur á heimili háns. Sem fyrr segir hefur hallað mjög undan fæti hjá Miller undanfarin ár. Síðast fréttist af háni á Hawaii, þar sem Miller var handtekinn, grunaður um líkamsárás.
Hollywood Reykjavík Bandaríkin Mál Ezra Miller Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. 1. júlí 2022 08:11