Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Ariana Grande gengin í það heilaga

Söngkonan Ariana Grande giftist unnusta sínum, fasteignasalanum Dalton Gomez, um helgina. Athöfnin var lágstemmd og voru færri en tuttugu viðstaddir þegar söngkonan og Gomez gengu í það heilaga.

Lífið
Fréttamynd

Hætt saman eftir nokkurra mánaða sam­band

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Trevor Noah og leikkonan Minka Kelly eru hætt saman samkvæmt heimildum People. Parið byrjaði að stinga saman nefjum síðasta haust en nú hefur sést til þeirra í sitthvoru lagi og segja heimildarmenn sambandinu lokið.

Lífið
Fréttamynd

McConaughey þreifar fyrir sér varðandi framboð

Leikarinn Matthew McConaughey hefur opinberlega rætt áhuga sinn á því að bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra Texas á næsta ári. Undanfarið hefur McConaughey þó tekið vangaveltur sínar um framboð lengra og hringt í áhrifamikla aðila innan stjórnmálasenunnar í heimaríki sínu og þreifað fyrir sér varðandi mögulegan stuðning.

Erlent
Fréttamynd

Vinamótin fá sýningardag

Sérstakur þáttur bandarísku gamanþáttanna Friends hefur fengið sýningardag á streymisveitunni HBO Max. Þátturinn hefur fengið heitið Friends: The Reunion og verður sýndur 27. maí næstkomandi.

Lífið
Fréttamynd

Ellen segir skilið við skjáinn

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Ellen DeGeneres hyggst segja skilið við skjáinn. Ellen hefur haldið úti einum vinsælasta spjallþætti Bandaríkjanna um áratugaskeið. Nú stendur yfir nítjánda sería þáttanna The Ellen DeGeneres Show og verður hún sú síðasta.

Lífið
Fréttamynd

Ó­sátt með heimildar­myndir um líf hennar

Tónlistarkonan Britney Spears hefur gagnrýnt tvær heimildarmyndir sem komu nýlega út og fjalla um líf hennar. Myndirnar fjalla meðal annars um afskipti fjölmiðla af henni og segir hún aðstandendur myndanna gerast sekir um slíkt hið sama.

Lífið
Fréttamynd

Britney mun ávarpa dómara í júní

Söngkonan víðfræga Britney Spears mun ávarpa dómara sjálf í júní, vegna viðleitni hennar til að öðlast aukið sjálfræði og frelsi frá föður sínum. Ekki liggur þó fyrir hvað hún stefnir á að segja fyrir dómi.

Erlent
Fréttamynd

Rudy Giuli­ani versti auka­leikari þessa árs

Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og lögmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hlaut tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Hindberinu (e. Raspberry Awards). Hlaut hann þar verðlaun fyrir versta aukahlutverkið og versta samleikinn á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hætt saman

Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez heyrir nú sögunni til. Parið hefur slitið tveggja ára trúlofun sinni og segist í sameiginlegri yfirlýsingu hafa áttað sig á því að betur færi á því að þau væru vinir en par.

Lífið
Fréttamynd

Grimes lét húðflúra geimveruklór yfir allt bakið

Hin skrautlega, kandíska söngkona Grimes fékk sér fremur frumlegt tattú á dögunum, svo ekki sé meira sagt. Grimes, sem einnig er kærasta og barnsmóðir auðjöfursins Elon Musk, er þekkt fyrir að fara sínar eigin leiðir hvað varðar tísku og listsköpun.

Lífið
Fréttamynd

Nomadland sópaði til sín BAFTA verð­launum

Kvikmyndin Nomadland er sögð sigurvegari BAFTA verðlaunanna en síðara kvöld verðlaunaafhendinga hátíðarinnar fór fram í kvöld. Kvikmyndin hlaut fern verðlaun, besta kvikmyndin, besta aðalleikkonan, besti leikstjóri og besta kvikmyndun.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Auð­ævi Kim Kar­dashian nú metin á milljarð dala

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hefur nú bæst í hóp auðmanna, auðævi hverra eru metin á rúmlega milljarð Bandaríkjadala. Forbes greindi frá því í gær að Kardashian hafi nú bæst á lista blaðsins yfir milljarðamæringa heimsins. Á listanum eru nú 2.755 einstaklingar.

Viðskipti erlent